Misskilningur Magnús Guðmundsson skrifar 23. maí 2018 10:00 Heimildarmyndagerð hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á síðustu árum. Skýringin kann að felast í auknu aðgengi í gegnum efnisveitur en líka í veikri stöðu fjölmiðla þar sem fjármagn til rannsóknarblaðamennsku er af skornum skammti. En hvað sem því líður þá hefur samfélagslegt mikilvægi heimildarmynda aukist til muna og því mikilvægt að skilja miðilinn. Undir yfirborðinu, heimildarmynd um laxeldi í sjókvíum og möguleg neikvæð áhrif þess iðnaðar, eftir Þorstein Joð Vilhjálmsson var nýverið sýnd á RÚV. Í myndinni kemur fram margt sem samfélagið þarf að ræða undir handleiðslu sérfræðinga sem hafa engra hagsmuna að gæta. Það reyndar stóð ekki á viðbrögðum hagsmunaaðila en Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, sagði að Undir yfirborðinu væri ekki heimildarmynd í þeim skilningi orðsins. Fleiri hagsmunaaðilar tóku í sama streng en minna fór fyrir málefnalegri umræðu um mögulega skaðsemi af starfseminni. Þessi gagnrýni er annaðhvort sett fram til þess að afvegaleiða umræðuna eða að viðkomandi eru að misskilja eðli heimildarmynda. Í Undir yfirborðinu er ekki dregin dul á að þar er fjallað um mögulega skaðsemi af laxeldi í sjókvíum. Það er mál sem er verið að krefja samfélagið um að ræða með faglegum hætti. Sem dæmi um slíkar heimildarmyndir eru Bowling for Columbine, eftir Michael Moore og Super Size Me, eftir Morgan Spurlock. Myndir sem fá mann til þess að hugsa, kynna sér jafnvel málið enn frekar og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Í Undir yfirborðinu er með sambærilegum hætti verið að hvetja samfélagið til þess að fara í þá umræðu hvort laxeldi í opnum sjókvíum sé áhættunnar virði fyrir byggðarlögin, náttúruna, villta laxastofna og komandi kynslóðir. Myndin er ekki einhvers konar fréttaskýringarþáttur um kosti og galla þessarar starfsemi heldur dregur fram mögulegar afleiðingar fyrir náttúruna og samfélagið. Mögulega útrýmingu villtra íslenskra laxastofna, mengun í fjörðum, skaðleg áhrif á lífríkið, takmarkaðan ávinning dreifðra byggða og fleira mætti til taka. Um þetta er myndin og þetta er það sem við sem samfélag þurfum að ræða og það án þess að þeirri umræðu sé stýrt af þeim sem hafa fjárhagslegra eða jafnvel tilfinningalegra hagsmuna að gæta. Hvort sem það eru norskir auðmenn, fulltrúar þeirra, veiðirétthafar eða breskir laxveiðimenn. Þegar horft er á mynd á borð við Undir yfirborðinu er einmitt allt að því áþreifanlegt að þar er stundum verið að tala við hagsmunaaðila til beggja átta. Það er eðlilegt að allir fái að láta rödd sína heyrast og reynt sé að draga upp skýra heildarmynd af málinu. En það sem hlýtur að vega þyngst í myndinni eru þær raddir sem hafa engra hagsmuna að gæta en búa hins vegar yfir mestri þekkingu. Undir yfirborðinu er þannig mynd sem krefur okkur um að hugsa og leggja okkur eftir öllum staðreyndum málsins og er því svo sannarlega heimildarmynd. En hvort öllum hagsmunaaðilum líkar það sem þar kemur fram er annað mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Heimildarmyndagerð hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á síðustu árum. Skýringin kann að felast í auknu aðgengi í gegnum efnisveitur en líka í veikri stöðu fjölmiðla þar sem fjármagn til rannsóknarblaðamennsku er af skornum skammti. En hvað sem því líður þá hefur samfélagslegt mikilvægi heimildarmynda aukist til muna og því mikilvægt að skilja miðilinn. Undir yfirborðinu, heimildarmynd um laxeldi í sjókvíum og möguleg neikvæð áhrif þess iðnaðar, eftir Þorstein Joð Vilhjálmsson var nýverið sýnd á RÚV. Í myndinni kemur fram margt sem samfélagið þarf að ræða undir handleiðslu sérfræðinga sem hafa engra hagsmuna að gæta. Það reyndar stóð ekki á viðbrögðum hagsmunaaðila en Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, sagði að Undir yfirborðinu væri ekki heimildarmynd í þeim skilningi orðsins. Fleiri hagsmunaaðilar tóku í sama streng en minna fór fyrir málefnalegri umræðu um mögulega skaðsemi af starfseminni. Þessi gagnrýni er annaðhvort sett fram til þess að afvegaleiða umræðuna eða að viðkomandi eru að misskilja eðli heimildarmynda. Í Undir yfirborðinu er ekki dregin dul á að þar er fjallað um mögulega skaðsemi af laxeldi í sjókvíum. Það er mál sem er verið að krefja samfélagið um að ræða með faglegum hætti. Sem dæmi um slíkar heimildarmyndir eru Bowling for Columbine, eftir Michael Moore og Super Size Me, eftir Morgan Spurlock. Myndir sem fá mann til þess að hugsa, kynna sér jafnvel málið enn frekar og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Í Undir yfirborðinu er með sambærilegum hætti verið að hvetja samfélagið til þess að fara í þá umræðu hvort laxeldi í opnum sjókvíum sé áhættunnar virði fyrir byggðarlögin, náttúruna, villta laxastofna og komandi kynslóðir. Myndin er ekki einhvers konar fréttaskýringarþáttur um kosti og galla þessarar starfsemi heldur dregur fram mögulegar afleiðingar fyrir náttúruna og samfélagið. Mögulega útrýmingu villtra íslenskra laxastofna, mengun í fjörðum, skaðleg áhrif á lífríkið, takmarkaðan ávinning dreifðra byggða og fleira mætti til taka. Um þetta er myndin og þetta er það sem við sem samfélag þurfum að ræða og það án þess að þeirri umræðu sé stýrt af þeim sem hafa fjárhagslegra eða jafnvel tilfinningalegra hagsmuna að gæta. Hvort sem það eru norskir auðmenn, fulltrúar þeirra, veiðirétthafar eða breskir laxveiðimenn. Þegar horft er á mynd á borð við Undir yfirborðinu er einmitt allt að því áþreifanlegt að þar er stundum verið að tala við hagsmunaaðila til beggja átta. Það er eðlilegt að allir fái að láta rödd sína heyrast og reynt sé að draga upp skýra heildarmynd af málinu. En það sem hlýtur að vega þyngst í myndinni eru þær raddir sem hafa engra hagsmuna að gæta en búa hins vegar yfir mestri þekkingu. Undir yfirborðinu er þannig mynd sem krefur okkur um að hugsa og leggja okkur eftir öllum staðreyndum málsins og er því svo sannarlega heimildarmynd. En hvort öllum hagsmunaaðilum líkar það sem þar kemur fram er annað mál.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar