Umhverfismál Valsteinn Stefánsson skrifar 22. maí 2018 21:57 Það er stefna Miðflokksins í Kópavogi að hefja LED væðingu í bæjarfélaginu, þ.e. götulýsingu og lýsingu í stærri fasteignum til dæmis íþróttahúsum, sundlaugum, bæjarskrifstofu og áhaldahúsi. Miðflokkurinn telur rétt að hefja undirbúning LED lýsinga sem fyrst vegna þess hversu orkusparandi Ledljós eru og hversu langan líftíma þau hafa. Líftíminn er að lágmarki 50,000 klukkustundir og þarfnast lítils viðhalds. Ledlýsing er ekki einungis orkusparandi fyrir sveitarfélagið, heldur samfélagið í heild. Að minnsta kosti 75% minni orku þarf fyrir Ledljós en annan ljósabúnað. Ledljósin gefa einnig frá sér minni hita en annar ljósabúnaður, en 90% af orku annarra ljósa er hiti. Minni hiti frá lýsingu eykur loftgæði.Flóðlýsing íþróttamannvirkja Þegar flóðlýsa á íþróttavelli með Ledlýsingu, bæði innan og utanhúss, þarf undirþúningur að vera mjög góður. Hönnun lýsingar þarf að vera þannig að jöfn birtudreyfing verði á öllum vellinum og ljósið verði ekki truflandi fyrir leikmenn sem og áhorfendur. Ef hönnun er ábótavant er hætt við að kostnaður verði allt of hár vegna endalausra endurbóta og óánægju allra sem málið varðar. Ná má fram miklum sparnaði í lýsingu íþróttahúsa bæjarins með Ledlýsingu þar sem núverandi lýsing þarfnast að öllum líkindum endurnýjunnar á perum á 800 klukkutíma fresti, þó getur það verið eitthvað misjafnt.Götulýsing Sama á við um götulýsingu, undirbúningur þarf alltaf að vera eins og best verður á kosið. Hugsanlega gæti meginreglan verið sú að hafa kalt ljós á stofnbrautum (6000k), hlýrra ljós á tengigötum inn í hverfin (4000k) þá enn hlýrra í húsagötum og göngustígum (3000k)Samantekt Lýsingatækni er alltaf að verða betri hér á landi. Þar má nefna fræðin bak við litarhita, endurgjöf, glýju og ljósmagn (Lm/w). Eigum við nokkra góða hönnuði og kennara hér á landi, má þar nefna Rósu Dögg Þorsteinsdóttur sem kennt hefur hjá HR, Meistaraskólanum og Rafiðnaðarskólanum. Mikilvægt er að öll hönnun sé vönduð, það mun leiða til meiri sparnaðar. Einnig mætti fá hönnun á flóðlýsingum íþróttavalla hjá framleiðendum þeirra ljósa sem notuð verða. Lítið hefur hér verið minnst á viðhaldskostnað þeirra ljósa sem nú er í notkunn en líklegt er að þar sparist umtalsvert fé. Höfundur skipar 9 sæti á lista Miðflokksins í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það er stefna Miðflokksins í Kópavogi að hefja LED væðingu í bæjarfélaginu, þ.e. götulýsingu og lýsingu í stærri fasteignum til dæmis íþróttahúsum, sundlaugum, bæjarskrifstofu og áhaldahúsi. Miðflokkurinn telur rétt að hefja undirbúning LED lýsinga sem fyrst vegna þess hversu orkusparandi Ledljós eru og hversu langan líftíma þau hafa. Líftíminn er að lágmarki 50,000 klukkustundir og þarfnast lítils viðhalds. Ledlýsing er ekki einungis orkusparandi fyrir sveitarfélagið, heldur samfélagið í heild. Að minnsta kosti 75% minni orku þarf fyrir Ledljós en annan ljósabúnað. Ledljósin gefa einnig frá sér minni hita en annar ljósabúnaður, en 90% af orku annarra ljósa er hiti. Minni hiti frá lýsingu eykur loftgæði.Flóðlýsing íþróttamannvirkja Þegar flóðlýsa á íþróttavelli með Ledlýsingu, bæði innan og utanhúss, þarf undirþúningur að vera mjög góður. Hönnun lýsingar þarf að vera þannig að jöfn birtudreyfing verði á öllum vellinum og ljósið verði ekki truflandi fyrir leikmenn sem og áhorfendur. Ef hönnun er ábótavant er hætt við að kostnaður verði allt of hár vegna endalausra endurbóta og óánægju allra sem málið varðar. Ná má fram miklum sparnaði í lýsingu íþróttahúsa bæjarins með Ledlýsingu þar sem núverandi lýsing þarfnast að öllum líkindum endurnýjunnar á perum á 800 klukkutíma fresti, þó getur það verið eitthvað misjafnt.Götulýsing Sama á við um götulýsingu, undirbúningur þarf alltaf að vera eins og best verður á kosið. Hugsanlega gæti meginreglan verið sú að hafa kalt ljós á stofnbrautum (6000k), hlýrra ljós á tengigötum inn í hverfin (4000k) þá enn hlýrra í húsagötum og göngustígum (3000k)Samantekt Lýsingatækni er alltaf að verða betri hér á landi. Þar má nefna fræðin bak við litarhita, endurgjöf, glýju og ljósmagn (Lm/w). Eigum við nokkra góða hönnuði og kennara hér á landi, má þar nefna Rósu Dögg Þorsteinsdóttur sem kennt hefur hjá HR, Meistaraskólanum og Rafiðnaðarskólanum. Mikilvægt er að öll hönnun sé vönduð, það mun leiða til meiri sparnaðar. Einnig mætti fá hönnun á flóðlýsingum íþróttavalla hjá framleiðendum þeirra ljósa sem notuð verða. Lítið hefur hér verið minnst á viðhaldskostnað þeirra ljósa sem nú er í notkunn en líklegt er að þar sparist umtalsvert fé. Höfundur skipar 9 sæti á lista Miðflokksins í Kópavogi
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun