Segir sjúkraþyrlu geta skipt sköpum í sambærilegum slysum Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. maí 2018 20:15 Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir ekki inni í myndinni að brjóta reglur um hvíldartíma þyrluáhafna þótt upp komi neyðartilfelli. Ákjósanlegt væri þó að hafa tvær áhafnir til taks meirihluta ársins. Sjúkraflutningamenn kalla eftir sérhæfðri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi. Líkt og fram hefur komið var ekki hægt að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar á sunnudag þegar tveir erlendir ferðamenn létust í slysi við sunnanvert Þingvallavatn, þar sem áhöfn uppfyllti ekki skilyrði um lágmarks hvíldartíma.Frétt Vísis: Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Ferðamennirnir, karl og kona á fimmtugsaldri, voru við veiðar ásamt tíu manna hóp á svæðinu. Konan féll út í vatnið, en karlinn stökk út í á eftir og reyndi að bjarga henni, en örmagnaðist á sundi. Fólkið var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann þar sem þau voru úrskurðuð látin. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir ekki koma til greina að hvika frá lögboðnum hvíldartíma. „Það er byggt á alþjóðlegum tilskipunum og svo íslenskum reglugerðum sem byggja á þeim. Það er ekki inni í myndinni að brjóta þau ákvæði,“ segir Ásgrímur.Maðurinn sem féll í Ölfusá enn ófundinn Þyrlan hafði verið kölluð út á aðfaranótt sunnudags vegna manns sem féll í Ölfusá og kom ekki til Reykjavíkur fyrr en á sunnudagsmorgun. Maðurinn er enn ófundinn, en leit var frestað í dag vegna veðurs og hefst aftur í fyrramálið. Ásgrímur segir ákjósanlegt að tvær áhafnir séu helst alltaf til taks, en unnið er að fjármögnun þess í samstarfi við dómsmálaráðuneytið. „Á nokkrum árum hafa útköll Landhelgisgæslunnar farið úr um 150 – 160 í 250 – 260,“ segir Ásgrímur.Fagráð leggur til sérhæfða þyrlu Fagráð sjúkraflutninga hefur lagt til rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var jákvæð fyrir hugmyndunum þegar þær voru kynntar í apríl, en gaf hins vegar ekki kost á viðtali í dag. „Já það er til skoðunar, það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ sagði Svandís í samtali við kvöldfréttir í apríl.Frétt Stöðvar 2: Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrluStyrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, segir að viðbragðstími gæti styst umtalsvert með sérhæfðri þyrlu. „Við höfum verið að benda á að staðarvöktuð sérhæfð sjúkraþyrla getur skipt sköpum í svona tilfellum, þar sem við viljum fá sérhæft viðbragð bráðatæknis og bráðalæknis sem fyrst. Hún getur skipt sköpum í svona tifellum eins og kom upp um helgina,“ segir Styrmir. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir ekki inni í myndinni að brjóta reglur um hvíldartíma þyrluáhafna þótt upp komi neyðartilfelli. Ákjósanlegt væri þó að hafa tvær áhafnir til taks meirihluta ársins. Sjúkraflutningamenn kalla eftir sérhæfðri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi. Líkt og fram hefur komið var ekki hægt að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar á sunnudag þegar tveir erlendir ferðamenn létust í slysi við sunnanvert Þingvallavatn, þar sem áhöfn uppfyllti ekki skilyrði um lágmarks hvíldartíma.Frétt Vísis: Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Ferðamennirnir, karl og kona á fimmtugsaldri, voru við veiðar ásamt tíu manna hóp á svæðinu. Konan féll út í vatnið, en karlinn stökk út í á eftir og reyndi að bjarga henni, en örmagnaðist á sundi. Fólkið var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann þar sem þau voru úrskurðuð látin. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir ekki koma til greina að hvika frá lögboðnum hvíldartíma. „Það er byggt á alþjóðlegum tilskipunum og svo íslenskum reglugerðum sem byggja á þeim. Það er ekki inni í myndinni að brjóta þau ákvæði,“ segir Ásgrímur.Maðurinn sem féll í Ölfusá enn ófundinn Þyrlan hafði verið kölluð út á aðfaranótt sunnudags vegna manns sem féll í Ölfusá og kom ekki til Reykjavíkur fyrr en á sunnudagsmorgun. Maðurinn er enn ófundinn, en leit var frestað í dag vegna veðurs og hefst aftur í fyrramálið. Ásgrímur segir ákjósanlegt að tvær áhafnir séu helst alltaf til taks, en unnið er að fjármögnun þess í samstarfi við dómsmálaráðuneytið. „Á nokkrum árum hafa útköll Landhelgisgæslunnar farið úr um 150 – 160 í 250 – 260,“ segir Ásgrímur.Fagráð leggur til sérhæfða þyrlu Fagráð sjúkraflutninga hefur lagt til rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var jákvæð fyrir hugmyndunum þegar þær voru kynntar í apríl, en gaf hins vegar ekki kost á viðtali í dag. „Já það er til skoðunar, það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ sagði Svandís í samtali við kvöldfréttir í apríl.Frétt Stöðvar 2: Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrluStyrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, segir að viðbragðstími gæti styst umtalsvert með sérhæfðri þyrlu. „Við höfum verið að benda á að staðarvöktuð sérhæfð sjúkraþyrla getur skipt sköpum í svona tilfellum, þar sem við viljum fá sérhæft viðbragð bráðatæknis og bráðalæknis sem fyrst. Hún getur skipt sköpum í svona tifellum eins og kom upp um helgina,“ segir Styrmir.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira