Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2018 19:00 Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips óskaði eftir gögnum hjá héraðssaksóknara um ætluð samkeppnislagabrot fyrirtækisins. Alls fjórir stjórnendur hjá Eimskip og Samskipum eru grunaðir um brot gegn 10. og 11. gr. samkeppnislaga. Rannsókn á ætluðum brotum hefur tekið fimm ár. Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. Þeir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips, Bragi Þór Marinósson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips, Pálmar Óli Magnússon forstjóri Samskipa á Íslandi og Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskip Logistics hafa réttarstöðu sakbornings hjá embætti héraðssaksóknara vegna rannsóknar á ætluðum samkeppnislagabrotum skipafélaganna tveggja. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu í dag. Rannsókn þessa máls er komin til ára sinna en Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleitir hjá skipafélögunum vegna hennar fyrir tæpum fimm árum eða hinn 10. september 2013. Ætluð brot beinast gegn 10. grein samkeppnislaga sem fjallar um ólögmætt samráð og 11. grein sömu laga sem fjallar um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið kærði brotin til héraðssaksóknara að lokinni rannsókn. Ólafur William Hand upplýsingafulltrúi Eimskips. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallar Íslands í gærkvöldi segir: „Þann 11. maí sl., fóru forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs félagsins til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara og fengu báðir stöðu sakbornings þann sama dag.“ Eimskip hafnar því að hafa gerst brotlegt við samkeppnislög en í tilkynningunni segir jafnframt: „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem félaginu eru kunnar um sakarefni málsins, hafnar félagið sem fyrr ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga.“ Ekki liggur fyrir hvers vegna rannsóknin hefur tekið svona langan tíma eða hvers vegna mennirnir voru fyrst boðaðir í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í maí síðastliðnum. Í hverju felast ætluð brot? „Við höfum ekki upplýsingar um það og allt sem snýr að málinu hefur þegar komið fram í tilkynningu okkar,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Var Gylfi Sigfússon ekki upplýstur um það þegar hann mætti í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í hverju ætluð samkeppnislagabrot fælust? „Eins og fram kemur í tilkynningunni þá hefur hann óskað eftir gögnum um málið og honum hafa ekki enn borist þau gögn. Þannig að hann er engu nær,“ segir Ólafur. Stjórnendur Eimskips og Samskipa eru með réttarstöðu sakbornings í málinu eins og áður greinir. Þess ber að geta að í 28. gr. laga um meðferð sakamála kemur fram að lögreglu beri að upplýsa sakborning um sakarefnið áður en skýrsla er tekin af honum en í ákvæðinu segir: „Sakborningur á rétt á að fá upplýsingar um sakarefni áður en skýrsla er tekin af honum út af því eða við handtöku ef til hennar kemur.“ Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. Þeir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips, Bragi Þór Marinósson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips, Pálmar Óli Magnússon forstjóri Samskipa á Íslandi og Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskip Logistics hafa réttarstöðu sakbornings hjá embætti héraðssaksóknara vegna rannsóknar á ætluðum samkeppnislagabrotum skipafélaganna tveggja. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu í dag. Rannsókn þessa máls er komin til ára sinna en Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleitir hjá skipafélögunum vegna hennar fyrir tæpum fimm árum eða hinn 10. september 2013. Ætluð brot beinast gegn 10. grein samkeppnislaga sem fjallar um ólögmætt samráð og 11. grein sömu laga sem fjallar um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið kærði brotin til héraðssaksóknara að lokinni rannsókn. Ólafur William Hand upplýsingafulltrúi Eimskips. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallar Íslands í gærkvöldi segir: „Þann 11. maí sl., fóru forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs félagsins til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara og fengu báðir stöðu sakbornings þann sama dag.“ Eimskip hafnar því að hafa gerst brotlegt við samkeppnislög en í tilkynningunni segir jafnframt: „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem félaginu eru kunnar um sakarefni málsins, hafnar félagið sem fyrr ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga.“ Ekki liggur fyrir hvers vegna rannsóknin hefur tekið svona langan tíma eða hvers vegna mennirnir voru fyrst boðaðir í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í maí síðastliðnum. Í hverju felast ætluð brot? „Við höfum ekki upplýsingar um það og allt sem snýr að málinu hefur þegar komið fram í tilkynningu okkar,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Var Gylfi Sigfússon ekki upplýstur um það þegar hann mætti í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í hverju ætluð samkeppnislagabrot fælust? „Eins og fram kemur í tilkynningunni þá hefur hann óskað eftir gögnum um málið og honum hafa ekki enn borist þau gögn. Þannig að hann er engu nær,“ segir Ólafur. Stjórnendur Eimskips og Samskipa eru með réttarstöðu sakbornings í málinu eins og áður greinir. Þess ber að geta að í 28. gr. laga um meðferð sakamála kemur fram að lögreglu beri að upplýsa sakborning um sakarefnið áður en skýrsla er tekin af honum en í ákvæðinu segir: „Sakborningur á rétt á að fá upplýsingar um sakarefni áður en skýrsla er tekin af honum út af því eða við handtöku ef til hennar kemur.“
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira