Zuckerberg kemur fyrir Evrópuþing Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2018 16:15 Í dag verður Zuckerberg gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica.. Vísir/EPA Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kemur fyrir Evrópuþingið og verður fundinum streymt í beinni útsendingu. Fundurinn fer fram í Brussel. Hann hefur fram til þessa neitað að svara spurningum breska löggjafans, hvort sem er rafrænt eða í eigin persónu. Í dag verður honum gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni síðan í ljós kom að greiningarfyrirækið, sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, komst yfir upplýsingarnar og hagnýtti þær í eigin þágu. Damian Collins, formaður bresku fjölmiðlanefndar þingsins, segir að þrátt fyrir að Zuckerberg komi fyrir Evrópuþingið sé enn mjög mikilvægt að hann svari spurningum Breta því enn sé margt á huldu. „En ef Mark Zuckerberg neitar gagngert að svara okkur þá neyðumst við til að biðja samstarfsfélaga okkar hjá Evrópuþinginu um að hjálpa okkur að fá þau svör sem við þurfum.“ Collins vill vita hvaða aðilar innan Facebook vissu um Cambridge Analytica gjörninginn og hvenær. Honum leikur þá einnig hugur á að vita meira um pólitískar auglýsingar sem „haldi áfram að grafa undan lýðræðinu,“hefur Reuters eftir Collins.Tajani náði að sannfæra Zuckerberg Upphaflega féllst Zuckerberg einkum á lokaðan fund en forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, sagðist hafa náð að sannfæra Zuckerberg um hafa fundinn aðgengilegan fyrir almenning að því er fram kemur á vef Guardian. Miklar vonir eru bundnar við fundinn því afar stirt hefur verið á milli Evrópusambandsins og stjórnenda Facebook. Evrópusambandið hefur þrálátlega beðið Zuckerberg um að koma fyrir hinar margvíslegu nefndir sambandsins; menningar- fjölmiðla og tækninefnd. Nefndirnar þurfa á skýringum Zuckerbergs að halda fyrir rannsókn Evrópusambandsins á falsfréttum. Á morgun heldur Zuckerberg á fund Emmanuels Macron, forseta Frakklands.Viðurkenndi mistök Um miðjan apríl kom Zuckerberg tvívegis fyrir Bandaríkjaþing, annars vegar fyrir nefndum öldungadeildar þingsins og hins vegar fyrir þingnefnd. Fundirnir voru aðgengilegir í streymi. Zuckerberg viðurkenndi að hafa gert mistök í máli breska geiningarfyrirtækisins. Eftir á að hyggja hefðu það verið mistök að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnunum án þess að rannsaka málið frekar.Hér að neðan er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Tengdar fréttir Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag, annan daginn í röð. 11. apríl 2018 13:30 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kemur fyrir Evrópuþingið og verður fundinum streymt í beinni útsendingu. Fundurinn fer fram í Brussel. Hann hefur fram til þessa neitað að svara spurningum breska löggjafans, hvort sem er rafrænt eða í eigin persónu. Í dag verður honum gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni síðan í ljós kom að greiningarfyrirækið, sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, komst yfir upplýsingarnar og hagnýtti þær í eigin þágu. Damian Collins, formaður bresku fjölmiðlanefndar þingsins, segir að þrátt fyrir að Zuckerberg komi fyrir Evrópuþingið sé enn mjög mikilvægt að hann svari spurningum Breta því enn sé margt á huldu. „En ef Mark Zuckerberg neitar gagngert að svara okkur þá neyðumst við til að biðja samstarfsfélaga okkar hjá Evrópuþinginu um að hjálpa okkur að fá þau svör sem við þurfum.“ Collins vill vita hvaða aðilar innan Facebook vissu um Cambridge Analytica gjörninginn og hvenær. Honum leikur þá einnig hugur á að vita meira um pólitískar auglýsingar sem „haldi áfram að grafa undan lýðræðinu,“hefur Reuters eftir Collins.Tajani náði að sannfæra Zuckerberg Upphaflega féllst Zuckerberg einkum á lokaðan fund en forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, sagðist hafa náð að sannfæra Zuckerberg um hafa fundinn aðgengilegan fyrir almenning að því er fram kemur á vef Guardian. Miklar vonir eru bundnar við fundinn því afar stirt hefur verið á milli Evrópusambandsins og stjórnenda Facebook. Evrópusambandið hefur þrálátlega beðið Zuckerberg um að koma fyrir hinar margvíslegu nefndir sambandsins; menningar- fjölmiðla og tækninefnd. Nefndirnar þurfa á skýringum Zuckerbergs að halda fyrir rannsókn Evrópusambandsins á falsfréttum. Á morgun heldur Zuckerberg á fund Emmanuels Macron, forseta Frakklands.Viðurkenndi mistök Um miðjan apríl kom Zuckerberg tvívegis fyrir Bandaríkjaþing, annars vegar fyrir nefndum öldungadeildar þingsins og hins vegar fyrir þingnefnd. Fundirnir voru aðgengilegir í streymi. Zuckerberg viðurkenndi að hafa gert mistök í máli breska geiningarfyrirtækisins. Eftir á að hyggja hefðu það verið mistök að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnunum án þess að rannsaka málið frekar.Hér að neðan er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu.
Tengdar fréttir Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag, annan daginn í röð. 11. apríl 2018 13:30 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag, annan daginn í röð. 11. apríl 2018 13:30
Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45