Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir að tveir bílar lentu saman á Eyrarvegi á Selfossi laust fyrir klukkan ellefu í dag. Ekkert liggur fyrir um líðan þeirra.
Slökkiliðið þurfti að aðstoða báða ökumenn úr bílunum að sögn Péturs Péturssonar hjá Brunavörnum Árnessýslu sem er á vettvangi. Báðir ökumenn eru komnir í sjúkrabíl og verða í kjölfarið fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Bílarnir sem lentu saman voru annars vegar jepplingur og hins vegar lítill sendiferðabíll. Hinn síðarnefndi lenti á hliðinni. Pétur segist ekki vita um alvarleika meiðsla að svo stöddu.
Mikill viðbúnaður er á vettvangi slyssins. Þrír sjúkrabílar, slökkviliðsbíl og lögregla Suðurlands er á svæðinu. Eyrarbakkavegur er lokaður vegna slyssins en lögregla hefur opnað fyrir hjáleið.
Umferðarslysið varð fyrir utan húsnæði Tölvu-og rafeindaþjónustu Selfoss.
Að aðgerðinni komu Brunavarnir Árnessýslu, lögreglan á suðurlandi og sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
