Um er að ræða hús sem staðsett er á horni Sunnuvegar og Laugarásvegar með útsýni niður í Laugardal. Húsið er byggt árið 1968 og er 300 fermetrar að stærð.
Fasteignamatið er 108 milljónir en tvöfaldur bílskúr fylgir húsinu. Alls eru fimm svefnherbergi í eigninni en innréttingarnar virðast mikið til vera upprunalegar.
Svalirnar við húsið eru rúmgóðar og er útsýnið af þeim nokkuð fallegt en hér að neðan má sjá myndir af eigninni.





