Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2018 23:30 Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. vísir/afp Í sameiginlegri yfirlýsingu sex landa; Argentínu, Kanada, Ástralíu, Mexíkó, Síle og Bandaríkjanna, segir að löndin viðurkenni ekki niðurstöður forsetakosninganna í Venesúela í gær. Niculas Maduro var í gær kjörinn forseti Venesúela en hann hlaut 67,7% atkvæða á móti andstæðingi sínum Henri Falcon sem hlaut 21,1% atkvæða. Fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með framkvæmd kosninganna og einræðistilburði Maduros, sem tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 af Hugo Chaves. Meginandstæðingar Maduros voru ýmist fangelsaðir eða þeim bannað að bjóða sig fram. Af þessum sökum vildi stjórnarandstaðan að kosningarnar yrðu sniðgengnar þannig að grafið yrði undan valdi Maduros. Stjórnarandstaðan reyndist ekki vera samstíga því að einn úr hópi stjórnarandstöðunnar Henri Falcon bauð sig fram og var eini raunverulegi andstæðingur Maduro. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir voru stjórnarandstöðuliðar og andstæðingar Maduros verulega óánægð með málalyktir.Blaðasali í Venesúela við hliðina á dagblöðums sem sýna úrslit kosninganna. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd kosninganna og segja kosningarnar vera ólögmætar.vísir/afpStigvaxandi þrýstingur frá alþjóðasamfélaginuÞað er ekki aðeins innan Venesúela sem framkvæmd kosninganna er gagnrýnd. Ríkin sex, sem fyrr segir, hafa stigið fram og neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Jorge Faurie, Utanríkisráðherra Argentínu, sagði að í ljósi þess að Maduro hafi útilokað andstæðinga sína frá þátttöku í því sem hefði átt að vera lýðræðislegar kosningar væri ekki hægt að viðurkenna úrslit þeirra. Framkvæmdin hafi ekki verið með lögmætum hætti. Þetta hefur Reuters eftir Faurie. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fordæmdi kosningarnar og skrifaði stöðuuppfærslu á Twitter. „Kosningarnar í Venesúela voru sviðsettar. Bandaríkin tekur afstöðu gegn einræði og með fólkinu í Venesúela sem kallar eftir frjálsum og sanngjörnum kosningum“ Í minniháttar mótmælum komu um þrjátíu andstæðingar Maduros sér fyrir á hraðbraut og hrópuðu „Þetta voru skrípalæti – ekki kosningar“.Venezuela's election was a sham. America stands AGAINST dictatorship and WITH the people of Venezuela calling for free and fair elections. @POTUS has taken strong action on Venezuela and there's more to come… The U.S. will not sit idly by as Venezuela crumbles. #FreeVenezuela— Vice President Mike Pence (@VP) May 21, 2018 Venesúela Tengdar fréttir Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52 Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu sex landa; Argentínu, Kanada, Ástralíu, Mexíkó, Síle og Bandaríkjanna, segir að löndin viðurkenni ekki niðurstöður forsetakosninganna í Venesúela í gær. Niculas Maduro var í gær kjörinn forseti Venesúela en hann hlaut 67,7% atkvæða á móti andstæðingi sínum Henri Falcon sem hlaut 21,1% atkvæða. Fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með framkvæmd kosninganna og einræðistilburði Maduros, sem tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 af Hugo Chaves. Meginandstæðingar Maduros voru ýmist fangelsaðir eða þeim bannað að bjóða sig fram. Af þessum sökum vildi stjórnarandstaðan að kosningarnar yrðu sniðgengnar þannig að grafið yrði undan valdi Maduros. Stjórnarandstaðan reyndist ekki vera samstíga því að einn úr hópi stjórnarandstöðunnar Henri Falcon bauð sig fram og var eini raunverulegi andstæðingur Maduro. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir voru stjórnarandstöðuliðar og andstæðingar Maduros verulega óánægð með málalyktir.Blaðasali í Venesúela við hliðina á dagblöðums sem sýna úrslit kosninganna. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd kosninganna og segja kosningarnar vera ólögmætar.vísir/afpStigvaxandi þrýstingur frá alþjóðasamfélaginuÞað er ekki aðeins innan Venesúela sem framkvæmd kosninganna er gagnrýnd. Ríkin sex, sem fyrr segir, hafa stigið fram og neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Jorge Faurie, Utanríkisráðherra Argentínu, sagði að í ljósi þess að Maduro hafi útilokað andstæðinga sína frá þátttöku í því sem hefði átt að vera lýðræðislegar kosningar væri ekki hægt að viðurkenna úrslit þeirra. Framkvæmdin hafi ekki verið með lögmætum hætti. Þetta hefur Reuters eftir Faurie. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fordæmdi kosningarnar og skrifaði stöðuuppfærslu á Twitter. „Kosningarnar í Venesúela voru sviðsettar. Bandaríkin tekur afstöðu gegn einræði og með fólkinu í Venesúela sem kallar eftir frjálsum og sanngjörnum kosningum“ Í minniháttar mótmælum komu um þrjátíu andstæðingar Maduros sér fyrir á hraðbraut og hrópuðu „Þetta voru skrípalæti – ekki kosningar“.Venezuela's election was a sham. America stands AGAINST dictatorship and WITH the people of Venezuela calling for free and fair elections. @POTUS has taken strong action on Venezuela and there's more to come… The U.S. will not sit idly by as Venezuela crumbles. #FreeVenezuela— Vice President Mike Pence (@VP) May 21, 2018
Venesúela Tengdar fréttir Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52 Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52
Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50