Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Andri Eysteinsson skrifar 21. maí 2018 09:52 Nicolas Maduro fagnar sigri í kosningunum í nótt. Vísir/EPA Nicolas Maduro var í gær endurkjörinn forseti Suður-Ameríkuríkisins Venesúela. Maduro, sem tók við embættinu árið 2013 eftir andlát Hugo Chavez, hlaut 68% atkvæða gegn 21% helsta keppinautar síns, Henri Falcon samkvæmt frétt BBC. Maduro tryggði sér því forsetaembættið til 6 ára. Andstæðingar forsetans hafa lýst yfir óánægju sinni yfir framkvæmd kosninganna. Helstu andstæðingar forsetans höfðu fyrir kosningar, margir hverjir verið fangelsaðir, meinað að bjóða sig fram eða höfðu farið í sjálfskipaða útlegð. Af þeim sökum kallaði stjórnarandstaðan eftir því að fylgismenn hennar myndu sniðganga kosningarnar. Engu að síður bauð fyrrum sósíalistinn og núverandi stjórnarandstöðuliðinn Henri Falcon sig fram og reyndist helsti andstæðingur Maduro. Eftir að niðurstöður lágu fyrir voru Falcon og stjórnarandstaðan gagnrýnin á lögmæti kosninganna. Mikill vöruskortur er í Venesúela og hefur ríkisstjórnin gefið út svokölluð föðurlandskort, sem sýna þarf á tilteknum stöðvum til að fá matargjafir. Slíkar stöðvar voru settar upp víða við hlið kjörstaða landsins. Falcon tilkynnti að af þeim sökum viðurkenndi hann ekki niðurstöður kosninganna og kallaði eftir nýjum kosningum. Annar frambjóðandi, Javier Bertucci, hvatti Maduro til að bjóða sig ekki fram ef til nýrra kosninga yrði boðað. Sniðganga stjórnarandstöðunnar hafði þau áhrif að kjörsókn var mun lægri en í fyrri kosningum, einungis 46% samkvæmt opinberum tölum en hafði verið um 80% í kosningunum 2013. Stjórnarandstaðan hefur gefið út að opinberar tölur séu rangar og að kjörsókn hafi í raun verið nær 30%. Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Fleiri fréttir Bifreið keyrt á hóp fólks í Magdeburg Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sjá meira
Nicolas Maduro var í gær endurkjörinn forseti Suður-Ameríkuríkisins Venesúela. Maduro, sem tók við embættinu árið 2013 eftir andlát Hugo Chavez, hlaut 68% atkvæða gegn 21% helsta keppinautar síns, Henri Falcon samkvæmt frétt BBC. Maduro tryggði sér því forsetaembættið til 6 ára. Andstæðingar forsetans hafa lýst yfir óánægju sinni yfir framkvæmd kosninganna. Helstu andstæðingar forsetans höfðu fyrir kosningar, margir hverjir verið fangelsaðir, meinað að bjóða sig fram eða höfðu farið í sjálfskipaða útlegð. Af þeim sökum kallaði stjórnarandstaðan eftir því að fylgismenn hennar myndu sniðganga kosningarnar. Engu að síður bauð fyrrum sósíalistinn og núverandi stjórnarandstöðuliðinn Henri Falcon sig fram og reyndist helsti andstæðingur Maduro. Eftir að niðurstöður lágu fyrir voru Falcon og stjórnarandstaðan gagnrýnin á lögmæti kosninganna. Mikill vöruskortur er í Venesúela og hefur ríkisstjórnin gefið út svokölluð föðurlandskort, sem sýna þarf á tilteknum stöðvum til að fá matargjafir. Slíkar stöðvar voru settar upp víða við hlið kjörstaða landsins. Falcon tilkynnti að af þeim sökum viðurkenndi hann ekki niðurstöður kosninganna og kallaði eftir nýjum kosningum. Annar frambjóðandi, Javier Bertucci, hvatti Maduro til að bjóða sig ekki fram ef til nýrra kosninga yrði boðað. Sniðganga stjórnarandstöðunnar hafði þau áhrif að kjörsókn var mun lægri en í fyrri kosningum, einungis 46% samkvæmt opinberum tölum en hafði verið um 80% í kosningunum 2013. Stjórnarandstaðan hefur gefið út að opinberar tölur séu rangar og að kjörsókn hafi í raun verið nær 30%.
Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Fleiri fréttir Bifreið keyrt á hóp fólks í Magdeburg Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sjá meira
Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50