Innlent

Ferðamennirnir voru að veiða í vatninu

Sylvía Hall skrifar
Slysið varð við Villingavatn. Mynd er frá vettvangi í dag.
Slysið varð við Villingavatn. Mynd er frá vettvangi í dag. MYND/JÓHANN K. JÓHANNSSON
Ferðamennirnir tveir, karl og kona, sem fluttir voru á sjúkrahús eftir slys í Villingavatni við Þingvallavatn fyrr í dag voru að veiða í vatninu. Þetta staðfestir Oddur Árnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi í samtali við fréttastofu.

Hann segir að svo virðist sem að konan hafi hrasað við veiðarnar og fallið í vatnið. Maðurinn hafi reynt að synda á eftir henni en örmagnast við sundið. Sumarbústaðareigandi í nágrenninu hafi farið ásamt öðrum manni út á vatnið og náð fólkinu upp. 

Tilkynning barst neyðarlínu klukkan 11:44 og héldu björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla þegar á vettvang, en bátamenn voru þá þegar við leit í Ölfusá.

Oddur segir ástand ferðamannanna enn vera alvarlegt og að þau eru talin vera í lífshættu að svo stöddu.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×