Hvernig framtíðarborg viltu sjá? Þór Elís Pálsson skrifar 20. maí 2018 16:38 „Meirihluti fjármagnseigenda“ er réttara að nefna borgarmeirihlutann. Ljóst er að hann fylgir ekki þeirri jafnaðarstefnu sem hann gefur sig út fyrir að gera. Jafnaðarstefnan er ekki sjáanleg nokkurs staðar í borginn. Lítum á húsnæðismálin, þar sem stefna meirihlutans einkennist af því að hygla gróðafyrirtækjum sem byggja og kaupa eignir á miðsvæði borgarinnar til þess eins að ná út hámarks gróða. ,,Þétting byggðar‘‘ er það kallað. Hverjir standa svo undir þessum milljarða gróða þeirra, jú það eru Reykvíkingar sem þurfa auðvitað húsaskjól fyrir sig og sína. Það húsnæði sem nú er í leigu hækkar stöðugt, hagnaðarkrafan er einvörðungu þeirra markmið. Á viðskiptamáli gróðravon, á mannamáli græðgi. Við sjáum nú húsnæði sem öflug stórfyrirtæki eru að byggja rándýrt og ekki á færi almennra borgara að ráða við, það er deginum ljósara. Þetta er stefna núverandi meirihluta, hvernig sem hann reynir að hrista hana af sér nú korteri í kosningar. Á kosningafundum hér og þar um borgina stærir meirihlutinn sig að hafa staðið vaktina í langa tíma og er greinilega staurblindur á raunveruleikann eins og hann blasir nú við. Við sem búum í borginni viljum sjá góða, fallega og spennandi borg, en ekki þessa eyðileggingu. Þær eru sorglegar framkvæmdirnar í miðborginni, dýrasta og glæsilegasta hús borgarinnar hverfur brátt sjónum. Harpan stolt borgarinnar, er okkar skrautfjöður. Óperuhús og tónlistarhallir eru frægar um víða veröld, það er Harpan líka. Hvað hefur svo gerst hjá núverandi meirihluta? Það er verið að múra hana inni, þannig að eftir, ekki svo langan tíma, verður aðeins hægt að líta hana augum, með Ingólfi efst á Arnarhóli eða úti á sjó. Hið magnaða ljósaspil á kvöldin hverfur þeim sem rölta um miðbæinn, en aðeins mun blasa við kassalaga hrúgöld sem samt eru svo dýrt byggð að nánast enginn hefur efni á, jafnvel íslensku millarnir þurfa að hafa fyrir því að snara fram rúmum 400 miljónum kr. sem er víst verðmiðinn sé á þessum eignum. Hverjir eru það sem kaupa? Líklega erlendir auðmenn sem heimsækja borgina endrum og sinnum. Þess í milli standa þessar tildureignir tómar. Hinir útlendingarnir, sem auðvita eru velkomnir og vilja skoða okkar fallega land og njóta menningarinnar í borginni eru smátt og smátt að ná yfirhöndinni í miðborginni með Airb&b væðingu hennar. Afleiðingin er þegar komin í ljós, borgarbúar eru að hrekjast út í önnur hverfi borgarinnar og önnur sveitafélög. Þetta er allt að gerst á vakt núverandi meirihluta í Reykjavík. Unga fólkið vill gjarnan búa miðsvæðis, þar er t.d. stutt í háskóla borgarinnar og aðrar menntastofnanir, það vill ekki eiga bíl og vill vera í göngufæri við allt og alla. Ef heldur sem horfir hrekjast þau út í úthverfin og önnur sveitafélög, verða að eiga bíl og kaffihúsin verða þeim aðeins draumsýn. Er þetta framtíðar borgin okkar? Svarið er örugglega nei hjá þorra borgarbúa. Snúum dæminu við og það getum við gert á laugardaginn 26. maí n.k. Síðustu vangaveltur stjórnmálaspekinga sýna að minni framboðin í Reykjavík geti breytt landslaginu verulega. Flokkur fólksins er eina aflið í þessum hópi sem er með rödd á Alþingi og það sterka. Ljáðu honum einnig rödd í borginni og við munum aldrei sofna á vaktinni. Við viljum útrýma óréttlæti, mismunun og fátækt. Flokkur fólksins, FÓLKIÐ FYRST.Höf: Þór Elís Pálsson, skipar 4. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Meirihluti fjármagnseigenda“ er réttara að nefna borgarmeirihlutann. Ljóst er að hann fylgir ekki þeirri jafnaðarstefnu sem hann gefur sig út fyrir að gera. Jafnaðarstefnan er ekki sjáanleg nokkurs staðar í borginn. Lítum á húsnæðismálin, þar sem stefna meirihlutans einkennist af því að hygla gróðafyrirtækjum sem byggja og kaupa eignir á miðsvæði borgarinnar til þess eins að ná út hámarks gróða. ,,Þétting byggðar‘‘ er það kallað. Hverjir standa svo undir þessum milljarða gróða þeirra, jú það eru Reykvíkingar sem þurfa auðvitað húsaskjól fyrir sig og sína. Það húsnæði sem nú er í leigu hækkar stöðugt, hagnaðarkrafan er einvörðungu þeirra markmið. Á viðskiptamáli gróðravon, á mannamáli græðgi. Við sjáum nú húsnæði sem öflug stórfyrirtæki eru að byggja rándýrt og ekki á færi almennra borgara að ráða við, það er deginum ljósara. Þetta er stefna núverandi meirihluta, hvernig sem hann reynir að hrista hana af sér nú korteri í kosningar. Á kosningafundum hér og þar um borgina stærir meirihlutinn sig að hafa staðið vaktina í langa tíma og er greinilega staurblindur á raunveruleikann eins og hann blasir nú við. Við sem búum í borginni viljum sjá góða, fallega og spennandi borg, en ekki þessa eyðileggingu. Þær eru sorglegar framkvæmdirnar í miðborginni, dýrasta og glæsilegasta hús borgarinnar hverfur brátt sjónum. Harpan stolt borgarinnar, er okkar skrautfjöður. Óperuhús og tónlistarhallir eru frægar um víða veröld, það er Harpan líka. Hvað hefur svo gerst hjá núverandi meirihluta? Það er verið að múra hana inni, þannig að eftir, ekki svo langan tíma, verður aðeins hægt að líta hana augum, með Ingólfi efst á Arnarhóli eða úti á sjó. Hið magnaða ljósaspil á kvöldin hverfur þeim sem rölta um miðbæinn, en aðeins mun blasa við kassalaga hrúgöld sem samt eru svo dýrt byggð að nánast enginn hefur efni á, jafnvel íslensku millarnir þurfa að hafa fyrir því að snara fram rúmum 400 miljónum kr. sem er víst verðmiðinn sé á þessum eignum. Hverjir eru það sem kaupa? Líklega erlendir auðmenn sem heimsækja borgina endrum og sinnum. Þess í milli standa þessar tildureignir tómar. Hinir útlendingarnir, sem auðvita eru velkomnir og vilja skoða okkar fallega land og njóta menningarinnar í borginni eru smátt og smátt að ná yfirhöndinni í miðborginni með Airb&b væðingu hennar. Afleiðingin er þegar komin í ljós, borgarbúar eru að hrekjast út í önnur hverfi borgarinnar og önnur sveitafélög. Þetta er allt að gerst á vakt núverandi meirihluta í Reykjavík. Unga fólkið vill gjarnan búa miðsvæðis, þar er t.d. stutt í háskóla borgarinnar og aðrar menntastofnanir, það vill ekki eiga bíl og vill vera í göngufæri við allt og alla. Ef heldur sem horfir hrekjast þau út í úthverfin og önnur sveitafélög, verða að eiga bíl og kaffihúsin verða þeim aðeins draumsýn. Er þetta framtíðar borgin okkar? Svarið er örugglega nei hjá þorra borgarbúa. Snúum dæminu við og það getum við gert á laugardaginn 26. maí n.k. Síðustu vangaveltur stjórnmálaspekinga sýna að minni framboðin í Reykjavík geti breytt landslaginu verulega. Flokkur fólksins er eina aflið í þessum hópi sem er með rödd á Alþingi og það sterka. Ljáðu honum einnig rödd í borginni og við munum aldrei sofna á vaktinni. Við viljum útrýma óréttlæti, mismunun og fátækt. Flokkur fólksins, FÓLKIÐ FYRST.Höf: Þór Elís Pálsson, skipar 4. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun