Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2018 11:26 Frá Patreksfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. Að fundinum stendur grasrótarhópur sem kallar sig Heimavarnarliðið en hann kom einnig að fjölmennum borgarafundi á Ísafirði síðastliðið haust. Einn fundarboðenda, Jóhann Ólafsson á Ísafirði, segir tilgang fundarins að mótmæla kyrrstöðunni í þremur helstu hagsmunamálum Vestfirðinga; raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og samgöngum. Öll þessi mál séu í biðstöðu eða í gíslingu ríkisstofnana og nefnir Jóhann að eftir 15 ára bið hafi ekki enn tekist að koma vegagerð í gang um Teigsskóg. Jóhann segir að fundurinn verði norðan Gilsfjarðarbrúar, Króksfjarðarnesmegin. Þar verða tveir ræðumenn, þau Guðrún Anna Finnbogadóttir, sjávarútvegs- og umhverfisfræðingur hjá Odda á Patreksfirði, og Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði. Í fundarboði er minnt á að fjórir ráðherrar hafi setið Ísafjarðarfundinn í haust og lýst sig samþykka ályktun fundarins. Þar hafi komið fram í máli ráðherra að það þyrfti að höggva á hnútinn og hefjast handa. „Við eigum ekki að una því að orðum og fögrum fyrirheitum fylgi engar efndir. Við krefjumst athafna í stað orða,“ segja fundarboðendur en meðal annarra í hópnum eru Eggert Stefánsson, Ísafirði, Guðmundur Sigurvinsson, Bolungarvík, og Ólafur Bjarni Halldórsson, Ísafirði. Þeir rifja upp að Eiríkur Örn Norðdal, rithöfundur, hafi verið meðal framsögumanna á fundinum í haust og segja að orð hans þar nái vel yfir stöðu mála í dag: „Stundum er eins og hér rekist á tvær ólíkar þjóðir, Vestfirðingar og þeir sem vilja hafa vit fyrir þeim.“„Það er hvorki sátt né samlyndi í því fólgið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta, megi ekki hafa lifibrauð sitt af. Að byggðir verði að víkja fyrir óbyggðum því réttur óbyggða sé meiri - það er ekki jafnvægi, það er ofbeldi.“ Tengdar fréttir Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. 24. september 2017 22:00 Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. 22. september 2017 12:34 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. Að fundinum stendur grasrótarhópur sem kallar sig Heimavarnarliðið en hann kom einnig að fjölmennum borgarafundi á Ísafirði síðastliðið haust. Einn fundarboðenda, Jóhann Ólafsson á Ísafirði, segir tilgang fundarins að mótmæla kyrrstöðunni í þremur helstu hagsmunamálum Vestfirðinga; raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og samgöngum. Öll þessi mál séu í biðstöðu eða í gíslingu ríkisstofnana og nefnir Jóhann að eftir 15 ára bið hafi ekki enn tekist að koma vegagerð í gang um Teigsskóg. Jóhann segir að fundurinn verði norðan Gilsfjarðarbrúar, Króksfjarðarnesmegin. Þar verða tveir ræðumenn, þau Guðrún Anna Finnbogadóttir, sjávarútvegs- og umhverfisfræðingur hjá Odda á Patreksfirði, og Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði. Í fundarboði er minnt á að fjórir ráðherrar hafi setið Ísafjarðarfundinn í haust og lýst sig samþykka ályktun fundarins. Þar hafi komið fram í máli ráðherra að það þyrfti að höggva á hnútinn og hefjast handa. „Við eigum ekki að una því að orðum og fögrum fyrirheitum fylgi engar efndir. Við krefjumst athafna í stað orða,“ segja fundarboðendur en meðal annarra í hópnum eru Eggert Stefánsson, Ísafirði, Guðmundur Sigurvinsson, Bolungarvík, og Ólafur Bjarni Halldórsson, Ísafirði. Þeir rifja upp að Eiríkur Örn Norðdal, rithöfundur, hafi verið meðal framsögumanna á fundinum í haust og segja að orð hans þar nái vel yfir stöðu mála í dag: „Stundum er eins og hér rekist á tvær ólíkar þjóðir, Vestfirðingar og þeir sem vilja hafa vit fyrir þeim.“„Það er hvorki sátt né samlyndi í því fólgið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta, megi ekki hafa lifibrauð sitt af. Að byggðir verði að víkja fyrir óbyggðum því réttur óbyggða sé meiri - það er ekki jafnvægi, það er ofbeldi.“
Tengdar fréttir Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. 24. september 2017 22:00 Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. 22. september 2017 12:34 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. 24. september 2017 22:00
Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. 22. september 2017 12:34