Dregur úr væntingum fyrir fundinn með Kim Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2018 23:49 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró í dag úr væntingum um skjótan árangur varðandi viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins. Honum berst á morgun bréf frá Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem gefur til kynna að mögulega verður af fundi þeirra tveggja í Singapúr þann 12. júní. Í samtali við blaðamenn Reuters um borð í flugvél forsetans í dag sagðist Trump vonast til þess að af fundinum yrði og sömuleiðis að einn fundur yrði nóg til að fá Norður-Kóreumenn til að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Hann sagði það þó ekki líklegt. Mögulega þyrfti tvo eða þrjá fundi. Hins vegar myndi afvopnun einræðisríkisins fara fram á endanum. Slík afvopnum myndi að öllum líkindum fela í sér að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gagnvart Norður-Kóreu yrðu felldar niður. Einn valdamesti maður Norður-Kóreu, hershöfðinginn Kim Yong-chol er staddur í Bandaríkjunum og mun hann færa Trump áðurnefnt bréf í dag. Embættismenn beggja ríkja hafa á undanförnum dögum unnið hörðum höndum að því að skipuleggja fundinn, eftir að Trump tilkynnti í síðustu viku að hann væri hættur við. Hann tók þó fram að Kim gæti hringt í hann eða sent honum bréf ef hann vildi funda. Trump og Kim hafa á undanförnu ári skipst á móðgunum og hefur Kim meðal annars kallað Trump geðveikan. Trump svaraði þá á þann veg að Kim væri lítill og feitur. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró í dag úr væntingum um skjótan árangur varðandi viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins. Honum berst á morgun bréf frá Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem gefur til kynna að mögulega verður af fundi þeirra tveggja í Singapúr þann 12. júní. Í samtali við blaðamenn Reuters um borð í flugvél forsetans í dag sagðist Trump vonast til þess að af fundinum yrði og sömuleiðis að einn fundur yrði nóg til að fá Norður-Kóreumenn til að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Hann sagði það þó ekki líklegt. Mögulega þyrfti tvo eða þrjá fundi. Hins vegar myndi afvopnun einræðisríkisins fara fram á endanum. Slík afvopnum myndi að öllum líkindum fela í sér að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gagnvart Norður-Kóreu yrðu felldar niður. Einn valdamesti maður Norður-Kóreu, hershöfðinginn Kim Yong-chol er staddur í Bandaríkjunum og mun hann færa Trump áðurnefnt bréf í dag. Embættismenn beggja ríkja hafa á undanförnum dögum unnið hörðum höndum að því að skipuleggja fundinn, eftir að Trump tilkynnti í síðustu viku að hann væri hættur við. Hann tók þó fram að Kim gæti hringt í hann eða sent honum bréf ef hann vildi funda. Trump og Kim hafa á undanförnu ári skipst á móðgunum og hefur Kim meðal annars kallað Trump geðveikan. Trump svaraði þá á þann veg að Kim væri lítill og feitur.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira