Innlent

Konan sem féll við Gullfoss með alvarlega höfuðáverka

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Gullfossi síðdegis í dag eftir að kona slasaðist við fall á göngustíg við fossinn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er ekki vitað um alvarleika meiðsla konunnar, en þyrlan er komin á staðinn og verður konan flutt til Reykjavíkur.

Uppfært 17:39 Lögreglan segir að konan sé erlendur ferðamaður. Hún hafi hlotið alvarlega höfuðáverka við fallið. Konan er sögð hafa fallið aftur fyrir sig þegar hún bakkaði fyrir myndatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×