Bíó og sjónvarp

Tom Cruise birtir mynd af sér á tökustað Top Gun 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Tom Cruise.
Tom Cruise. Vísir/Getty
Tökur á framhaldi af hinni feyki vinsælu mynd Top Gun eru hafnar, ef marka má Twitter-reikning stórleikarans Tom Cruise.

Fyrri Top Gun myndin kom út árið 1986 en hún segir frá ofurhuganum Peter Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sem kemst inn í orrustuflugmannanám í Miramar-flugskólanum. Mitchell, sem fær viðurnefnið „Maverick“ er þjakaður af dularfullum dauðdaga föður síns og þráir fátt heitara en að vera efstur í náminu, en hann fær harða samkeppni frá erkióvini sínum „Iceman“, leikinn af Val Kilmer.

Framhaldsmyndin hefur fengið nafnið Top Gun: Maverick en leikstjóri myndarinnar er Joseph Kosinski, sá hinn sami og gerði myndina Oblivion sem tekin var að stórum hluta upp hér á landi og skartaði Tom Cruise í aðalhlutverki.

Cruise greindi frá því í fyrra að framhald Top Gun færi í framleiðslu árið 2018 og birti í dag mynd af sér í orrustugalla fyrir framan orrustuþotu en yfir myndina er ritað „Feel the need“ sem er vísun í fræga línu í fyrri myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.