Erlent

Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Framtíð Rajoys og ríkisstjórnar hans mun væntanlega ráðast á morgun
Framtíð Rajoys og ríkisstjórnar hans mun væntanlega ráðast á morgun
Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi.

Rajoy á undir högg að sækja eftir að fyrrverandi gjaldkeri stjórnarflokksins var dæmdur í 33 ára fangelsi fyrir spillingu og peningaþvætti. Flokkurinn var sektaður um tæplega þrjátíu milljónir íslenskra króna fyrir að hafa notið góðs af spillingunni.

Pedro Sánchez, leiðtogi spænska sósíalistaflokksins, segir að Rajoy sé ekki sætt á stóli forsætisráðherra eftir dóminn. Sjálfur segir Rajoy að Sánchez sé að reyna að ræna völdum án kosninga með því að sæta færis á því lýsa yfir vantrausti á meðan spillingarmálin séu í brennidepli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×