Rússar styðja Kim í að halda kjarnavopnum sínum í bili Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 31. maí 2018 15:00 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þykir bæði snjall og harður í horn að taka Vísir/Getty Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti í dag Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo hátt settur rússneskur ráðamaður hittir Kim. Rússar hafa ekki verið áberandi í umræðunni um friðarferlið á Kóreuskaga en ásamt Kínverjum hafa þeir verið helsti bakhjarl Norður-Kóreu um árabil. Margt bendir nú til þess að leiðtogafundur Kims og Trump Bandaríkjaforseta muni fara fram í Singapúr þann 12. júní eins og upphaflega stóð til. Fundinum var aflýst eftir að öryggismálaráðgjafi Trumps hótaði Kim lífláti og Norður-Kóreumenn tóku það óstinnt upp. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þingaði með sendinefnd frá Norður-Kóreu í New York í gærkvöld. Þá hefur forseti Suður-Kóreu verið í beinu sambandi við leiðtoga beggja ríkja til að hvetja til fundarins í Singapúr. Rússar munu þó síður en svo gera Bandaríkjamönnum málið auðveldara með íhlutun sinni í ferlið. Bandarískir ráðamenn segja að Norður-Kórea verði að gefa kjarnorkuvopn sín upp á bátinn til að eiga von um að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Á fundi sínum með Kim undirstrikaði Lavrov að Rússar styddu þá afstöðu Norður-Kóreu að ekki kæmi til greina að afvopnast að fullu fyrr en byrjað væri að afnema viðskiptaþvinganir. Gagnkvæmt traust þyrfti að ríkja og því yrði ekki náð nema með því að taka afvopnunarferlið í skrefum samhliða því að Bandaríkin afléttu þvingunum. Tengdar fréttir Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. 31. maí 2018 06:19 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti í dag Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo hátt settur rússneskur ráðamaður hittir Kim. Rússar hafa ekki verið áberandi í umræðunni um friðarferlið á Kóreuskaga en ásamt Kínverjum hafa þeir verið helsti bakhjarl Norður-Kóreu um árabil. Margt bendir nú til þess að leiðtogafundur Kims og Trump Bandaríkjaforseta muni fara fram í Singapúr þann 12. júní eins og upphaflega stóð til. Fundinum var aflýst eftir að öryggismálaráðgjafi Trumps hótaði Kim lífláti og Norður-Kóreumenn tóku það óstinnt upp. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þingaði með sendinefnd frá Norður-Kóreu í New York í gærkvöld. Þá hefur forseti Suður-Kóreu verið í beinu sambandi við leiðtoga beggja ríkja til að hvetja til fundarins í Singapúr. Rússar munu þó síður en svo gera Bandaríkjamönnum málið auðveldara með íhlutun sinni í ferlið. Bandarískir ráðamenn segja að Norður-Kórea verði að gefa kjarnorkuvopn sín upp á bátinn til að eiga von um að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Á fundi sínum með Kim undirstrikaði Lavrov að Rússar styddu þá afstöðu Norður-Kóreu að ekki kæmi til greina að afvopnast að fullu fyrr en byrjað væri að afnema viðskiptaþvinganir. Gagnkvæmt traust þyrfti að ríkja og því yrði ekki náð nema með því að taka afvopnunarferlið í skrefum samhliða því að Bandaríkin afléttu þvingunum.
Tengdar fréttir Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. 31. maí 2018 06:19 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. 31. maí 2018 06:19
Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21