Rússar styðja Kim í að halda kjarnavopnum sínum í bili Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 31. maí 2018 15:00 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þykir bæði snjall og harður í horn að taka Vísir/Getty Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti í dag Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo hátt settur rússneskur ráðamaður hittir Kim. Rússar hafa ekki verið áberandi í umræðunni um friðarferlið á Kóreuskaga en ásamt Kínverjum hafa þeir verið helsti bakhjarl Norður-Kóreu um árabil. Margt bendir nú til þess að leiðtogafundur Kims og Trump Bandaríkjaforseta muni fara fram í Singapúr þann 12. júní eins og upphaflega stóð til. Fundinum var aflýst eftir að öryggismálaráðgjafi Trumps hótaði Kim lífláti og Norður-Kóreumenn tóku það óstinnt upp. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þingaði með sendinefnd frá Norður-Kóreu í New York í gærkvöld. Þá hefur forseti Suður-Kóreu verið í beinu sambandi við leiðtoga beggja ríkja til að hvetja til fundarins í Singapúr. Rússar munu þó síður en svo gera Bandaríkjamönnum málið auðveldara með íhlutun sinni í ferlið. Bandarískir ráðamenn segja að Norður-Kórea verði að gefa kjarnorkuvopn sín upp á bátinn til að eiga von um að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Á fundi sínum með Kim undirstrikaði Lavrov að Rússar styddu þá afstöðu Norður-Kóreu að ekki kæmi til greina að afvopnast að fullu fyrr en byrjað væri að afnema viðskiptaþvinganir. Gagnkvæmt traust þyrfti að ríkja og því yrði ekki náð nema með því að taka afvopnunarferlið í skrefum samhliða því að Bandaríkin afléttu þvingunum. Tengdar fréttir Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. 31. maí 2018 06:19 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti í dag Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo hátt settur rússneskur ráðamaður hittir Kim. Rússar hafa ekki verið áberandi í umræðunni um friðarferlið á Kóreuskaga en ásamt Kínverjum hafa þeir verið helsti bakhjarl Norður-Kóreu um árabil. Margt bendir nú til þess að leiðtogafundur Kims og Trump Bandaríkjaforseta muni fara fram í Singapúr þann 12. júní eins og upphaflega stóð til. Fundinum var aflýst eftir að öryggismálaráðgjafi Trumps hótaði Kim lífláti og Norður-Kóreumenn tóku það óstinnt upp. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þingaði með sendinefnd frá Norður-Kóreu í New York í gærkvöld. Þá hefur forseti Suður-Kóreu verið í beinu sambandi við leiðtoga beggja ríkja til að hvetja til fundarins í Singapúr. Rússar munu þó síður en svo gera Bandaríkjamönnum málið auðveldara með íhlutun sinni í ferlið. Bandarískir ráðamenn segja að Norður-Kórea verði að gefa kjarnorkuvopn sín upp á bátinn til að eiga von um að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Á fundi sínum með Kim undirstrikaði Lavrov að Rússar styddu þá afstöðu Norður-Kóreu að ekki kæmi til greina að afvopnast að fullu fyrr en byrjað væri að afnema viðskiptaþvinganir. Gagnkvæmt traust þyrfti að ríkja og því yrði ekki náð nema með því að taka afvopnunarferlið í skrefum samhliða því að Bandaríkin afléttu þvingunum.
Tengdar fréttir Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. 31. maí 2018 06:19 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. 31. maí 2018 06:19
Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21