14 dagar í HM: Þegar Nígeríumenn urðu óvænt heitasta og skemmtilegasta liðið á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2018 11:00 Rashidi Yekini fagnar fyrsta marki Nígeríu á HM. Vísir/Getty Íslendingar eru að fara að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Rússlandi eftir tvær vikur og mæta þar meðal annars Nígeríumönnum í riðlinum. Nígeríumenn voru í sömu stöðu á HM í Bandaríkjunum 1994 og slógu þá í gegn enda með yfirlýst markmið að ætla sér að skemmta fólki. Innkoma Nígeríumanna á HM fyrir 24 árum síðan var eftirminnileg í meira lagi. Afrek Kamerún frá því á HM á Ítalíu fjórum árum áður sýndi og sannaði að menn þurftu að fara taka Afríkuþjóðirnar meira alvarlega á HM en frammistaða nígeríska landsliðsins fékk suma til að spá því að fyrr en varir myndum við sjá afrískt landslið fara alla leið á HM. Nígeríumenn komu inn í keppnina í Bandaríkjunum af miklum krafti, náðu frábærum árangri í riðlakeppninni og heilluðu heiminn með krafti sínum og flottum fótbolta. Margir leikmenn liðsins áttu í framhaldinu eftir að komast að hjá stórum klúbbum í Evrópu. Það hafði tekið dágóðan tíma fyrir nígerískt landslið að stíga þetta skref og oftar en ekki hafði liðið klikkað á lokasprettinum. Nígeríumenn komust loksins á HM þegar keppnin fór fram í Bandaríkjunum 1994 en fjórum árum fyrr höfðu þeirr misst naumlega af sæti í lokakeppninni. Nú enduðu Nígeríumenn á því að skilja Fílbeinsströndina og Alsír eftir í sínum riðli. Hinar Afríkuþjóðirnar í heimsmeistarakeppninni 1994 voru Kamerún og Marokkó. Þjálfari nígeríska landsliðsins þetta sumar var Hollendingurinn Clemens Westerhof. Þetta var hans lið enda búinn að vera með liðið í fimm ár þegar kom að keppninni. Eftir að liðinu tókst ekki að ná jafntefli í lokaleik sínum í undankeppni HM 1990, jafntefli sem hefði tryggt liðinu HM-sæti, þá tók Westerhof þá ákvörðun að hann þyrfti að byggja upp nýtt lið sem og hann gerði. Riðillinn á HM 1994 var allt annað en auðveldur en hann innihélt evrópsku liðin Búlgaríu og Grikkland og svo Diego Maradona og félaga í Argentínu. Nígeríumenn stimpluðu sig aftur á móti inn og unnu 3-0 sigur á Búlgaríu í fyrsta leik sem fram fór í Dallas. Sá sigur er án vafa í hópi með þeim flottustu hjá nýliðum á HM og vakti mikla athygli. Í raun má segja að margir leikmenn Nígeríu hafi þarna öðlast heimsfrægð á einni kvöldstund.Rashidi Yekini skoraði fyrsta markið og fagnaði þannig að allir tóku eftir eða með því að hlaupa inn í markið og fagna með því að stinga höndum sínum í gegnum marknetið. Yekini var þarna þrítugur og bæði einn elsti og þekkasti leikmaður liðsins. Hin mörkin skoruðu þeir Daniel Amokachi og Emmanuel Amunike sem voru 23 ára og 21 árs gamlir. Einn af stærstu stjörnum liðsins var hinn tvítugi Jay-Jay Okocha og hinn 19 ára gamli Sunday Oliseh var líka í stóru hlutverki á miðju liðsins. Allt ungir framtíðarmenn. Sóknarmenn nígeríska liðsins voru ekkert að hika þegar þeir fengu boltann heldur keyrðu á varnarmenn mótherjanna sem áttu mjög erfitt með að ráða við styrk þeirra og hraða. Búlgarirnir vissu oft ekki hvað á sig stóð veðrið í þessum leik sem fram fór 21. júní 1994. „Við komum til Bandaríkjanna til að sýna að við getum leikið knattspyrnu í Afríku en við höfum verið að vinna með þetta lið í fimm ár. Ef til vill töpum við næsta leik wn það skiptir ekki máli. Við komum hingað til að skemmta fólki," sagði Clemens Westerhof eftir sigurinn á Búlgaríu. Nígería tapaði næsta leik naumlega á móti Argentínu en tryggði sér síðan sigur í riðlinum með 2-0 sigri á Grikklandi í lokaleiknum. Amokachi var þar aftur á skotskónum.Vísir/GettyArgentínumenn komust áfram úr riðlinum þökk sé sigrum í fyrstu tveimur leikjunum en þeir höfðu misstu máttinn þegar Maradona féll á lyfjaprófi og duttu út í 16 liða úrslitunum. Búlgarir komust áfram með sigri á Argentínu í lokaumferðinni og áttu síðan eftir að komast alla leið í undanúrslit keppninnar. Nígeríumenn unnu riðilinn en höfðu samt ekki heppnina með sér hvað varðar mótherja í sextán liða úrslitunum. Þeirra biðu Ítalir sem höfðu skriðið áfram sem eitt af liðunum með bestan árangur í þriðja sæti. Nígeríumenn mættu í leikinn sem eitt heitasta lið keppninnar á sama tíman að flestir voru farnir að efast um Ítali eftir aðeins 1 sigur og 2 mörk í þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Nígeríumenn komust í 1-0 á móti Ítalíu með marki Emmanuel Amunike á 25. mínútu og þannig var staðan allt þar til á 88. mínútu þegar Roberto Baggio bjargaði sínum mönnum og tryggði Ítalíu framlengingu. Baggio skoraði síðan sitt annað mark í framlengingunni og tryggði Ítölum sæti í átta liða úrslitunum. Nígeríumenn voru því á heimleið eftir magnað mót en Ítalir fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Brasilíu í vítakeppni. Roberto Baggio kláraði ekki aðeins Nígeríu í 16 liða úrslitunum því hann skoraði sigurmarkið á móti Spáni í átta liða úrslitunum og bæði mörkin á móti Búlgaríu í undanúrslitunum. Baggio færði Brasilíumönnum aftur á móti heimsmeistaratitilinn með því að klikka á síðustu spyrnunni í vítakeppninni. Nígeríska landsliðið varð Ólympíumeistari í Atalanta 1996 og stóð sig einnig vel á HM í Frakklandi 1998 þar til að lið steinlá 4-1 á móti Danmörku í sextán liða úrslitunum. Nígeríu vann meðal annars 3-2 sigur á Spáni sem kostaði Spánverja sæti í sextán liða úrslitunum. Nígería á enn eftir að gera betur en á HM 1994 en komst í þriðja sinn í sextán liða úrslitin á HM í Brasilíu fyrir fjórum árum. Þar tapaði liðið 2-0 fyrir Frakklandi í 16 liða úrslitunum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Íslendingar eru að fara að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Rússlandi eftir tvær vikur og mæta þar meðal annars Nígeríumönnum í riðlinum. Nígeríumenn voru í sömu stöðu á HM í Bandaríkjunum 1994 og slógu þá í gegn enda með yfirlýst markmið að ætla sér að skemmta fólki. Innkoma Nígeríumanna á HM fyrir 24 árum síðan var eftirminnileg í meira lagi. Afrek Kamerún frá því á HM á Ítalíu fjórum árum áður sýndi og sannaði að menn þurftu að fara taka Afríkuþjóðirnar meira alvarlega á HM en frammistaða nígeríska landsliðsins fékk suma til að spá því að fyrr en varir myndum við sjá afrískt landslið fara alla leið á HM. Nígeríumenn komu inn í keppnina í Bandaríkjunum af miklum krafti, náðu frábærum árangri í riðlakeppninni og heilluðu heiminn með krafti sínum og flottum fótbolta. Margir leikmenn liðsins áttu í framhaldinu eftir að komast að hjá stórum klúbbum í Evrópu. Það hafði tekið dágóðan tíma fyrir nígerískt landslið að stíga þetta skref og oftar en ekki hafði liðið klikkað á lokasprettinum. Nígeríumenn komust loksins á HM þegar keppnin fór fram í Bandaríkjunum 1994 en fjórum árum fyrr höfðu þeirr misst naumlega af sæti í lokakeppninni. Nú enduðu Nígeríumenn á því að skilja Fílbeinsströndina og Alsír eftir í sínum riðli. Hinar Afríkuþjóðirnar í heimsmeistarakeppninni 1994 voru Kamerún og Marokkó. Þjálfari nígeríska landsliðsins þetta sumar var Hollendingurinn Clemens Westerhof. Þetta var hans lið enda búinn að vera með liðið í fimm ár þegar kom að keppninni. Eftir að liðinu tókst ekki að ná jafntefli í lokaleik sínum í undankeppni HM 1990, jafntefli sem hefði tryggt liðinu HM-sæti, þá tók Westerhof þá ákvörðun að hann þyrfti að byggja upp nýtt lið sem og hann gerði. Riðillinn á HM 1994 var allt annað en auðveldur en hann innihélt evrópsku liðin Búlgaríu og Grikkland og svo Diego Maradona og félaga í Argentínu. Nígeríumenn stimpluðu sig aftur á móti inn og unnu 3-0 sigur á Búlgaríu í fyrsta leik sem fram fór í Dallas. Sá sigur er án vafa í hópi með þeim flottustu hjá nýliðum á HM og vakti mikla athygli. Í raun má segja að margir leikmenn Nígeríu hafi þarna öðlast heimsfrægð á einni kvöldstund.Rashidi Yekini skoraði fyrsta markið og fagnaði þannig að allir tóku eftir eða með því að hlaupa inn í markið og fagna með því að stinga höndum sínum í gegnum marknetið. Yekini var þarna þrítugur og bæði einn elsti og þekkasti leikmaður liðsins. Hin mörkin skoruðu þeir Daniel Amokachi og Emmanuel Amunike sem voru 23 ára og 21 árs gamlir. Einn af stærstu stjörnum liðsins var hinn tvítugi Jay-Jay Okocha og hinn 19 ára gamli Sunday Oliseh var líka í stóru hlutverki á miðju liðsins. Allt ungir framtíðarmenn. Sóknarmenn nígeríska liðsins voru ekkert að hika þegar þeir fengu boltann heldur keyrðu á varnarmenn mótherjanna sem áttu mjög erfitt með að ráða við styrk þeirra og hraða. Búlgarirnir vissu oft ekki hvað á sig stóð veðrið í þessum leik sem fram fór 21. júní 1994. „Við komum til Bandaríkjanna til að sýna að við getum leikið knattspyrnu í Afríku en við höfum verið að vinna með þetta lið í fimm ár. Ef til vill töpum við næsta leik wn það skiptir ekki máli. Við komum hingað til að skemmta fólki," sagði Clemens Westerhof eftir sigurinn á Búlgaríu. Nígería tapaði næsta leik naumlega á móti Argentínu en tryggði sér síðan sigur í riðlinum með 2-0 sigri á Grikklandi í lokaleiknum. Amokachi var þar aftur á skotskónum.Vísir/GettyArgentínumenn komust áfram úr riðlinum þökk sé sigrum í fyrstu tveimur leikjunum en þeir höfðu misstu máttinn þegar Maradona féll á lyfjaprófi og duttu út í 16 liða úrslitunum. Búlgarir komust áfram með sigri á Argentínu í lokaumferðinni og áttu síðan eftir að komast alla leið í undanúrslit keppninnar. Nígeríumenn unnu riðilinn en höfðu samt ekki heppnina með sér hvað varðar mótherja í sextán liða úrslitunum. Þeirra biðu Ítalir sem höfðu skriðið áfram sem eitt af liðunum með bestan árangur í þriðja sæti. Nígeríumenn mættu í leikinn sem eitt heitasta lið keppninnar á sama tíman að flestir voru farnir að efast um Ítali eftir aðeins 1 sigur og 2 mörk í þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Nígeríumenn komust í 1-0 á móti Ítalíu með marki Emmanuel Amunike á 25. mínútu og þannig var staðan allt þar til á 88. mínútu þegar Roberto Baggio bjargaði sínum mönnum og tryggði Ítalíu framlengingu. Baggio skoraði síðan sitt annað mark í framlengingunni og tryggði Ítölum sæti í átta liða úrslitunum. Nígeríumenn voru því á heimleið eftir magnað mót en Ítalir fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Brasilíu í vítakeppni. Roberto Baggio kláraði ekki aðeins Nígeríu í 16 liða úrslitunum því hann skoraði sigurmarkið á móti Spáni í átta liða úrslitunum og bæði mörkin á móti Búlgaríu í undanúrslitunum. Baggio færði Brasilíumönnum aftur á móti heimsmeistaratitilinn með því að klikka á síðustu spyrnunni í vítakeppninni. Nígeríska landsliðið varð Ólympíumeistari í Atalanta 1996 og stóð sig einnig vel á HM í Frakklandi 1998 þar til að lið steinlá 4-1 á móti Danmörku í sextán liða úrslitunum. Nígeríu vann meðal annars 3-2 sigur á Spáni sem kostaði Spánverja sæti í sextán liða úrslitunum. Nígería á enn eftir að gera betur en á HM 1994 en komst í þriðja sinn í sextán liða úrslitin á HM í Brasilíu fyrir fjórum árum. Þar tapaði liðið 2-0 fyrir Frakklandi í 16 liða úrslitunum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira