„Ég get ekkert bara ráðið konu af því að mig langar til þess“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:56 Konur hefur fjölgað nokkuð í stjórnum breskra fyrirtækja frá árinu 2011. Vísir/Getty Konur passa ekki inn, vilja forðast brasið og eiga erfitt með að leysa „flókin viðfangsefni.“ Þetta er meðal þeirra afsakana sem stjórnamenn í fyrirtækjum, sem skráð eru í bresku kauphöllina, gáfu fyrir því að ráða ekki konur í stjórnirnar. Samkvæmt nýrri eigindlegri rannsókn breskra stjórnvalda, sem reifuð er stuttlega á vef BBC, eru tíu „verstu“ afsakanirnar tíundaðar. Bresk stjórnvöld stefna að því að konur verði þriðjungur stjórnarmanna í 350 stærstu fyrirtækjum landsins árið 2020. Enn er töluvert í land en þó hefur nokkur árangur náðst í þeim efnum á síðustu árum. Þannig fækkaði stjórnum fyrirtækja, sem aðeins voru skipaðar körlum, umtalsvert frá 2011 til 2017. Þær voru 152 talsins í upphafi tímabilsins en voru 10 í fyrra. Að sama skapi heyrast eftirtaldar afsakanir sjaldnar þegar rætt er um ráðningu kvenna í stjórnir fyrirtækja. Að sögn breska viðskiptaráðherrans Andrew Griffiths er það þó ekki nóg, það sé fyrirlitlegt að fyrirtæki skuli enn grípa til jafn lítillækkandi afsakana. Hann bendir jafnframt á það að fyrirtæki sem stýrt er af fjölbreyttum stjórnum séu alla jafna þau sem ná bestum árangri. Listann yfir tíu verstu afsakanirnar má sjá hér að neðan.„Ég held að konur passi hreinlega ekki inn í stjórnarumhverfið“„Það eru ekki margar konur með réttu hæfnina og reynsluna til að sitja í stjórninni - viðfangsefnin sem þar eru rædd eru gríðarlega flókin“„Flestar konur vilja ekki brasið og álagið sem fylgir stjórnarsetu“„Hluthöfum er alveg sama hvernig stjórnin er samsett - af hverju ættum við því að pæla eitthvað í samsetningunni?“„Aðrir stjórnarmenn myndu ekki vilja ráða konu“„Aðrir eru búnir að næla sér í allar góðu konurnar“„Við erum nú þegar með eina konu í stjórninni, þannig að við erum í góðum málum - nú er komið að einhverjum öðrum“„Það eru engar lausar stöður þessa stundina - ef einhver myndi losna þá myndum við íhuga að ráða konu“„Við þurfum að byggja okkur upp frá grunni - það eru hreinlega ekki margar reynslumiklar konur í þessum geira“„Ég get ekkert bara ráðið konu af því að mig langar til þess“ Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Konur passa ekki inn, vilja forðast brasið og eiga erfitt með að leysa „flókin viðfangsefni.“ Þetta er meðal þeirra afsakana sem stjórnamenn í fyrirtækjum, sem skráð eru í bresku kauphöllina, gáfu fyrir því að ráða ekki konur í stjórnirnar. Samkvæmt nýrri eigindlegri rannsókn breskra stjórnvalda, sem reifuð er stuttlega á vef BBC, eru tíu „verstu“ afsakanirnar tíundaðar. Bresk stjórnvöld stefna að því að konur verði þriðjungur stjórnarmanna í 350 stærstu fyrirtækjum landsins árið 2020. Enn er töluvert í land en þó hefur nokkur árangur náðst í þeim efnum á síðustu árum. Þannig fækkaði stjórnum fyrirtækja, sem aðeins voru skipaðar körlum, umtalsvert frá 2011 til 2017. Þær voru 152 talsins í upphafi tímabilsins en voru 10 í fyrra. Að sama skapi heyrast eftirtaldar afsakanir sjaldnar þegar rætt er um ráðningu kvenna í stjórnir fyrirtækja. Að sögn breska viðskiptaráðherrans Andrew Griffiths er það þó ekki nóg, það sé fyrirlitlegt að fyrirtæki skuli enn grípa til jafn lítillækkandi afsakana. Hann bendir jafnframt á það að fyrirtæki sem stýrt er af fjölbreyttum stjórnum séu alla jafna þau sem ná bestum árangri. Listann yfir tíu verstu afsakanirnar má sjá hér að neðan.„Ég held að konur passi hreinlega ekki inn í stjórnarumhverfið“„Það eru ekki margar konur með réttu hæfnina og reynsluna til að sitja í stjórninni - viðfangsefnin sem þar eru rædd eru gríðarlega flókin“„Flestar konur vilja ekki brasið og álagið sem fylgir stjórnarsetu“„Hluthöfum er alveg sama hvernig stjórnin er samsett - af hverju ættum við því að pæla eitthvað í samsetningunni?“„Aðrir stjórnarmenn myndu ekki vilja ráða konu“„Aðrir eru búnir að næla sér í allar góðu konurnar“„Við erum nú þegar með eina konu í stjórninni, þannig að við erum í góðum málum - nú er komið að einhverjum öðrum“„Það eru engar lausar stöður þessa stundina - ef einhver myndi losna þá myndum við íhuga að ráða konu“„Við þurfum að byggja okkur upp frá grunni - það eru hreinlega ekki margar reynslumiklar konur í þessum geira“„Ég get ekkert bara ráðið konu af því að mig langar til þess“
Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira