Konur, breytum heiminum saman Arna Hauksdóttir og Unnur Anna Valdimarsdóttir skrifar 31. maí 2018 07:00 Á laugardaginn sameinast þúsundir kvenna um allt land og hlaupa sér til ánægju og heilsuauka í Kvennahlaupi ÍSÍ. Það er einstök gleði og bjartsýni sem fylgir því þegar kynslóðir kvenna – ömmur, mæður, dætur, systur, frænkur og vinkonur – sameinast á þessum skemmtilega degi. Vísindarannsóknir síðustu áratuga hafa einmitt sýnt að hreyfing er ein grunnstoð heilsu og vellíðunar. Uppgötvanir í heilbrigðisvísindum skapa forsendur fyrir því að við getum bætt og lengt líf fólks. Meirihluta síðustu aldar var slagsíða í inntaki vísindarannsókna á karlbundna þætti heilsufars. Sú staðreynd leiddi til dæmis til þess að kvenbundin einkenni og áhættuþættir hjartasjúkdóma voru illa skilgreindir og það sama gildir enn um fjölmarga sjúkdóma sem fremur hrjá konur. Það má einnig vera ljóst, ekki síst með tilkomu #metoo byltingar síðasta árs, að skuggahliðar tilveru kvenna eru kynbundið ofbeldi og önnur áföll sem þær upplifa, oft snemma á lífsleiðinni.Unnur Anna ValdimarsdóttirAlþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst því yfir að sennilega verði þriðjungur kvenna fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi á lífsleiðinni. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi gefa til kynna að þetta sé einnig raunveruleikinn á Íslandi. Þá eru ótalin önnur áföll á borð við ástvinamissi, erfiða fæðingarreynslu, náttúruhamfarir, einelti, og skilnaði. Þó rannsóknir séu tiltölulega skammt á veg komnar eru sterkar vísbendingar um að ofbeldi og önnur áföll geti haft veruleg áhrif á bæði sálræna og líkamlega heilsu kvenna. En betur má ef duga skal. Við þurfum vísindarannsóknir til þess að lyfta grettistaki í þekkingarsköpun og þar með forvörnum á þessu sviði. Við þurfum að skilja betur hvernig koma má í veg fyrir áföll eins og ofbeldi og hvernig við komum í veg fyrir að þolendur áfalla missi heilsuna í kjölfar þeirra. Við þurfum sterka vísindalega þekkingu til að breyta heiminum. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands sem hefur það að markmiði að bæta verulega þekkingu á þessu sviði. Nú á vormánuðum hefur staðið yfir þjóðarátak þar sem öllum konum, 18 ára og eldri, stendur til boða að taka þátt í rannsókninni með því að svara spurningalista á netinu. Þúsundir kvenna hafa nú þegar lagt okkur lið með þátttöku sinni og þannig lagt mikilvægt lóð á vogaskálarnar að bættri þekkingu fyrir komandi kynslóðir. Skráning í rannsóknina stendur enn yfir og við hvetjum allar konur, óháð fyrri sögu um áföll, að kynna sér málið á www.afallasaga.is eða staldra við upplýsingaefni og upplýsingabása okkar á Kvennahlaupsdaginn. Með samstilltu átaki getum við konur breytt heiminum – gleðilegt Kvennahlaup!Höfundar eru prófessorar við læknadeild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Á laugardaginn sameinast þúsundir kvenna um allt land og hlaupa sér til ánægju og heilsuauka í Kvennahlaupi ÍSÍ. Það er einstök gleði og bjartsýni sem fylgir því þegar kynslóðir kvenna – ömmur, mæður, dætur, systur, frænkur og vinkonur – sameinast á þessum skemmtilega degi. Vísindarannsóknir síðustu áratuga hafa einmitt sýnt að hreyfing er ein grunnstoð heilsu og vellíðunar. Uppgötvanir í heilbrigðisvísindum skapa forsendur fyrir því að við getum bætt og lengt líf fólks. Meirihluta síðustu aldar var slagsíða í inntaki vísindarannsókna á karlbundna þætti heilsufars. Sú staðreynd leiddi til dæmis til þess að kvenbundin einkenni og áhættuþættir hjartasjúkdóma voru illa skilgreindir og það sama gildir enn um fjölmarga sjúkdóma sem fremur hrjá konur. Það má einnig vera ljóst, ekki síst með tilkomu #metoo byltingar síðasta árs, að skuggahliðar tilveru kvenna eru kynbundið ofbeldi og önnur áföll sem þær upplifa, oft snemma á lífsleiðinni.Unnur Anna ValdimarsdóttirAlþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst því yfir að sennilega verði þriðjungur kvenna fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi á lífsleiðinni. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi gefa til kynna að þetta sé einnig raunveruleikinn á Íslandi. Þá eru ótalin önnur áföll á borð við ástvinamissi, erfiða fæðingarreynslu, náttúruhamfarir, einelti, og skilnaði. Þó rannsóknir séu tiltölulega skammt á veg komnar eru sterkar vísbendingar um að ofbeldi og önnur áföll geti haft veruleg áhrif á bæði sálræna og líkamlega heilsu kvenna. En betur má ef duga skal. Við þurfum vísindarannsóknir til þess að lyfta grettistaki í þekkingarsköpun og þar með forvörnum á þessu sviði. Við þurfum að skilja betur hvernig koma má í veg fyrir áföll eins og ofbeldi og hvernig við komum í veg fyrir að þolendur áfalla missi heilsuna í kjölfar þeirra. Við þurfum sterka vísindalega þekkingu til að breyta heiminum. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands sem hefur það að markmiði að bæta verulega þekkingu á þessu sviði. Nú á vormánuðum hefur staðið yfir þjóðarátak þar sem öllum konum, 18 ára og eldri, stendur til boða að taka þátt í rannsókninni með því að svara spurningalista á netinu. Þúsundir kvenna hafa nú þegar lagt okkur lið með þátttöku sinni og þannig lagt mikilvægt lóð á vogaskálarnar að bættri þekkingu fyrir komandi kynslóðir. Skráning í rannsóknina stendur enn yfir og við hvetjum allar konur, óháð fyrri sögu um áföll, að kynna sér málið á www.afallasaga.is eða staldra við upplýsingaefni og upplýsingabása okkar á Kvennahlaupsdaginn. Með samstilltu átaki getum við konur breytt heiminum – gleðilegt Kvennahlaup!Höfundar eru prófessorar við læknadeild Háskóla Íslands
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar