Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2018 23:15 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir á hinn bóginn að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. Ólík sjónarmið um virkjunina norður á Ströndum mátti heyra í frétt Stöðvar 2. Vegurinn norður í Árneshrepp er holóttur malarvegur og þar er enginn snjómokstur stóran hluta vetrar sem þýðir að íbúarnir lokast inni vikum saman. Bændur knýja rekaviðarsagir með dísilvélum en bættar samgöngur, ljósleiðari og þriggja fasa rafmagn eru meðal þeirra umbóta sem ráðamenn hreppsins segja fylgja Hvalárvirkjun.Jarðstreng frá Hvalárvirkjun gæti fylgt nýr vegslóði yfir Ófeigsfjarðarheiði milli Ísafjarðardjúps og Árneshrepps sem skapar nýjan Vestfjarðahring um Strandir og Inndjúp.Grafík/Hlynur Magnússon.Þannig varð lélegt rafmagn til þess að þriggja milljóna króna varmadæla eyðilagðist í Djúpuvík, að sögn oddvitans og hótelstjórans Evu Sigurbjörnsdóttur. Dælan hafi ekki þolað tíðar straumbreytingar. „Til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerist, hvað eftir annað, að það eyðileggist hjá manni tæki, þá þurfum við betra rafmagn. Og við munum jafnframt fá betri samgöngur. Það vantar orku inn á alla Vestfirði þannig að við teljum að þetta sé okkur öllum til góða á Vestfjörðum, ekki bara hér. Nú svo er þetta náttúrlega langvistvænasta orka sem hægt er að fá, - í veröldinni,“ segir Eva.Stöðvarhús Hvalárvirkjunar verður neðanjarðar. Inn á þessa mynd er búið að teikna aðkomubyggingu stöðvarhússins til hægri og fyrirhugaðan veg upp á heiðina.Mynd/Vesturverk.Kosningaúrslitin í Árneshreppi gátu vart orðið skýrari. Fylgismenn Hvalárvirkjunar fengu öll fimm hreppsnefndarsætin, andstæðingar ekkert. Þeir halda samt baráttunni áfram og vekja athygli á náttúru svæðisins með myndum af fossum sem skerðast. „Það eru fleiri og fleiri að vakna til vitundar um hvursu mikið hervirki gegn náttúru Íslands þessi áform eru,“ segir Hrafn Jökulsson, rithöfundur í Norðurfirði. „Já, já, það eru margir sem segja það. En það eru líka mjög margir sem segja að þetta sé lítið spor í vistkerfi heimsins og ég er þeirrar skoðunar,“ segir Eva.Hrafn Jökulsson, rithöfundur í Árneshreppi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún segir virkjunarmannvirkin verða neðanjarðar. Á Ófeigsfjarðarheiði verða þó fimm stíflur sem mynda þrjú miðlunarlón. 30 milljóna króna árleg fasteignagjöld af Hvalárvirkjun þýddi um 50 prósenta tekjuaukningu hreppsins. Það eru yfir tvær milljónir króna á hvert heimili í sveitinni. Þá sjá fylgismenn virkjunar tækifæri felast í bættum vegi um Ingólfsfjörð og Ófeigsfjörð og ekki síst vegslóða sem fylgdi jarðstreng yfir Ófeigsfjarðarheiði sem myndi opna hringleið um Djúp á sumrin.Frá Ingólfsfirði. Búið er að teikna fyrirhugaðan veg frá Eyrarhálsi niður að Eyri inn á myndina.Mynd/Vesturverk.„Ég held að þetta sé ekki lausnin, hvorki á byggðavandanum á Ströndum og þaðan af síður fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum. Ég held að þeir einu sem hagnist að lokum séu erlendir auðkýfingar. Og við eigum ekki að gefa þeim Ófeigsfjörð og eftirláta þeim hinar fallegu Strandir,“ segir Hrafn. „Það eru til fallegar virkjanir á Íslandi. Og þessi verður sko örugglega ekkert verri heldur en hinar,“ segir Eva. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Segir Tómas gera lítið úr mikilvægi Hvalárvirkjunar fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, segir að það sem vaki fyrir fyrirtækinu með Hvalárvirkjun sé að koma á virkjun innan Vestfjarða sem geti verið liður í því að tryggja aukið raforkuöryggi í fjórðungnum. 22. maí 2018 16:00 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir á hinn bóginn að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. Ólík sjónarmið um virkjunina norður á Ströndum mátti heyra í frétt Stöðvar 2. Vegurinn norður í Árneshrepp er holóttur malarvegur og þar er enginn snjómokstur stóran hluta vetrar sem þýðir að íbúarnir lokast inni vikum saman. Bændur knýja rekaviðarsagir með dísilvélum en bættar samgöngur, ljósleiðari og þriggja fasa rafmagn eru meðal þeirra umbóta sem ráðamenn hreppsins segja fylgja Hvalárvirkjun.Jarðstreng frá Hvalárvirkjun gæti fylgt nýr vegslóði yfir Ófeigsfjarðarheiði milli Ísafjarðardjúps og Árneshrepps sem skapar nýjan Vestfjarðahring um Strandir og Inndjúp.Grafík/Hlynur Magnússon.Þannig varð lélegt rafmagn til þess að þriggja milljóna króna varmadæla eyðilagðist í Djúpuvík, að sögn oddvitans og hótelstjórans Evu Sigurbjörnsdóttur. Dælan hafi ekki þolað tíðar straumbreytingar. „Til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerist, hvað eftir annað, að það eyðileggist hjá manni tæki, þá þurfum við betra rafmagn. Og við munum jafnframt fá betri samgöngur. Það vantar orku inn á alla Vestfirði þannig að við teljum að þetta sé okkur öllum til góða á Vestfjörðum, ekki bara hér. Nú svo er þetta náttúrlega langvistvænasta orka sem hægt er að fá, - í veröldinni,“ segir Eva.Stöðvarhús Hvalárvirkjunar verður neðanjarðar. Inn á þessa mynd er búið að teikna aðkomubyggingu stöðvarhússins til hægri og fyrirhugaðan veg upp á heiðina.Mynd/Vesturverk.Kosningaúrslitin í Árneshreppi gátu vart orðið skýrari. Fylgismenn Hvalárvirkjunar fengu öll fimm hreppsnefndarsætin, andstæðingar ekkert. Þeir halda samt baráttunni áfram og vekja athygli á náttúru svæðisins með myndum af fossum sem skerðast. „Það eru fleiri og fleiri að vakna til vitundar um hvursu mikið hervirki gegn náttúru Íslands þessi áform eru,“ segir Hrafn Jökulsson, rithöfundur í Norðurfirði. „Já, já, það eru margir sem segja það. En það eru líka mjög margir sem segja að þetta sé lítið spor í vistkerfi heimsins og ég er þeirrar skoðunar,“ segir Eva.Hrafn Jökulsson, rithöfundur í Árneshreppi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún segir virkjunarmannvirkin verða neðanjarðar. Á Ófeigsfjarðarheiði verða þó fimm stíflur sem mynda þrjú miðlunarlón. 30 milljóna króna árleg fasteignagjöld af Hvalárvirkjun þýddi um 50 prósenta tekjuaukningu hreppsins. Það eru yfir tvær milljónir króna á hvert heimili í sveitinni. Þá sjá fylgismenn virkjunar tækifæri felast í bættum vegi um Ingólfsfjörð og Ófeigsfjörð og ekki síst vegslóða sem fylgdi jarðstreng yfir Ófeigsfjarðarheiði sem myndi opna hringleið um Djúp á sumrin.Frá Ingólfsfirði. Búið er að teikna fyrirhugaðan veg frá Eyrarhálsi niður að Eyri inn á myndina.Mynd/Vesturverk.„Ég held að þetta sé ekki lausnin, hvorki á byggðavandanum á Ströndum og þaðan af síður fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum. Ég held að þeir einu sem hagnist að lokum séu erlendir auðkýfingar. Og við eigum ekki að gefa þeim Ófeigsfjörð og eftirláta þeim hinar fallegu Strandir,“ segir Hrafn. „Það eru til fallegar virkjanir á Íslandi. Og þessi verður sko örugglega ekkert verri heldur en hinar,“ segir Eva. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Segir Tómas gera lítið úr mikilvægi Hvalárvirkjunar fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, segir að það sem vaki fyrir fyrirtækinu með Hvalárvirkjun sé að koma á virkjun innan Vestfjarða sem geti verið liður í því að tryggja aukið raforkuöryggi í fjórðungnum. 22. maí 2018 16:00 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Segir Tómas gera lítið úr mikilvægi Hvalárvirkjunar fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, segir að það sem vaki fyrir fyrirtækinu með Hvalárvirkjun sé að koma á virkjun innan Vestfjarða sem geti verið liður í því að tryggja aukið raforkuöryggi í fjórðungnum. 22. maí 2018 16:00
Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23
Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30
Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15