Áætlunarflugi til Sauðárkróks hætt Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2018 19:45 Flugvél Ernis á Alexandersflugvelli í Skagafirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áætlunarflugi til Sauðárkróks hefur verið hætt. Forstjóri Flugfélagsins Ernis segir þó mögulegt að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Skagfirðingar segjast eiga eitt besta flugvallarstæði landsins, og það vakti mikla ánægju þeirra þegar áætlunarflug hófst að nýju til Alexandersflugvallar í vetur með fjórum ferðum í viku. „Það er bara æðislegt að sjá upplifun allra. Þegar ljósin kvikna á vellinum og vélin kemur inn og fólk heyrir í vélinni,” sagði Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki, í viðtali fyrr í vor og bætti við. „En það má nota þetta meira. Þetta er ekki alveg að fara nógu vel af stað. En eitthvað þó,“ sagði Freyja Rós.Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugið hófst 1. desember og leit Flugfélagið Ernir á það sem sex mánaða tilraun, sem nú hefur verið hætt. „Það er ekki verið að greiða neitt með þessu. Við tókum þetta á okkar ábyrgð að gera þessa tilraun,” segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis. „Því miður höfðum við ekki möguleika á að halda uppi þeim ferðafjölda sem þarf til að svona áætlun gangi,” segir Hörður. Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þurft hefði að fljúga sex til sjö sinnum í viku að minnsta kosti, segir Hörður. Hann hafi bara haft vél og mannskap til að fljúga þrjá daga vikunnar, þar af tvær ferðir einn daginn, en það hafi ekki dugað til að ná upp farþegafjölda. „Því miður hefur þetta ekki skilað þeim árangri sem við væntum. En það má vera að við reynum að taka þetta aftur upp næsta haust, ef aðstæður breytast.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Áætlunarflugi til Sauðárkróks hefur verið hætt. Forstjóri Flugfélagsins Ernis segir þó mögulegt að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Skagfirðingar segjast eiga eitt besta flugvallarstæði landsins, og það vakti mikla ánægju þeirra þegar áætlunarflug hófst að nýju til Alexandersflugvallar í vetur með fjórum ferðum í viku. „Það er bara æðislegt að sjá upplifun allra. Þegar ljósin kvikna á vellinum og vélin kemur inn og fólk heyrir í vélinni,” sagði Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki, í viðtali fyrr í vor og bætti við. „En það má nota þetta meira. Þetta er ekki alveg að fara nógu vel af stað. En eitthvað þó,“ sagði Freyja Rós.Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugið hófst 1. desember og leit Flugfélagið Ernir á það sem sex mánaða tilraun, sem nú hefur verið hætt. „Það er ekki verið að greiða neitt með þessu. Við tókum þetta á okkar ábyrgð að gera þessa tilraun,” segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis. „Því miður höfðum við ekki möguleika á að halda uppi þeim ferðafjölda sem þarf til að svona áætlun gangi,” segir Hörður. Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þurft hefði að fljúga sex til sjö sinnum í viku að minnsta kosti, segir Hörður. Hann hafi bara haft vél og mannskap til að fljúga þrjá daga vikunnar, þar af tvær ferðir einn daginn, en það hafi ekki dugað til að ná upp farþegafjölda. „Því miður hefur þetta ekki skilað þeim árangri sem við væntum. En það má vera að við reynum að taka þetta aftur upp næsta haust, ef aðstæður breytast.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00
Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00