Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2018 18:29 Roseanne Barr. Vísir/Getty Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. Þetta sagði hún í tísti sem hún eyddi svo í kjölfarið. Forsvarsmenn franska fyrirtækisins Sanofi sendu í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem þeir sögðu að rasismi væri ekki fylgikvilli lyfja fyrirtækisins. „Fólk af öllum kynþáttum, trúarbrögðum og þjóðernum vinna hjá Sanofi á hverjum degi við það að bæta líf fólks um allan heim. Þó öllum lyfjum fylgi einhverjir fylgikvillar, er ekki vitað til þess að rasismi sé fylgikvilli lyfja Sanofi,“ var skrifað á Twittersíðu fyrirtækisins í Bandaríkjunum.People of all races, religions and nationalities work at Sanofi every day to improve the lives of people around the world. While all pharmaceutical treatments have side effects, racism is not a known side effect of any Sanofi medication. — Sanofi US (@SanofiUS) May 30, 2018 Barr tísti um að Valerie Jarrett, sem er svört, væri barn Bræðralags múslima, egypsk flokks íslamista, og kvikmyndanna um Apaplánetuna. Hún hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á lélegum brandara. Hún tísti einnig um að auðkýfingurinn George Soros hefði unnið með nasistum þegar hann var barn.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tístBarr tísti aftur í dag og sagðist hún ekki vera rasisti. Hún hefði aldrei verið rasisti og myndi aldrei verða rasisti. „Einn heimskulegur brandari innan ævistarfs þar sem ég hef barist fyrir réttindum allra minnihlutahópa, gegn sjónvarpsstöðvum og kvikmyndaverum, hefur kostað mig taugakerfið/fjölskyldu/auð verður aldrei tekið af mér.“Barr hefur beðist afsökunar og sagt að um misheppnaðan brandara hafi verið að ræða. Hún hefur hins vegar varið deginum í að endurtísta hinar ýmsu færslur þar sem fólk kemur henni til varnar og styður við hina röngu samsæriskenningu að Soros hafi starfað með Nasistum. Þá hefur hún einnig endurtíst færslum um að fólk eigi að sniðganga ABC. Bíó og sjónvarp Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. Þetta sagði hún í tísti sem hún eyddi svo í kjölfarið. Forsvarsmenn franska fyrirtækisins Sanofi sendu í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem þeir sögðu að rasismi væri ekki fylgikvilli lyfja fyrirtækisins. „Fólk af öllum kynþáttum, trúarbrögðum og þjóðernum vinna hjá Sanofi á hverjum degi við það að bæta líf fólks um allan heim. Þó öllum lyfjum fylgi einhverjir fylgikvillar, er ekki vitað til þess að rasismi sé fylgikvilli lyfja Sanofi,“ var skrifað á Twittersíðu fyrirtækisins í Bandaríkjunum.People of all races, religions and nationalities work at Sanofi every day to improve the lives of people around the world. While all pharmaceutical treatments have side effects, racism is not a known side effect of any Sanofi medication. — Sanofi US (@SanofiUS) May 30, 2018 Barr tísti um að Valerie Jarrett, sem er svört, væri barn Bræðralags múslima, egypsk flokks íslamista, og kvikmyndanna um Apaplánetuna. Hún hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á lélegum brandara. Hún tísti einnig um að auðkýfingurinn George Soros hefði unnið með nasistum þegar hann var barn.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tístBarr tísti aftur í dag og sagðist hún ekki vera rasisti. Hún hefði aldrei verið rasisti og myndi aldrei verða rasisti. „Einn heimskulegur brandari innan ævistarfs þar sem ég hef barist fyrir réttindum allra minnihlutahópa, gegn sjónvarpsstöðvum og kvikmyndaverum, hefur kostað mig taugakerfið/fjölskyldu/auð verður aldrei tekið af mér.“Barr hefur beðist afsökunar og sagt að um misheppnaðan brandara hafi verið að ræða. Hún hefur hins vegar varið deginum í að endurtísta hinar ýmsu færslur þar sem fólk kemur henni til varnar og styður við hina röngu samsæriskenningu að Soros hafi starfað með Nasistum. Þá hefur hún einnig endurtíst færslum um að fólk eigi að sniðganga ABC.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“