Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2018 18:29 Roseanne Barr. Vísir/Getty Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. Þetta sagði hún í tísti sem hún eyddi svo í kjölfarið. Forsvarsmenn franska fyrirtækisins Sanofi sendu í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem þeir sögðu að rasismi væri ekki fylgikvilli lyfja fyrirtækisins. „Fólk af öllum kynþáttum, trúarbrögðum og þjóðernum vinna hjá Sanofi á hverjum degi við það að bæta líf fólks um allan heim. Þó öllum lyfjum fylgi einhverjir fylgikvillar, er ekki vitað til þess að rasismi sé fylgikvilli lyfja Sanofi,“ var skrifað á Twittersíðu fyrirtækisins í Bandaríkjunum.People of all races, religions and nationalities work at Sanofi every day to improve the lives of people around the world. While all pharmaceutical treatments have side effects, racism is not a known side effect of any Sanofi medication. — Sanofi US (@SanofiUS) May 30, 2018 Barr tísti um að Valerie Jarrett, sem er svört, væri barn Bræðralags múslima, egypsk flokks íslamista, og kvikmyndanna um Apaplánetuna. Hún hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á lélegum brandara. Hún tísti einnig um að auðkýfingurinn George Soros hefði unnið með nasistum þegar hann var barn.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tístBarr tísti aftur í dag og sagðist hún ekki vera rasisti. Hún hefði aldrei verið rasisti og myndi aldrei verða rasisti. „Einn heimskulegur brandari innan ævistarfs þar sem ég hef barist fyrir réttindum allra minnihlutahópa, gegn sjónvarpsstöðvum og kvikmyndaverum, hefur kostað mig taugakerfið/fjölskyldu/auð verður aldrei tekið af mér.“Barr hefur beðist afsökunar og sagt að um misheppnaðan brandara hafi verið að ræða. Hún hefur hins vegar varið deginum í að endurtísta hinar ýmsu færslur þar sem fólk kemur henni til varnar og styður við hina röngu samsæriskenningu að Soros hafi starfað með Nasistum. Þá hefur hún einnig endurtíst færslum um að fólk eigi að sniðganga ABC. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. Þetta sagði hún í tísti sem hún eyddi svo í kjölfarið. Forsvarsmenn franska fyrirtækisins Sanofi sendu í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem þeir sögðu að rasismi væri ekki fylgikvilli lyfja fyrirtækisins. „Fólk af öllum kynþáttum, trúarbrögðum og þjóðernum vinna hjá Sanofi á hverjum degi við það að bæta líf fólks um allan heim. Þó öllum lyfjum fylgi einhverjir fylgikvillar, er ekki vitað til þess að rasismi sé fylgikvilli lyfja Sanofi,“ var skrifað á Twittersíðu fyrirtækisins í Bandaríkjunum.People of all races, religions and nationalities work at Sanofi every day to improve the lives of people around the world. While all pharmaceutical treatments have side effects, racism is not a known side effect of any Sanofi medication. — Sanofi US (@SanofiUS) May 30, 2018 Barr tísti um að Valerie Jarrett, sem er svört, væri barn Bræðralags múslima, egypsk flokks íslamista, og kvikmyndanna um Apaplánetuna. Hún hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á lélegum brandara. Hún tísti einnig um að auðkýfingurinn George Soros hefði unnið með nasistum þegar hann var barn.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tístBarr tísti aftur í dag og sagðist hún ekki vera rasisti. Hún hefði aldrei verið rasisti og myndi aldrei verða rasisti. „Einn heimskulegur brandari innan ævistarfs þar sem ég hef barist fyrir réttindum allra minnihlutahópa, gegn sjónvarpsstöðvum og kvikmyndaverum, hefur kostað mig taugakerfið/fjölskyldu/auð verður aldrei tekið af mér.“Barr hefur beðist afsökunar og sagt að um misheppnaðan brandara hafi verið að ræða. Hún hefur hins vegar varið deginum í að endurtísta hinar ýmsu færslur þar sem fólk kemur henni til varnar og styður við hina röngu samsæriskenningu að Soros hafi starfað með Nasistum. Þá hefur hún einnig endurtíst færslum um að fólk eigi að sniðganga ABC.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira