Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2018 17:48 Sessions (í bakgrunni) var einn nánasti bandamaður Trump þar til hann ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni. Nú talast þeir varla við utan ríkisstjórnarfunda. Vísir/Getty Eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni svonefndur í fyrra reyndi Donald Trump forseti að fá hann til að hætta við að stíga til hliðar í málinu. Sérstaki rannsakandinn sem stýrir Rússarannsókninni er sagður rannsaka þrýstingin sem Trump beytti Sessions. Það var í byrjun mars í fyrra sem Sessions lýsti því yfir að hann ætlaði að fara að eindregnum ráðum lögfræðinga ráðuneytisins og stíga til hliðar í málum sem tengdust rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016. Ástæðan var sú að hann starfaði fyrir framboð Trump. Trump brást ókvæða við ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar. Samband þeirra, sem hafði verið náið frá því að Sessions var einn fyrsti þingmaður repúblikana til að styðja framboð Trump, kulnaði verulega og hefur ekki verið samt síðan. Forsetinn hefur ítrekað ráðist harkalega að Sessions opinberlega og í einrúmi og reynt að fá hann til að segja af sér. Aðstoðarmenn hans segja að reiði hans vegna ákvörðun Sessions hafi kraumað í marga mánuði. Trump hafi lýst því yfir að hann þyrfi ráðherra sem væri honum hollur umfram allt til að hafa umsjón með Rússarannsókninni. Síðast í dag endurtók Trump fyrri yfirlýsingar sínar um að hann sæi eftir að hafa skipað Sessions dómsmálaráðherra. Eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí í fyrra og sagði ástæðuna hafa verið Rússarannsóknin var það Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda til að stýra Rússarannsókninni. Trump hefur einnig ítrekað gagnrýnt og ráðist að Rosenstein síðan.Óvenjuleg og mögulega óviðeigandi krafaNew York Times greinir nú frá því að Sessions hafi farið að hitta Trump í Mar-a-Lago, klúbbi forsetans á Flórída, nokkrum dögum eftir að hann dró sig í hlé í mars í fyrra til að reyna að bæta úr vanköntum á umdeildu ferðabanni Trump á nokkur múslimalönd. Trump hafði þá hunsað Sessions í tvo daga. Forsetinn vildi hins vegar ekki ræða ferðabannið við Sessions heldur ákvörðun hans um að stíga til hliðar í málum sem tengdust Rússarannsókninni. Krafðist hann þess að ráðherran drægi ákvörðunina til baka. Sessions hafnaði þeirri kröfu. Krafan er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn, rannsakar nú þessi samskipti Trump og Sessions en einnig árásir forsetans á ráðherra sinn á bak við luktar dyr. Saksóknarar Mueller eru sagðir hafa spurt fyrrverandi og núverandi starfsmenn Hvíta hússins út í meðferð Trump á Sessions og hvert þeir teldur að forsetinn hafi reynt að leggja stein í götu Rússarannsóknarinnar með því að setja þrýsting á hann. Sessions gæti verið lykilvitni í þeim hluta rannsóknar Mueller sem beinist að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar og þar með réttvísinnar. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segist ekki hafa rætt ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar frá rannsókninni við forsetann. Hann telur hins vegar að beiðni um að Sessions tæki aftur við umsjón Rússarannsóknarinnar væri innan valdsviðs forsetans. „Að hætta við að draga sig í hlé þýðir ekki „grafðu rannsóknina“. Það segir í raun: taktu ábyrgð á henni og meðhöndlaðu hana rétt,“ sagði Giuliani við bandaríska blaðið. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans. 20. apríl 2018 23:11 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni svonefndur í fyrra reyndi Donald Trump forseti að fá hann til að hætta við að stíga til hliðar í málinu. Sérstaki rannsakandinn sem stýrir Rússarannsókninni er sagður rannsaka þrýstingin sem Trump beytti Sessions. Það var í byrjun mars í fyrra sem Sessions lýsti því yfir að hann ætlaði að fara að eindregnum ráðum lögfræðinga ráðuneytisins og stíga til hliðar í málum sem tengdust rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016. Ástæðan var sú að hann starfaði fyrir framboð Trump. Trump brást ókvæða við ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar. Samband þeirra, sem hafði verið náið frá því að Sessions var einn fyrsti þingmaður repúblikana til að styðja framboð Trump, kulnaði verulega og hefur ekki verið samt síðan. Forsetinn hefur ítrekað ráðist harkalega að Sessions opinberlega og í einrúmi og reynt að fá hann til að segja af sér. Aðstoðarmenn hans segja að reiði hans vegna ákvörðun Sessions hafi kraumað í marga mánuði. Trump hafi lýst því yfir að hann þyrfi ráðherra sem væri honum hollur umfram allt til að hafa umsjón með Rússarannsókninni. Síðast í dag endurtók Trump fyrri yfirlýsingar sínar um að hann sæi eftir að hafa skipað Sessions dómsmálaráðherra. Eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí í fyrra og sagði ástæðuna hafa verið Rússarannsóknin var það Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda til að stýra Rússarannsókninni. Trump hefur einnig ítrekað gagnrýnt og ráðist að Rosenstein síðan.Óvenjuleg og mögulega óviðeigandi krafaNew York Times greinir nú frá því að Sessions hafi farið að hitta Trump í Mar-a-Lago, klúbbi forsetans á Flórída, nokkrum dögum eftir að hann dró sig í hlé í mars í fyrra til að reyna að bæta úr vanköntum á umdeildu ferðabanni Trump á nokkur múslimalönd. Trump hafði þá hunsað Sessions í tvo daga. Forsetinn vildi hins vegar ekki ræða ferðabannið við Sessions heldur ákvörðun hans um að stíga til hliðar í málum sem tengdust Rússarannsókninni. Krafðist hann þess að ráðherran drægi ákvörðunina til baka. Sessions hafnaði þeirri kröfu. Krafan er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn, rannsakar nú þessi samskipti Trump og Sessions en einnig árásir forsetans á ráðherra sinn á bak við luktar dyr. Saksóknarar Mueller eru sagðir hafa spurt fyrrverandi og núverandi starfsmenn Hvíta hússins út í meðferð Trump á Sessions og hvert þeir teldur að forsetinn hafi reynt að leggja stein í götu Rússarannsóknarinnar með því að setja þrýsting á hann. Sessions gæti verið lykilvitni í þeim hluta rannsóknar Mueller sem beinist að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar og þar með réttvísinnar. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segist ekki hafa rætt ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar frá rannsókninni við forsetann. Hann telur hins vegar að beiðni um að Sessions tæki aftur við umsjón Rússarannsóknarinnar væri innan valdsviðs forsetans. „Að hætta við að draga sig í hlé þýðir ekki „grafðu rannsóknina“. Það segir í raun: taktu ábyrgð á henni og meðhöndlaðu hana rétt,“ sagði Giuliani við bandaríska blaðið.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans. 20. apríl 2018 23:11 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12
Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans. 20. apríl 2018 23:11
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45