Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2018 17:27 Sanna birtir allegórískan pistil sem svar við gagnrýni á að Sósíalistaflokkurinn ætli ekki að taka þátt í neinum meirihlutaviðræðum eftir borgarstjórnarkosningar.l visir/vilhelm „Ég sé að ég geti gert meira út á akrinum með kúgaða fólkinu en með því að horfa á það út um glugga á húsi hvíta mannsins. Mig langar að nota þau völd og áhrif sem þið gáfuð mér með því að vinna með ykkur út á akrinum, syngja söngvana með ykkur og skipuleggja hvernig við getum hrakið þrælahaldarann út úr húsinu, burt úr lífi okkar.“Svo segir í nýjum pistli sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, birti nú fyrir nokkrum mínútum, á vef Sósíalistaflokksins.Umdeild og óvænt ákvörðun Eftir fund í gærkvöldi gaf Sanna, oddviti flokksins í Reykjavík, það út að hún myndi ekki taka þátt í neinum meirihlutaviðræðum. Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkurinn megi heita einn sigurvegarinn í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum en þau náðu inn manni í borgarstjórn. Þetta kom mörgum á óvart og hefur víða verið gagnrýnt harðlega á samfélagsmiðlum. Pistill Sönnu skáldlegur, allegóría, og augljós viðbrögð við þeim röddum sem telja til lítils að bjóða sig fram án þess að sækjast eftir því að vera í stjórn. En, í pistlinum leggur Sanna út af réttindabaráttu plantekruþræla; segir að þar hafi verið tvær tegundir: Húsþrælar og svo þeir sem voru á akrinum. Húsþrælar höfðu það að sönnu betra en þeir „sungu ekki. Aldrei hef ég vitað til þess að neinn sálmur hafi verið saminn af húsþræl. Húsþrælarnir reyndu að tala og hegða sér eins og húsbændurnir,“ skrifar Sanna.Vill heldur vera á akrinum en vera húsþræll Undir lok pistilsins segist hún hlakka til að vinna að uppbyggingu öflugrar fjöldahreyfingar hinna valdalausu: „Til að sinna því mun ég dvelja í baráttu ykkar hvar sem hún er háð. Þaðan mun ég sækja erindi ykkar og gera það erindi að mínu inn í borgarstjórn. Með því að hafna dýnunni í kjallaranum í hvíta húsinu er ég ekki að hafna völdum. Með því að hafna dýnunni er ég tryggja að ég geti sótt mér vald og afl í baráttu ykkar. Það er bara ein leið til valdaleysis fyrir okkur þrælana á akrinum, það er að yfirgefa hópinn og gerast húsþræll.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Fyrrverandi þingmaður líkir málfutningi Sönnu við þann sem Trump nýtti til að komast til valda Hann talaði á mannamáli og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð, segir þingmaðurinn fyrrverandi. 30. maí 2018 16:56 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
„Ég sé að ég geti gert meira út á akrinum með kúgaða fólkinu en með því að horfa á það út um glugga á húsi hvíta mannsins. Mig langar að nota þau völd og áhrif sem þið gáfuð mér með því að vinna með ykkur út á akrinum, syngja söngvana með ykkur og skipuleggja hvernig við getum hrakið þrælahaldarann út úr húsinu, burt úr lífi okkar.“Svo segir í nýjum pistli sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, birti nú fyrir nokkrum mínútum, á vef Sósíalistaflokksins.Umdeild og óvænt ákvörðun Eftir fund í gærkvöldi gaf Sanna, oddviti flokksins í Reykjavík, það út að hún myndi ekki taka þátt í neinum meirihlutaviðræðum. Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkurinn megi heita einn sigurvegarinn í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum en þau náðu inn manni í borgarstjórn. Þetta kom mörgum á óvart og hefur víða verið gagnrýnt harðlega á samfélagsmiðlum. Pistill Sönnu skáldlegur, allegóría, og augljós viðbrögð við þeim röddum sem telja til lítils að bjóða sig fram án þess að sækjast eftir því að vera í stjórn. En, í pistlinum leggur Sanna út af réttindabaráttu plantekruþræla; segir að þar hafi verið tvær tegundir: Húsþrælar og svo þeir sem voru á akrinum. Húsþrælar höfðu það að sönnu betra en þeir „sungu ekki. Aldrei hef ég vitað til þess að neinn sálmur hafi verið saminn af húsþræl. Húsþrælarnir reyndu að tala og hegða sér eins og húsbændurnir,“ skrifar Sanna.Vill heldur vera á akrinum en vera húsþræll Undir lok pistilsins segist hún hlakka til að vinna að uppbyggingu öflugrar fjöldahreyfingar hinna valdalausu: „Til að sinna því mun ég dvelja í baráttu ykkar hvar sem hún er háð. Þaðan mun ég sækja erindi ykkar og gera það erindi að mínu inn í borgarstjórn. Með því að hafna dýnunni í kjallaranum í hvíta húsinu er ég ekki að hafna völdum. Með því að hafna dýnunni er ég tryggja að ég geti sótt mér vald og afl í baráttu ykkar. Það er bara ein leið til valdaleysis fyrir okkur þrælana á akrinum, það er að yfirgefa hópinn og gerast húsþræll.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Fyrrverandi þingmaður líkir málfutningi Sönnu við þann sem Trump nýtti til að komast til valda Hann talaði á mannamáli og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð, segir þingmaðurinn fyrrverandi. 30. maí 2018 16:56 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26
Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01
Fyrrverandi þingmaður líkir málfutningi Sönnu við þann sem Trump nýtti til að komast til valda Hann talaði á mannamáli og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð, segir þingmaðurinn fyrrverandi. 30. maí 2018 16:56
„Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59