Skoða möguleika á að koma gröfu upp að Steini til að bjarga helsta kennileiti Esjunnar Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2018 16:15 Steininn í hlíðum Esjunnar hefur sigið mikið undanfarin ár og hafa fjallagarpar fylgst með halla hans undanfarið. Erla Kristín Birgisdóttir „Hann er farinn að halla dálítið,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um Steininn í hlíð Esjunnar sem er farinn að halla talsvert. Hefur hallinn aukist svo mikið undanfarin ár að fjallagarpar eru farnir að hafa áhyggjur af honum og fylgjast náið með hreyfingum steinsins. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um stígagerð í hlíðum Esjunnar en Helgi Gíslason segir steininn hafa sigið mikið undanfarin ár. Til stóð að vinna í stígum í Esjunni í maí mánuði en ekkert varð að því sökum bleytu. Helgi á von á því að Skógræktarfélagið verði með menn í stígagerð ofarlega í Esjunni um mitt sumar í júlí.Einu sinni var merkið á Steininum beint, en svo er ekki lengur sökum þess hvað hann hefur sigið mikið.Erla Kristín Birgisdóttir.„Og þá myndum við nú freistast til að líta á það ef við teldum okkur komast skammlaust upp með gröfu sem verður notuð þarna í fjallinu,“ segir Helgi. Ef hægt verður að koma gröfunni upp að Steini verður gerð tilraun til að styrkja hann til að varna því að hann fari niður hlíðina. „Auðvitað viljum við ekki missa þetta kennileiti. Þetta er eitt helsta kennileitið á svæðinu og metnaður mjög margra að komast upp að Steini,“ segir Helgi.Ríkisútvarpið sagði frá því fyrr í mánuðinum að Steininn hefði sigið talsvert og tók fram að nokkur ár væru liðin síðan fór að bera á halla steinsins í Esju. Helgi segir engar sérstakar mælingar hafa verið gerðar á steininum undanfarin ár og því ómögulegt að segja hvað hann hefur sigið mikið lengi. „Og til dæmis eins og þessi vetur var, þar sem fraus og þiðnaði látlaust á víxl, þá virkar það eins og tjakkur undir steininum,“ segir Helgi. Hann segist vonast til að verða með öfluga Strandamenn í hleðslum í efstu hlutum stígsins upp í sumar. Mun vinnan fara fram tiltölulega stutt fyrir neðan steininn og verður kannaður sá möguleiki hvort hægt sé að koma lítill gröfu upp að Steini. Helgi tekur þó fram að Esjan sé náttúruperla og ekki standi til að skemma hana með því að setja spor í hlíðar hennar eftir gröfuna til að bjarga steininum. Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efsta á Langahrygg. Esjan Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Hann er farinn að halla dálítið,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um Steininn í hlíð Esjunnar sem er farinn að halla talsvert. Hefur hallinn aukist svo mikið undanfarin ár að fjallagarpar eru farnir að hafa áhyggjur af honum og fylgjast náið með hreyfingum steinsins. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um stígagerð í hlíðum Esjunnar en Helgi Gíslason segir steininn hafa sigið mikið undanfarin ár. Til stóð að vinna í stígum í Esjunni í maí mánuði en ekkert varð að því sökum bleytu. Helgi á von á því að Skógræktarfélagið verði með menn í stígagerð ofarlega í Esjunni um mitt sumar í júlí.Einu sinni var merkið á Steininum beint, en svo er ekki lengur sökum þess hvað hann hefur sigið mikið.Erla Kristín Birgisdóttir.„Og þá myndum við nú freistast til að líta á það ef við teldum okkur komast skammlaust upp með gröfu sem verður notuð þarna í fjallinu,“ segir Helgi. Ef hægt verður að koma gröfunni upp að Steini verður gerð tilraun til að styrkja hann til að varna því að hann fari niður hlíðina. „Auðvitað viljum við ekki missa þetta kennileiti. Þetta er eitt helsta kennileitið á svæðinu og metnaður mjög margra að komast upp að Steini,“ segir Helgi.Ríkisútvarpið sagði frá því fyrr í mánuðinum að Steininn hefði sigið talsvert og tók fram að nokkur ár væru liðin síðan fór að bera á halla steinsins í Esju. Helgi segir engar sérstakar mælingar hafa verið gerðar á steininum undanfarin ár og því ómögulegt að segja hvað hann hefur sigið mikið lengi. „Og til dæmis eins og þessi vetur var, þar sem fraus og þiðnaði látlaust á víxl, þá virkar það eins og tjakkur undir steininum,“ segir Helgi. Hann segist vonast til að verða með öfluga Strandamenn í hleðslum í efstu hlutum stígsins upp í sumar. Mun vinnan fara fram tiltölulega stutt fyrir neðan steininn og verður kannaður sá möguleiki hvort hægt sé að koma lítill gröfu upp að Steini. Helgi tekur þó fram að Esjan sé náttúruperla og ekki standi til að skemma hana með því að setja spor í hlíðar hennar eftir gröfuna til að bjarga steininum. Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efsta á Langahrygg.
Esjan Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira