Aron Einar hefur verið í meðferð í Katar til að flýta endurhæfingu sinni eftir að hafa meiðst í leik með Cardiff City á dögunum.
Margir fengu sjokk þegar fréttist af meiðslum landsliðsfyrirliðans en það var létt yfir kappanum þegar hann mætti á svæðið í dag.
Það var líka að sjá á hinum strákunum í liðinu að þeir voru ánægðir að sjá fyrirliðann sinn á svæðinu.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á æfingunni í Laugardalnum í dag og tók þessar flottu myndir hér fyrir neðan.







