Erlent

Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Carlo Cottarelli ræðir við fjölmiðla eftir fundinn í dag.
Carlo Cottarelli ræðir við fjölmiðla eftir fundinn í dag. vísir/ap
Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu.

Carlo Cottarelli, sem tilnefndur hefur verið forsætsráðherra af Sergio Mattarella, forseta landsins, hitti forsetann í morgun til þess að ræða stöðuna og þann möguleika að mynda ríkisstjórn skipaða sérfræðingum. Cottarelli sagði hins vegar eftir fundinn með forsetanum að nýir möguleikar væru í stöðunni til að mynda pólitíska ríkisstjórn. 

Greint var frá því á sunnudag að Guiseppe Conte, forsætisráðherraefni ítalskra popúlista, hefði sagt af sér eftir að Mattarella hafanaði því að staðfesta fjármálaráðherra í ríkisstjórn.

Þá var búist við því að boðað yrði til nýrra kosninga í haust en fjölmiðlar greina nú frá því að kosningar gætu farið fram strax í júlí.

Þingkosningar fóru fram á Ítalíu í mars síðastliðnum. Popúlistaflokkurinn Fimm stjörnu hreyfingin og öfgahægriflokkurinn Bandalagið, sem báðir hafa efasemdir um Evrópusambandið, reyndu að mynda ríkisstjórn. Þær tilraunir fóru hins vegar út um þúfur eftir að forsetinn hafnaði tilnefningu á Paolo Savan í embætti fjármálaráðherra.

Óttast er að sú óvissa sem uppi er í ítölskum stjórnmálum leiði til nýrrar fjármálakreppu í landinu en Ítalía er fjórða stærsta hagkerfið Evrópusambandsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×