Aldrei meiri hætta á flutningi fyrirtækja úr landi Konráð S. Guðjónsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Ekki örvænta – stærstu útflutningsfyrirtæki landsins voru ekki að tilkynna um flutning úr landi. Enda hefur íslenskt efnahagslíf að sumu leyti sjaldan staðið betur, skuldsetning lítil, atvinnuleysi lítið og undirstöður samfélagsins traustar. Vandamál Íslands þessa dagana eru þar að auki sum hver lúxusvandamál, eins og hvað eigi að gera við lífeyriskerfi sem syndir í seðlum, að stærsta atvinnugreinin er ekki lengur veldisvaxandi og að það sé frekar skortur á starfsfólki en störfum. Hinar alltof oft séðu blikur sjást þó á lofti þessa dagana (eða kannski alltof oft umtöluðu?). Ein af þeim blikum er að flutningur starfsemi fyrirtækja úr landi virðist vera ógn við hagkerfið. Í nýrri samkeppnishæfniúttekt IMD viðskiptaháskólans eru stjórnendur spurðir hvort flutningur framleiðslu, rannsókna og þróunar auk þjónustu sé beinlínis ógn við hagkerfið. Í gegnum tíðina hefur Ísland yfirleitt komið ágætlega út í þeim samanburði og á árunum fyrir hrun, þegar krónan var hvað sterkust, þótti flutningur framangreindrar starfsemi lítil ógn. Síðustu misseri hefur kveðið við annan tón – innan við 10 lönd af 63 í úttekt IMD koma verr út en Ísland, sem aldrei hefur komið jafn illa út og nú.Ógn við lífskjör almennings Út frá þessu er hægt að álykta að minnsta kosti með tvennum hætti. Annars vegar að samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja sé í hættu. Hins vegar að hér sé óþarfa svartsýnisraus í stjórnendum sem óttast þróunina í breyttu hagkerfi. Samkeppnishæfni Íslands fer vissulega dvínandi og í áðurnefndri úttekt IMD viðskiptaháskólans fellur Ísland um fjögur sæti niður í 24. sæti. Þar að auki eykst bilið milli Íslands og hinna Norðurlandanna, sem öll eru ofar á listanum. Við sjáum líka að álit stjórnenda á þáttum samkeppnishæfninnar hefur almennt séð lítið batnað frá 2010, þrátt fyrir gjörbreytta og betri stöðu hagkerfisins. Það virðist því sem sannleikurinn sé, eins og svo oft í lífinu, einhvers staðar á milli. Þar af leiðandi þurfum við að taka því alvarlega að samkeppnishæfni fari dvínandi og að stjórnendur meti hættuna af flutningi fyrirtækja meiri en áður. Eru þeir að horfa út frá sínum eigin hagsmunum? Örugglega að einhverju leyti. Það breytir ekki því að hagsmunir fyrirtækja fara saman við hagsæld Íslands í heild. Hagsmunir okkar allra eru að Ísland sé samkeppnishæft fyrir ýmsa atvinnustarfsemi og fjölbreytt fyrirtæki. Ekki bara vegna beinharðra peninga heldur þekkist varla að ríki búi við hæstu félagslegar framfarir og góð almenn lífsgæði á sama tíma og samkeppnishæfni er léleg. Fylgni þýðir ekki það sama og orsakasamhengi en vísbendingarnar um að samkeppnishæfni bæti lífskjör að öðru óbreyttu eru þó yfirgnæfandi. Tilraunastarfsemi til að storka því er mesta áhættuatriði sem hægt er að framkvæma gagnvart lífskjörum Íslendinga. Sígandi lukka er best Framangreint bendir eindregið til þess að sækja þarf fram og bæta samkeppnishæfni landsins. Kjarninn í því er að byggja upp hugvitsdrifinn útflutning til framtíðar og breikka þannig stoðir verðmætasköpunar. Aðgengi að fjármagni skiptir þar máli og kemur fram sem veikleiki í fjölda þátta samkeppnishæfni, til dæmis aðgengi fyrirtækja að áhættufjármagni, sem er forsenda nýsköpunar. Mannauður er enn mikilvægari og leita þarf leiða til að laða að þá erlendu sérfræðiþekkingu sem íslenskan örvinnumarkað skortir. Við þurfum líka að verja árangur yfirstandandi áratugar – þá staðreynd að tímakaup í framleiðsluiðnaði er það fimmta hæsta í úttekt IMD og atvinnuleysi það fimmta minnsta. Til þess þarf að stíga nokkuð varlega til jarðar á næstu misserum.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Sjá meira
Ekki örvænta – stærstu útflutningsfyrirtæki landsins voru ekki að tilkynna um flutning úr landi. Enda hefur íslenskt efnahagslíf að sumu leyti sjaldan staðið betur, skuldsetning lítil, atvinnuleysi lítið og undirstöður samfélagsins traustar. Vandamál Íslands þessa dagana eru þar að auki sum hver lúxusvandamál, eins og hvað eigi að gera við lífeyriskerfi sem syndir í seðlum, að stærsta atvinnugreinin er ekki lengur veldisvaxandi og að það sé frekar skortur á starfsfólki en störfum. Hinar alltof oft séðu blikur sjást þó á lofti þessa dagana (eða kannski alltof oft umtöluðu?). Ein af þeim blikum er að flutningur starfsemi fyrirtækja úr landi virðist vera ógn við hagkerfið. Í nýrri samkeppnishæfniúttekt IMD viðskiptaháskólans eru stjórnendur spurðir hvort flutningur framleiðslu, rannsókna og þróunar auk þjónustu sé beinlínis ógn við hagkerfið. Í gegnum tíðina hefur Ísland yfirleitt komið ágætlega út í þeim samanburði og á árunum fyrir hrun, þegar krónan var hvað sterkust, þótti flutningur framangreindrar starfsemi lítil ógn. Síðustu misseri hefur kveðið við annan tón – innan við 10 lönd af 63 í úttekt IMD koma verr út en Ísland, sem aldrei hefur komið jafn illa út og nú.Ógn við lífskjör almennings Út frá þessu er hægt að álykta að minnsta kosti með tvennum hætti. Annars vegar að samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja sé í hættu. Hins vegar að hér sé óþarfa svartsýnisraus í stjórnendum sem óttast þróunina í breyttu hagkerfi. Samkeppnishæfni Íslands fer vissulega dvínandi og í áðurnefndri úttekt IMD viðskiptaháskólans fellur Ísland um fjögur sæti niður í 24. sæti. Þar að auki eykst bilið milli Íslands og hinna Norðurlandanna, sem öll eru ofar á listanum. Við sjáum líka að álit stjórnenda á þáttum samkeppnishæfninnar hefur almennt séð lítið batnað frá 2010, þrátt fyrir gjörbreytta og betri stöðu hagkerfisins. Það virðist því sem sannleikurinn sé, eins og svo oft í lífinu, einhvers staðar á milli. Þar af leiðandi þurfum við að taka því alvarlega að samkeppnishæfni fari dvínandi og að stjórnendur meti hættuna af flutningi fyrirtækja meiri en áður. Eru þeir að horfa út frá sínum eigin hagsmunum? Örugglega að einhverju leyti. Það breytir ekki því að hagsmunir fyrirtækja fara saman við hagsæld Íslands í heild. Hagsmunir okkar allra eru að Ísland sé samkeppnishæft fyrir ýmsa atvinnustarfsemi og fjölbreytt fyrirtæki. Ekki bara vegna beinharðra peninga heldur þekkist varla að ríki búi við hæstu félagslegar framfarir og góð almenn lífsgæði á sama tíma og samkeppnishæfni er léleg. Fylgni þýðir ekki það sama og orsakasamhengi en vísbendingarnar um að samkeppnishæfni bæti lífskjör að öðru óbreyttu eru þó yfirgnæfandi. Tilraunastarfsemi til að storka því er mesta áhættuatriði sem hægt er að framkvæma gagnvart lífskjörum Íslendinga. Sígandi lukka er best Framangreint bendir eindregið til þess að sækja þarf fram og bæta samkeppnishæfni landsins. Kjarninn í því er að byggja upp hugvitsdrifinn útflutning til framtíðar og breikka þannig stoðir verðmætasköpunar. Aðgengi að fjármagni skiptir þar máli og kemur fram sem veikleiki í fjölda þátta samkeppnishæfni, til dæmis aðgengi fyrirtækja að áhættufjármagni, sem er forsenda nýsköpunar. Mannauður er enn mikilvægari og leita þarf leiða til að laða að þá erlendu sérfræðiþekkingu sem íslenskan örvinnumarkað skortir. Við þurfum líka að verja árangur yfirstandandi áratugar – þá staðreynd að tímakaup í framleiðsluiðnaði er það fimmta hæsta í úttekt IMD og atvinnuleysi það fimmta minnsta. Til þess þarf að stíga nokkuð varlega til jarðar á næstu misserum.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun