„Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2018 17:30 Mótmæli voru haldin um helgina vegna málsins. Vísir/VIlhelm „Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna,“ er fyrirsögn á frétt BBC sem birt er á forsíðu Evrópuhluta fréttasíðu breska ríkisútvarpsins í dag. Er þar fjallað um viðbrögð Íslendinga við Klaustursupptökunum svokölluðu þar þar má heyra illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Í frétt BBC er málið reifað og hermt að Íslendingar séu sérstaklega hneykslaðir á því að hæðst hafi verið að Freyju Haraldsdóttur. Í frétt BBC er vitnað í fréttir um að einn þeirra sem sat að sumbli á Klaustri hafi hermt eftir sel er verið var að ræða Freyju. Þá er einnig sagt frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, haldi því fram að selahljóðið megi rekja til þess að stóll hafi verið færður.Sjá einnig:Reyndist ómögulegt að framkalla selahljóð með stólunum á Klaustri Er málið einnig sett í samhengi við Panama-skjölin og rifjað upp að Sigmundur Davíð hafi flækst í umfjöllun sem unnin var upp úr skjölunum og neyðst til þess að segja af sér í kjölfarið.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er ein af þeim sem var uppnefnd í samræðum þingmannanna á Klaustri.Vísir/VilhelmEr einnig fjallað um afsökunarbeiðni þeirra fjögurra þingmanna Miðflokksins sem tóku þátt í spjallinu en auk Sigmundar Davíðs sátu Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttur á Klaustri.„Við munum læra af þessu,“ vitnar BBC í afsökunarbeiðnina. Þá er einnig sagt frá því að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Eggertsson, sem voru með fjórmenningunum á Klaustri umrætt kvöld, hafi verið reknir úr Flokki fólksins vegna málsins.Í fréttinni er einnig rætt við Bryndísi Snæbjörnsdóttur, formann Þroskahjálpar, sem segir að samstarfsmenn hennar, sem og Íslendingar sem glími við við einhvers konar fötlun, séu í áfalli vegna orða þingmannanna.„Þetta er hatursorðræða. Það var hræðilegt að hlusta á þingmenninna herma eftir dýrahljóðum til þes að gera grín að fatlaðri konu sem er mikil baráttukona fyrir réttindum fatlaðra,“ segir Bryndís í samtali við BBC. Segir hún að málið sé ófyrirgefanlegt og að þingmennirnir sex ættu allir að segja af sér.Frétt BBC má lesa hér. Bretland Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 „Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Þingforseti bað þjóðina afsökunar vegna óviðeigandi ummæla nokkurra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins við upphaf þingfundar í dag. 3. desember 2018 15:47 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
„Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna,“ er fyrirsögn á frétt BBC sem birt er á forsíðu Evrópuhluta fréttasíðu breska ríkisútvarpsins í dag. Er þar fjallað um viðbrögð Íslendinga við Klaustursupptökunum svokölluðu þar þar má heyra illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Í frétt BBC er málið reifað og hermt að Íslendingar séu sérstaklega hneykslaðir á því að hæðst hafi verið að Freyju Haraldsdóttur. Í frétt BBC er vitnað í fréttir um að einn þeirra sem sat að sumbli á Klaustri hafi hermt eftir sel er verið var að ræða Freyju. Þá er einnig sagt frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, haldi því fram að selahljóðið megi rekja til þess að stóll hafi verið færður.Sjá einnig:Reyndist ómögulegt að framkalla selahljóð með stólunum á Klaustri Er málið einnig sett í samhengi við Panama-skjölin og rifjað upp að Sigmundur Davíð hafi flækst í umfjöllun sem unnin var upp úr skjölunum og neyðst til þess að segja af sér í kjölfarið.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er ein af þeim sem var uppnefnd í samræðum þingmannanna á Klaustri.Vísir/VilhelmEr einnig fjallað um afsökunarbeiðni þeirra fjögurra þingmanna Miðflokksins sem tóku þátt í spjallinu en auk Sigmundar Davíðs sátu Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttur á Klaustri.„Við munum læra af þessu,“ vitnar BBC í afsökunarbeiðnina. Þá er einnig sagt frá því að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Eggertsson, sem voru með fjórmenningunum á Klaustri umrætt kvöld, hafi verið reknir úr Flokki fólksins vegna málsins.Í fréttinni er einnig rætt við Bryndísi Snæbjörnsdóttur, formann Þroskahjálpar, sem segir að samstarfsmenn hennar, sem og Íslendingar sem glími við við einhvers konar fötlun, séu í áfalli vegna orða þingmannanna.„Þetta er hatursorðræða. Það var hræðilegt að hlusta á þingmenninna herma eftir dýrahljóðum til þes að gera grín að fatlaðri konu sem er mikil baráttukona fyrir réttindum fatlaðra,“ segir Bryndís í samtali við BBC. Segir hún að málið sé ófyrirgefanlegt og að þingmennirnir sex ættu allir að segja af sér.Frétt BBC má lesa hér.
Bretland Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 „Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Þingforseti bað þjóðina afsökunar vegna óviðeigandi ummæla nokkurra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins við upphaf þingfundar í dag. 3. desember 2018 15:47 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02
„Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Þingforseti bað þjóðina afsökunar vegna óviðeigandi ummæla nokkurra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins við upphaf þingfundar í dag. 3. desember 2018 15:47
Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09