Með draumblik í augum þegar þeir rifja upp tímann í Sigöldu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2018 16:15 Davíð Jóhannesson byrjaði á hjólaskóflu í Sigöldu fyrir 43 árum, og vann einnig á samskonar tæki í Búrfellsvirkjun 2 í sumar. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn sem hófu sinn virkjanaferil í Sigöldu fyrir rúmlega fjörutíu árum voru í hópi þeirra sem unnu við smíði nýjustu stöðvarinnar á Þjórsársvæði, Búrfellsvirkjunar 2. Vegna lagsins fræga „Heim í Búðardal“ skipar Sigalda sérstakan sess í hugum margra þegar Engilbert Jensen söng með Ðe lónlí blú bojs: „Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Lagið samdi Gunnar Þórðarson en textann Þorsteinn Eggertsson. Það má enn sjá draumblik í augum þeirra sem unnu sem ungir menn í Sigöldu þegar sá tími er rifjaður upp. „Ó, já. Meyjarnar mig völdu, sögðu þeir,“ segir Davíð Jóhannesson. „En það var ekki ég,“ tekur hann fram og hlær. Davíð byrjaði í Sigöldu fyrir 43 árum sem hjólaskóflumaður og hefur síðan komið að öllum stórvirkjunum, síðast Búrfelli 2.Guðmundur Ingólfsson vélfræðingur byrjaði í Sigöldu. Hann segir Búrfell 2 verða sína síðustu virkjun.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur Ingólfsson, vélfræðingur hjá Stálafli Orkuiðnaði, hóf einnig virkjanaferilinn í Sigöldu og hefur sömuleiðis komið að flestum virkjunum síðan. Guðmundur segir að mjög sérstakt hafi verið að vinna í Sigöldu þegar lagið sló í gegn árið 1975 og þeir Davíð segja að starfsmennirnir hafi mikið sótt á sveitaböll á þeim tíma, meðal annars á Hvol. „Því nú grætt ég hef meira en mér finnst nóg,“ segir einnig í textanum en sögur fóru af óvenju háum launum við Sigöldu. „Það er alveg rétt. Þetta var alveg svakalega vel borgað. Menn höfðu aldrei kynnst öðru eins,“ segir Davíð. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.30 í kvöld verður fjallað um Þjórsársvæðið þar sem starfsmenn rifja meðal annars upp Sigöldutímann. Um land allt Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Starfsmenn sem hófu sinn virkjanaferil í Sigöldu fyrir rúmlega fjörutíu árum voru í hópi þeirra sem unnu við smíði nýjustu stöðvarinnar á Þjórsársvæði, Búrfellsvirkjunar 2. Vegna lagsins fræga „Heim í Búðardal“ skipar Sigalda sérstakan sess í hugum margra þegar Engilbert Jensen söng með Ðe lónlí blú bojs: „Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Lagið samdi Gunnar Þórðarson en textann Þorsteinn Eggertsson. Það má enn sjá draumblik í augum þeirra sem unnu sem ungir menn í Sigöldu þegar sá tími er rifjaður upp. „Ó, já. Meyjarnar mig völdu, sögðu þeir,“ segir Davíð Jóhannesson. „En það var ekki ég,“ tekur hann fram og hlær. Davíð byrjaði í Sigöldu fyrir 43 árum sem hjólaskóflumaður og hefur síðan komið að öllum stórvirkjunum, síðast Búrfelli 2.Guðmundur Ingólfsson vélfræðingur byrjaði í Sigöldu. Hann segir Búrfell 2 verða sína síðustu virkjun.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur Ingólfsson, vélfræðingur hjá Stálafli Orkuiðnaði, hóf einnig virkjanaferilinn í Sigöldu og hefur sömuleiðis komið að flestum virkjunum síðan. Guðmundur segir að mjög sérstakt hafi verið að vinna í Sigöldu þegar lagið sló í gegn árið 1975 og þeir Davíð segja að starfsmennirnir hafi mikið sótt á sveitaböll á þeim tíma, meðal annars á Hvol. „Því nú grætt ég hef meira en mér finnst nóg,“ segir einnig í textanum en sögur fóru af óvenju háum launum við Sigöldu. „Það er alveg rétt. Þetta var alveg svakalega vel borgað. Menn höfðu aldrei kynnst öðru eins,“ segir Davíð. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.30 í kvöld verður fjallað um Þjórsársvæðið þar sem starfsmenn rifja meðal annars upp Sigöldutímann.
Um land allt Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira