Með draumblik í augum þegar þeir rifja upp tímann í Sigöldu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2018 16:15 Davíð Jóhannesson byrjaði á hjólaskóflu í Sigöldu fyrir 43 árum, og vann einnig á samskonar tæki í Búrfellsvirkjun 2 í sumar. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn sem hófu sinn virkjanaferil í Sigöldu fyrir rúmlega fjörutíu árum voru í hópi þeirra sem unnu við smíði nýjustu stöðvarinnar á Þjórsársvæði, Búrfellsvirkjunar 2. Vegna lagsins fræga „Heim í Búðardal“ skipar Sigalda sérstakan sess í hugum margra þegar Engilbert Jensen söng með Ðe lónlí blú bojs: „Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Lagið samdi Gunnar Þórðarson en textann Þorsteinn Eggertsson. Það má enn sjá draumblik í augum þeirra sem unnu sem ungir menn í Sigöldu þegar sá tími er rifjaður upp. „Ó, já. Meyjarnar mig völdu, sögðu þeir,“ segir Davíð Jóhannesson. „En það var ekki ég,“ tekur hann fram og hlær. Davíð byrjaði í Sigöldu fyrir 43 árum sem hjólaskóflumaður og hefur síðan komið að öllum stórvirkjunum, síðast Búrfelli 2.Guðmundur Ingólfsson vélfræðingur byrjaði í Sigöldu. Hann segir Búrfell 2 verða sína síðustu virkjun.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur Ingólfsson, vélfræðingur hjá Stálafli Orkuiðnaði, hóf einnig virkjanaferilinn í Sigöldu og hefur sömuleiðis komið að flestum virkjunum síðan. Guðmundur segir að mjög sérstakt hafi verið að vinna í Sigöldu þegar lagið sló í gegn árið 1975 og þeir Davíð segja að starfsmennirnir hafi mikið sótt á sveitaböll á þeim tíma, meðal annars á Hvol. „Því nú grætt ég hef meira en mér finnst nóg,“ segir einnig í textanum en sögur fóru af óvenju háum launum við Sigöldu. „Það er alveg rétt. Þetta var alveg svakalega vel borgað. Menn höfðu aldrei kynnst öðru eins,“ segir Davíð. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.30 í kvöld verður fjallað um Þjórsársvæðið þar sem starfsmenn rifja meðal annars upp Sigöldutímann. Um land allt Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Starfsmenn sem hófu sinn virkjanaferil í Sigöldu fyrir rúmlega fjörutíu árum voru í hópi þeirra sem unnu við smíði nýjustu stöðvarinnar á Þjórsársvæði, Búrfellsvirkjunar 2. Vegna lagsins fræga „Heim í Búðardal“ skipar Sigalda sérstakan sess í hugum margra þegar Engilbert Jensen söng með Ðe lónlí blú bojs: „Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Lagið samdi Gunnar Þórðarson en textann Þorsteinn Eggertsson. Það má enn sjá draumblik í augum þeirra sem unnu sem ungir menn í Sigöldu þegar sá tími er rifjaður upp. „Ó, já. Meyjarnar mig völdu, sögðu þeir,“ segir Davíð Jóhannesson. „En það var ekki ég,“ tekur hann fram og hlær. Davíð byrjaði í Sigöldu fyrir 43 árum sem hjólaskóflumaður og hefur síðan komið að öllum stórvirkjunum, síðast Búrfelli 2.Guðmundur Ingólfsson vélfræðingur byrjaði í Sigöldu. Hann segir Búrfell 2 verða sína síðustu virkjun.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur Ingólfsson, vélfræðingur hjá Stálafli Orkuiðnaði, hóf einnig virkjanaferilinn í Sigöldu og hefur sömuleiðis komið að flestum virkjunum síðan. Guðmundur segir að mjög sérstakt hafi verið að vinna í Sigöldu þegar lagið sló í gegn árið 1975 og þeir Davíð segja að starfsmennirnir hafi mikið sótt á sveitaböll á þeim tíma, meðal annars á Hvol. „Því nú grætt ég hef meira en mér finnst nóg,“ segir einnig í textanum en sögur fóru af óvenju háum launum við Sigöldu. „Það er alveg rétt. Þetta var alveg svakalega vel borgað. Menn höfðu aldrei kynnst öðru eins,“ segir Davíð. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.30 í kvöld verður fjallað um Þjórsársvæðið þar sem starfsmenn rifja meðal annars upp Sigöldutímann.
Um land allt Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira