Skrýtnast hvernig jörðin hélt bara áfram að snúast Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2018 15:30 Aron Már Ólafsson kallar sig AronMola á samfélagsmiðlum. Hann opnar sig í þættinum Íslandi í dag í kvöld. „Daginn eftir þá heldur allt umhverfið í kringum þig áfram að gera nákvæmlega það sama og í gær. Jörðin heldur áfram að snúast og það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. Maður upplifir eins og allir ættu bara að koma að hlúa að manni eða gráta með þér, en það er bara ekki þannig.“ Þetta segir samfélagsmiðlastjarnan og leikarinn Aron Már Ólafsson, en rúm sjö ár eru nú liðin síðan hann missti fimm ára gamla systur sína, Evu Lynn, í slysi við sumarbústað á Suðurlandi. Hann segir að maður jafni sig aldrei almennilega á slíku áfalli, en læri frekar að lifa með því. Hann barðist lengi við tilfinningar sínar eftir áfallið, byrgði þær inni, notaði áfengi og vímuefni til að sefa sársaukann og á hann leituðu sjálfsskaðandi hugsanir.Sjá einnig: Lést af slysförum við HelluEkki hægt að „halda í sér skítnum“ Það liðu meira en tvö ár þar til Aron ákvað að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi, eitthvað sem hann hafði lengi haft litla trú á. Aftur á móti hafi það gjörbreytt allri sinni líðan að tala upphátt um tilfinningarnar. Þannig sé jafn mikilvægt að rækta andlegu hliðina eins og að sinna líkamlegum kvillum. „Þetta er ekkert annað en bara grunntilfinningar. Grunntilfinningar eru bara nákvæmlega að það sama og grunnþarfir. Ef þú ætlar bara að halda í þér skítnum í þrjá, fjóra mánuði og segja engum frá því, bara sleppa því að kúka, þá vil ég ekki ímynda mér hvað gerist. Það er bara beint upp á slysó og það þarf að þræða eitthvað, þú verður bara fárveikur.“Réðust á garðinn þar sem hann er lægstur Þessu vilja Aron og unnustan hans Hildur Skúladóttir, sem nýlega eignuðust fyrsta barn, koma til skila í nýrri barnabók um björninn Tilfinninga-Blæ. Bókina gefa þau út ásamt félaga sínum Orra Gunnlaugssyni, en saman mynda þau góðgerðasamtökin Allir gráta – sem láta allan ágóða af starfsemi sinni renna í verkefni til að bæta tilfinningavitund og líðan ungs fólks. Bókinni er ætlað að ná til tveggja til átta ára gamalla barna, en Aron segir aldrei of seint að byrja að ræða þessi mál við börn - og hefði sjálfur viljað fá slíka fræðslu miklu fyrr. „Við vildum bara ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Aron. Rætt verður við Aron Má og litið í heimsókn til ungu fjölskyldunnar á Hringbraut í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Ísland í dag Mest lesið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Sjá meira
„Daginn eftir þá heldur allt umhverfið í kringum þig áfram að gera nákvæmlega það sama og í gær. Jörðin heldur áfram að snúast og það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. Maður upplifir eins og allir ættu bara að koma að hlúa að manni eða gráta með þér, en það er bara ekki þannig.“ Þetta segir samfélagsmiðlastjarnan og leikarinn Aron Már Ólafsson, en rúm sjö ár eru nú liðin síðan hann missti fimm ára gamla systur sína, Evu Lynn, í slysi við sumarbústað á Suðurlandi. Hann segir að maður jafni sig aldrei almennilega á slíku áfalli, en læri frekar að lifa með því. Hann barðist lengi við tilfinningar sínar eftir áfallið, byrgði þær inni, notaði áfengi og vímuefni til að sefa sársaukann og á hann leituðu sjálfsskaðandi hugsanir.Sjá einnig: Lést af slysförum við HelluEkki hægt að „halda í sér skítnum“ Það liðu meira en tvö ár þar til Aron ákvað að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi, eitthvað sem hann hafði lengi haft litla trú á. Aftur á móti hafi það gjörbreytt allri sinni líðan að tala upphátt um tilfinningarnar. Þannig sé jafn mikilvægt að rækta andlegu hliðina eins og að sinna líkamlegum kvillum. „Þetta er ekkert annað en bara grunntilfinningar. Grunntilfinningar eru bara nákvæmlega að það sama og grunnþarfir. Ef þú ætlar bara að halda í þér skítnum í þrjá, fjóra mánuði og segja engum frá því, bara sleppa því að kúka, þá vil ég ekki ímynda mér hvað gerist. Það er bara beint upp á slysó og það þarf að þræða eitthvað, þú verður bara fárveikur.“Réðust á garðinn þar sem hann er lægstur Þessu vilja Aron og unnustan hans Hildur Skúladóttir, sem nýlega eignuðust fyrsta barn, koma til skila í nýrri barnabók um björninn Tilfinninga-Blæ. Bókina gefa þau út ásamt félaga sínum Orra Gunnlaugssyni, en saman mynda þau góðgerðasamtökin Allir gráta – sem láta allan ágóða af starfsemi sinni renna í verkefni til að bæta tilfinningavitund og líðan ungs fólks. Bókinni er ætlað að ná til tveggja til átta ára gamalla barna, en Aron segir aldrei of seint að byrja að ræða þessi mál við börn - og hefði sjálfur viljað fá slíka fræðslu miklu fyrr. „Við vildum bara ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Aron. Rætt verður við Aron Má og litið í heimsókn til ungu fjölskyldunnar á Hringbraut í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Ísland í dag Mest lesið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Sjá meira