Fjögur gull í Liechtenstein og tveggja áratuga gamalt Íslandsmet slegið Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júní 2018 17:41 Kolbeinn Höður nældi í tvö gull. vísir/daníel Íslenska frjálsíþróttafólkið okkar nældi sér í fjögur gull á Smáþjóðameistaramótinu í frjálsum íþróttum en keppt var í Liechtenstein í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson nældi ser í gull í 200 metra hlaupi en hann kom fyrstur í mark á 20,98 sekúndum. Hann var þrettán sekúndubrotum á ndan Paisios Dimitradis frá Kýpur. Ívar Kristinn Jasonarson nældi sér einnig í gull en það var í 400 metra hlaupi. Hann hljóp á 47,76 sekúndum. Næstur kom Vincent Karger frá Lúxemborg á 48,01. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til silfurverðlauna í 200 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á 23,61 sekúndu. Guðbjörg vann ekki bara silfur heldur bætti hún einnig 21 árs gamalt Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur. Guðrún hljóp á 23,81 í Óðinsvé sumarið 1997 en nú bætir Guðbjörg Jóna metið. Guðbjörg er sautján ára gömul og tími hennar er sá besti í Evrópu, í átján ára og yngri, á þessu ári. Magnaður árangur. Guðni Valur Guðnason kastaði lengst í kringlukasti en hann kastaði 60,25 metra. Hann kastaði nokkur lengra en næsti maður, Rafail Antoniou, sem kastaði 58,99 metra. Íslenska sveitin í boðhlaupi kom fyrst í mark en í íslenska hópnum hlupu þeir Kristinn Torfason, Ari Bragi, Kolbeinn Höður og Ívar Kristinn. Þeir komu í mark á 1:52,71 sekúndum en í öðru sæti var Moldóva á 1:53,63. Í 100 metra spretthlaupi kom Kolbeinn Höður sá þriðji í mark en hann hljóp á 10,79 sekúndum. Haldhafi Íslandsmetins, Ari Bragi Kárason, lenti í fimmta sætinu á 10,94 sekúndum. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir nældi sér í brons í hástökkvi kvenna. Hún stökk hæst 1,73 og var jöfn Despoina Charalambous frá Kýpur sem stökk jafn hátt. Thelma Lind Kristjánsdóttir nældi sér í silfur í kringlukasti er hún kastaði 52,80 metra. Gullið tók Dimitriana Surdu sem kastaði 53,13. Þórdís Eva Steinsdóttir, hlaupari úr FH, fékk brons í 400 metra hlaupi. Hún kom í mark á 56,49 sekúndum en gullið tók Kalliopi Kountouri frá Kýpur á 54,64 sekúndum. Íslenska sveitin í boðhlaupi kvenna nældi sér í silfur. Tíana Ósk, Þórdís Eva, Hrafnhild Hermóðsdóttir og Guðbjörg Bjarnadóttir hlupu fyrir Íslands hönd. Þær komu í mark á 2:11,36 en fremstar voru stelpurnar frá Kýpur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjá meira
Íslenska frjálsíþróttafólkið okkar nældi sér í fjögur gull á Smáþjóðameistaramótinu í frjálsum íþróttum en keppt var í Liechtenstein í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson nældi ser í gull í 200 metra hlaupi en hann kom fyrstur í mark á 20,98 sekúndum. Hann var þrettán sekúndubrotum á ndan Paisios Dimitradis frá Kýpur. Ívar Kristinn Jasonarson nældi sér einnig í gull en það var í 400 metra hlaupi. Hann hljóp á 47,76 sekúndum. Næstur kom Vincent Karger frá Lúxemborg á 48,01. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til silfurverðlauna í 200 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á 23,61 sekúndu. Guðbjörg vann ekki bara silfur heldur bætti hún einnig 21 árs gamalt Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur. Guðrún hljóp á 23,81 í Óðinsvé sumarið 1997 en nú bætir Guðbjörg Jóna metið. Guðbjörg er sautján ára gömul og tími hennar er sá besti í Evrópu, í átján ára og yngri, á þessu ári. Magnaður árangur. Guðni Valur Guðnason kastaði lengst í kringlukasti en hann kastaði 60,25 metra. Hann kastaði nokkur lengra en næsti maður, Rafail Antoniou, sem kastaði 58,99 metra. Íslenska sveitin í boðhlaupi kom fyrst í mark en í íslenska hópnum hlupu þeir Kristinn Torfason, Ari Bragi, Kolbeinn Höður og Ívar Kristinn. Þeir komu í mark á 1:52,71 sekúndum en í öðru sæti var Moldóva á 1:53,63. Í 100 metra spretthlaupi kom Kolbeinn Höður sá þriðji í mark en hann hljóp á 10,79 sekúndum. Haldhafi Íslandsmetins, Ari Bragi Kárason, lenti í fimmta sætinu á 10,94 sekúndum. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir nældi sér í brons í hástökkvi kvenna. Hún stökk hæst 1,73 og var jöfn Despoina Charalambous frá Kýpur sem stökk jafn hátt. Thelma Lind Kristjánsdóttir nældi sér í silfur í kringlukasti er hún kastaði 52,80 metra. Gullið tók Dimitriana Surdu sem kastaði 53,13. Þórdís Eva Steinsdóttir, hlaupari úr FH, fékk brons í 400 metra hlaupi. Hún kom í mark á 56,49 sekúndum en gullið tók Kalliopi Kountouri frá Kýpur á 54,64 sekúndum. Íslenska sveitin í boðhlaupi kvenna nældi sér í silfur. Tíana Ósk, Þórdís Eva, Hrafnhild Hermóðsdóttir og Guðbjörg Bjarnadóttir hlupu fyrir Íslands hönd. Þær komu í mark á 2:11,36 en fremstar voru stelpurnar frá Kýpur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjá meira