Þetta er pistill um fótbolta – eða hvað? Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. júní 2018 09:00 Mér er sagt að sjálfsvirðing samtímamannsins markist af fjölda Facebook „læka“ – því fleiri „læk“ því ánægðari er maður með sjálfan sig. Mér er einnig sagt að fótboltafréttir séu hvað mest lesnu fréttir á fréttasíðum. Í tilraun til að bæta sjálfsmat mitt í einn dag með lestri og lækum fylgir hér umfjöllun um fótbolta. Þótt við mér blasi fótboltavöllur út um eldhúsgluggann minn – leikvangur Arsenal í í Norður-London – veit ég ekkert um fótbolta. Ég á mér þó uppáhaldslið. Nákvæmlega öld áður en ég fæddist var fótboltaklúbburinn Ipswich stofnaður. Fæðingarár mitt vann Ipswich svo Enska bikarinn. Ég túlkaði þessar tilviljanir sem fyrirmæli örlaganna um að ég fylkti mér að baki liðinu. Gengi þess hefur þó verið misjafnt. Í dag er Ipswich dottið úr ensku úrvalsdeildinni og leikur í svokallaðri meistaradeild. En ég styð Ipswich enn; því í fótbolta stendur maður með sínum mönnum sama hvað.Strákarnir okkar Ég er ekki ein um að gera tilraun til að auka eigið virði með því að bendla mig við fótbolta nú þegar vika er þangað til „strákarnir okkar“ mæta Argentínu í fyrsta leik sínum á HM. Í eldhúsdagsumræðum sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að þingmenn gætu margt lært af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og ættu að gera hugsunarhátt þeirra að sínum. „Hver og einn þeirra vinnur að sameiginlegu markmiði og gerir sitt besta til að ná því,“ sagði Bjarkey.Hollusta kjósenda „Hvar stendur þú í pólitík?“ er spurning sem við Íslendingar spyrjum gjarnan hver annan. Spurningin er hins vegar tímaskekkja. Sögnin að standa felur í sér kyrrstöðu. Kyrrstaða fer minnkandi í íslenskum stjórnmálum. Fjórflokkurinn er ekki lengur einráður. Ný framboð hafa bæst í leikinn. Kjósendur skjótast liprir um víðan völl. Flokkarnir reiða sig þó enn í miklum mæli á hollustu kjósenda. Í helstu skoðanakönnunum fyrir þingkosningar árið 2017 sögðust að jafnaði 80% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og VG í kosningunum þar á undan ætla að kjósa sama flokk aftur. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum var að nokkru sama uppi á teningnum: 80% kjósenda Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hugðust halda tryggð við flokkinn sem þeir kusu síðast. Kjósendur eins flokks skáru sig hins vegar verulega úr.Húh! Fáum dylst dalandi gengi Vinstri grænna. Kjósendur flokksins virðast lítið skilja í vegferð hans eftir að hann tók sæti í ríkisstjórn. Nú síðast var hér á forsíðu Fréttablaðsins greint frá mikilli ólgu innan grasrótarinnar vegna hugmynda um lækkun veiðigjalds. „Ég vil fá atkvæðið mitt til baka,“ sagði einn kjósandi flokksins á samfélagsmiðlinum Twitter. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir talar fyrir því að þingmenn vinni að sameiginlegu markmiði og geri sitt besta til að ná því. Vel má vera að Vinstri græn geri sitt besta nú um stundir. Markmiðið sem VG vinnur að í ríkisstjórn virðist hins vegar allt annað en það sem flokkurinn segist standa fyrir. Í skoðanakönnunum í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga fór hlutfall kjósenda Vinstri grænna sem hugðust halda tryggð við flokkinn úr 80% í 50%. Það er því ekki að undra að þingmaður VG óski þess að stjórnmál væru meira eins og fótbolti; leikur þar sem maður stendur með sínum mönnum „sama hvað“. En tilraun þingmanns VG til að auka hróður síns liðs með því að nudda sér upp við fótboltahetjur er jafnmisheppnuð og þessi pistill er sem fótboltaumfjöllun. Þótt ég segi að þessi pistill sé um fótbolta þýðir það ekki að hann sé um fótbolta. Þótt Vinstri græn segist standa fyrir jöfnuð og sjálfbærni þýðir það ekki að þau geri það. Góður ásetningur er ekki nóg. Íslenska landsliðið hefði aldrei komist á HM á góðum ásetningi einum saman. Hugarfar, sama hversu jákvætt, uppbyggilegt og göfuglynt það kann að vera skiptir engu ef ekki er staðið við stóru orðin. Húh! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Mér er sagt að sjálfsvirðing samtímamannsins markist af fjölda Facebook „læka“ – því fleiri „læk“ því ánægðari er maður með sjálfan sig. Mér er einnig sagt að fótboltafréttir séu hvað mest lesnu fréttir á fréttasíðum. Í tilraun til að bæta sjálfsmat mitt í einn dag með lestri og lækum fylgir hér umfjöllun um fótbolta. Þótt við mér blasi fótboltavöllur út um eldhúsgluggann minn – leikvangur Arsenal í í Norður-London – veit ég ekkert um fótbolta. Ég á mér þó uppáhaldslið. Nákvæmlega öld áður en ég fæddist var fótboltaklúbburinn Ipswich stofnaður. Fæðingarár mitt vann Ipswich svo Enska bikarinn. Ég túlkaði þessar tilviljanir sem fyrirmæli örlaganna um að ég fylkti mér að baki liðinu. Gengi þess hefur þó verið misjafnt. Í dag er Ipswich dottið úr ensku úrvalsdeildinni og leikur í svokallaðri meistaradeild. En ég styð Ipswich enn; því í fótbolta stendur maður með sínum mönnum sama hvað.Strákarnir okkar Ég er ekki ein um að gera tilraun til að auka eigið virði með því að bendla mig við fótbolta nú þegar vika er þangað til „strákarnir okkar“ mæta Argentínu í fyrsta leik sínum á HM. Í eldhúsdagsumræðum sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að þingmenn gætu margt lært af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og ættu að gera hugsunarhátt þeirra að sínum. „Hver og einn þeirra vinnur að sameiginlegu markmiði og gerir sitt besta til að ná því,“ sagði Bjarkey.Hollusta kjósenda „Hvar stendur þú í pólitík?“ er spurning sem við Íslendingar spyrjum gjarnan hver annan. Spurningin er hins vegar tímaskekkja. Sögnin að standa felur í sér kyrrstöðu. Kyrrstaða fer minnkandi í íslenskum stjórnmálum. Fjórflokkurinn er ekki lengur einráður. Ný framboð hafa bæst í leikinn. Kjósendur skjótast liprir um víðan völl. Flokkarnir reiða sig þó enn í miklum mæli á hollustu kjósenda. Í helstu skoðanakönnunum fyrir þingkosningar árið 2017 sögðust að jafnaði 80% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og VG í kosningunum þar á undan ætla að kjósa sama flokk aftur. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum var að nokkru sama uppi á teningnum: 80% kjósenda Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hugðust halda tryggð við flokkinn sem þeir kusu síðast. Kjósendur eins flokks skáru sig hins vegar verulega úr.Húh! Fáum dylst dalandi gengi Vinstri grænna. Kjósendur flokksins virðast lítið skilja í vegferð hans eftir að hann tók sæti í ríkisstjórn. Nú síðast var hér á forsíðu Fréttablaðsins greint frá mikilli ólgu innan grasrótarinnar vegna hugmynda um lækkun veiðigjalds. „Ég vil fá atkvæðið mitt til baka,“ sagði einn kjósandi flokksins á samfélagsmiðlinum Twitter. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir talar fyrir því að þingmenn vinni að sameiginlegu markmiði og geri sitt besta til að ná því. Vel má vera að Vinstri græn geri sitt besta nú um stundir. Markmiðið sem VG vinnur að í ríkisstjórn virðist hins vegar allt annað en það sem flokkurinn segist standa fyrir. Í skoðanakönnunum í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga fór hlutfall kjósenda Vinstri grænna sem hugðust halda tryggð við flokkinn úr 80% í 50%. Það er því ekki að undra að þingmaður VG óski þess að stjórnmál væru meira eins og fótbolti; leikur þar sem maður stendur með sínum mönnum „sama hvað“. En tilraun þingmanns VG til að auka hróður síns liðs með því að nudda sér upp við fótboltahetjur er jafnmisheppnuð og þessi pistill er sem fótboltaumfjöllun. Þótt ég segi að þessi pistill sé um fótbolta þýðir það ekki að hann sé um fótbolta. Þótt Vinstri græn segist standa fyrir jöfnuð og sjálfbærni þýðir það ekki að þau geri það. Góður ásetningur er ekki nóg. Íslenska landsliðið hefði aldrei komist á HM á góðum ásetningi einum saman. Hugarfar, sama hversu jákvætt, uppbyggilegt og göfuglynt það kann að vera skiptir engu ef ekki er staðið við stóru orðin. Húh!
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun