Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Þengill Björnsson skrifar 8. júní 2018 15:02 Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. Ég fer hér yfir nokkur atriði greinarinnar, sem varða mig persónulega og leiðrétti þar sem hallar réttu máli. 1. Ég og minn góði félagi Páll erum samherjar í Sjálfstæðisflokknum: ÞETTA ER RÉTT 2. Ég hafi unnið fyrir Pál í prófkjöri hans: ÞETTA ER RANGT. Það gerðu hinsvegar nokkrir vinir mínir og gerðu bara virkilega vel. 3. Ég mun skv. greininni hafa “beitt mér óformlega” fyrir framboðið Fyrir Heimaey: ÞETTA ER RANGT. Ég kom þar hvergi nærri, ég beitti mér hvorki beint né óbeint í kosningunum í Eyjum og hef því miður ekki komið til Eyja um alllangt skeið. Lofa þó að mæta á næstu Þjóðhátíð, svo fremi sem allir séu í stuði. Reyndar tel ég að Elliði Vignisson hafi ætið staðið sig vel sem ötull talsmaður Vestmannaeyinga og sjálfstæðisstefnunnar. 4. Samkvæmt greininni eru til þeir í forystu Sjálfstæðisflokksins sem vilja losna við mig þaðan: ÞETTA ER LÍKLEGA RÉTT, ÞEIR AÐILAR ERU VÆNTANLEGA TIL. Þannig er það í pólitík að menn takast á, og til eru þeir sem vilja fremur flæma fólk í burtu en að sameina í einum öflugum hópi. Ég er ekki einn þeirra því ég vil sjá sem flesta í flokknum okkar, þar með talda Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og alla hennar góðu stuðningsmenn. 5. Ég ku samkvæmt heimildum Aðalheiðar þrífast á innanflokksátökum: ÞETTA ER RANGT. Ég þrífst á því að vinna með skemmtilegu, áhugaverðu og duglegu fólki, innan sem utan flokks. Að segja að ég þrífist á átökum er eiginlega ekki svaravert, dylgjur, illa sagt, særandi og engum til sóma. 6. Þá herma heimildir blaðsins að ég hafi orðið “sjóðillur” yfir því að Páll Magnússon hafi ekki orðið ráðherra við myndun síðustu ríkisstjórnar: ÞETTA ER RANGT. Ég hefði gjarnan viljað sjá Pál verða ráðherra en skil vel þá erfiðu stöðu sem formaður flokksins var í og virði hans niðurstöðu. Ég er bara flokksmaður líkt og tugþúsundir annarra og hef voða lítið um ráðherraskipan að segja. 7. Samkvæmt niðurlagi greinarinnar er ég í pólitík til til að verða mér út um vel launaða aðstoðarmannsstöðu: ÞETTA ER RANGT. Ég hef aldrei sóst eftir slíku starfi en hefði gaman af því að hitta heimildarmanninn sem er svona fróður um mín framtíðaráform. Þegar svona fréttir eru unnar er mikilvægt að blaðamaður kanni til hlítar þær fullyrðingar sem fram eru settar og leyfi mismunandi sjónarmiðum aðila að koma fram. Ekki síst þegar um er að ræða ærumeiðandi fullyrðingar eins og þær sem fram voru settar um mig og mín störf í Sjálfstæðisflokknum. Aldrei var haft samband við mig við vinnslu greinarinnar. Ég hefði með mikilli ánægju leiðrétt þær rangfærslur sem ég rakti hér að ofan. Ég nota gmail, snapchat, facebook, wechat, hina rússnesku fésbók Vkontakte, gsm, sms og hendi einstaka sinnum í mms og því hefði ekki verið flókið að ná í mig. Ég veit líka að aldrei var haft samband við vin minn Janus Arn Guðmundsson sem fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar vann dag og nótt að því að tryggja flokknum okkar sigur í Reykjavík og kom líkt og ég hvergi nærri kosningabaráttu Fyrir Heimaey. Mín ráðlegging til blaðamanns Fréttablaðsins er einföld: Vanda sig betur.Höfundur er félagi í Sjálfstæðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. Ég fer hér yfir nokkur atriði greinarinnar, sem varða mig persónulega og leiðrétti þar sem hallar réttu máli. 1. Ég og minn góði félagi Páll erum samherjar í Sjálfstæðisflokknum: ÞETTA ER RÉTT 2. Ég hafi unnið fyrir Pál í prófkjöri hans: ÞETTA ER RANGT. Það gerðu hinsvegar nokkrir vinir mínir og gerðu bara virkilega vel. 3. Ég mun skv. greininni hafa “beitt mér óformlega” fyrir framboðið Fyrir Heimaey: ÞETTA ER RANGT. Ég kom þar hvergi nærri, ég beitti mér hvorki beint né óbeint í kosningunum í Eyjum og hef því miður ekki komið til Eyja um alllangt skeið. Lofa þó að mæta á næstu Þjóðhátíð, svo fremi sem allir séu í stuði. Reyndar tel ég að Elliði Vignisson hafi ætið staðið sig vel sem ötull talsmaður Vestmannaeyinga og sjálfstæðisstefnunnar. 4. Samkvæmt greininni eru til þeir í forystu Sjálfstæðisflokksins sem vilja losna við mig þaðan: ÞETTA ER LÍKLEGA RÉTT, ÞEIR AÐILAR ERU VÆNTANLEGA TIL. Þannig er það í pólitík að menn takast á, og til eru þeir sem vilja fremur flæma fólk í burtu en að sameina í einum öflugum hópi. Ég er ekki einn þeirra því ég vil sjá sem flesta í flokknum okkar, þar með talda Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og alla hennar góðu stuðningsmenn. 5. Ég ku samkvæmt heimildum Aðalheiðar þrífast á innanflokksátökum: ÞETTA ER RANGT. Ég þrífst á því að vinna með skemmtilegu, áhugaverðu og duglegu fólki, innan sem utan flokks. Að segja að ég þrífist á átökum er eiginlega ekki svaravert, dylgjur, illa sagt, særandi og engum til sóma. 6. Þá herma heimildir blaðsins að ég hafi orðið “sjóðillur” yfir því að Páll Magnússon hafi ekki orðið ráðherra við myndun síðustu ríkisstjórnar: ÞETTA ER RANGT. Ég hefði gjarnan viljað sjá Pál verða ráðherra en skil vel þá erfiðu stöðu sem formaður flokksins var í og virði hans niðurstöðu. Ég er bara flokksmaður líkt og tugþúsundir annarra og hef voða lítið um ráðherraskipan að segja. 7. Samkvæmt niðurlagi greinarinnar er ég í pólitík til til að verða mér út um vel launaða aðstoðarmannsstöðu: ÞETTA ER RANGT. Ég hef aldrei sóst eftir slíku starfi en hefði gaman af því að hitta heimildarmanninn sem er svona fróður um mín framtíðaráform. Þegar svona fréttir eru unnar er mikilvægt að blaðamaður kanni til hlítar þær fullyrðingar sem fram eru settar og leyfi mismunandi sjónarmiðum aðila að koma fram. Ekki síst þegar um er að ræða ærumeiðandi fullyrðingar eins og þær sem fram voru settar um mig og mín störf í Sjálfstæðisflokknum. Aldrei var haft samband við mig við vinnslu greinarinnar. Ég hefði með mikilli ánægju leiðrétt þær rangfærslur sem ég rakti hér að ofan. Ég nota gmail, snapchat, facebook, wechat, hina rússnesku fésbók Vkontakte, gsm, sms og hendi einstaka sinnum í mms og því hefði ekki verið flókið að ná í mig. Ég veit líka að aldrei var haft samband við vin minn Janus Arn Guðmundsson sem fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar vann dag og nótt að því að tryggja flokknum okkar sigur í Reykjavík og kom líkt og ég hvergi nærri kosningabaráttu Fyrir Heimaey. Mín ráðlegging til blaðamanns Fréttablaðsins er einföld: Vanda sig betur.Höfundur er félagi í Sjálfstæðisflokknum.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar