Prófessor Lars Jonung telur myntráð bestu leiðina fyrir Íslendinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2018 18:30 Lars Jonung er prófessor emeritus í hagfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hann er einn fremsti fræðimaður í Evrópu í fastgengisstefnu og hefur verið ráðgjafi ríkja sem hafa innleitt slíka peningastefnu. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi, sem starfshópur ríkisstjórnarinnar um peningastefnu fékk til að vinna álitsgerð fyrir sig telur að fastgengisstefna með svokölluðu myntráði sé besta leiðin fyrir Íslendinga í peningamálum. Starfshópur ríkisstjórnarinnar hafnaði hugmyndum hans. Starfshópurinn fékk Jonung til þess að fjalla um íslenska peningastefnu í norrænum samanburði. Jafnframt því að skoða aðra valmöguleika en verðbólgumarkmið. Jonung telur fastgengisstefnu með myntráði langbesta valkostinn fyrir Íslendinga.„Myntráð er góður kostur því það hefur verið prófað í öðrum löndum með frábærum árangri, Eistlandi, Litháen, Búlgaríu, Hong Kong. Það kemur strax á stöðugleika í peningamálum, stöðugleika á gengi og hægt verður að leysa önnur efnahagsvandamál þegar kominn er á stöðugleiki í peningamálum. Vandamálið á Íslandi síðustu hundrað árin er að þið hafið haft gjaldmiðil sem hefur rýrnað stöðugt. Þið verðið að segja skilið við söguna, segja skilið við fortíðina. Til þess þurfið þið nýja gerð peningakerfis,“ segir Jonung. Endurskoðun starfshópsins gekk út frá þeirri forsendu að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga í nánustu framtíð en í honum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, Ásgeir Jónsson og Illugi Gunnarsson. Starfshópurinn hafnaði algjörlega tillögu Lars Jonung um myntráð. Meðal annars á þeirri forsendu að hún væri of áhættusöm. „Það að taka hér upp myntráð ógnar fjármálastöðugleika ef að við fylgjum ekki leikreglum. Við teljum að verðbólgumarkmið geti gengið upp hér á Íslandi, alveg eins og það gengur upp í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, eins og það gengur í Svíþjóð og í Noregi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir.Öll hagstjórn verður auðveldari Jonung segir að öll hagstjórn verði auðveldari með myntráði. Þess má geta að einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, hefur haft myntráð á stefnuskránni. „Með því að hafa myntráð væri auðveldara fyrir ríkisstjórn Íslands að fylgjast með íslenska hagkerfinu og þið fengjuð meiri raunhagvöxt. Eitt vandamál í peningamálasögu Íslands er að hún hefur haldið hagvexti niðri. Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin,“ segir Jonung.Ásdís Kristjánsdóttir fór yfir mikilvægustu tillögur starfshópsins í viðtali á Stöð 2 7. júní 2018. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi, sem starfshópur ríkisstjórnarinnar um peningastefnu fékk til að vinna álitsgerð fyrir sig telur að fastgengisstefna með svokölluðu myntráði sé besta leiðin fyrir Íslendinga í peningamálum. Starfshópur ríkisstjórnarinnar hafnaði hugmyndum hans. Starfshópurinn fékk Jonung til þess að fjalla um íslenska peningastefnu í norrænum samanburði. Jafnframt því að skoða aðra valmöguleika en verðbólgumarkmið. Jonung telur fastgengisstefnu með myntráði langbesta valkostinn fyrir Íslendinga.„Myntráð er góður kostur því það hefur verið prófað í öðrum löndum með frábærum árangri, Eistlandi, Litháen, Búlgaríu, Hong Kong. Það kemur strax á stöðugleika í peningamálum, stöðugleika á gengi og hægt verður að leysa önnur efnahagsvandamál þegar kominn er á stöðugleiki í peningamálum. Vandamálið á Íslandi síðustu hundrað árin er að þið hafið haft gjaldmiðil sem hefur rýrnað stöðugt. Þið verðið að segja skilið við söguna, segja skilið við fortíðina. Til þess þurfið þið nýja gerð peningakerfis,“ segir Jonung. Endurskoðun starfshópsins gekk út frá þeirri forsendu að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga í nánustu framtíð en í honum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, Ásgeir Jónsson og Illugi Gunnarsson. Starfshópurinn hafnaði algjörlega tillögu Lars Jonung um myntráð. Meðal annars á þeirri forsendu að hún væri of áhættusöm. „Það að taka hér upp myntráð ógnar fjármálastöðugleika ef að við fylgjum ekki leikreglum. Við teljum að verðbólgumarkmið geti gengið upp hér á Íslandi, alveg eins og það gengur upp í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, eins og það gengur í Svíþjóð og í Noregi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir.Öll hagstjórn verður auðveldari Jonung segir að öll hagstjórn verði auðveldari með myntráði. Þess má geta að einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, hefur haft myntráð á stefnuskránni. „Með því að hafa myntráð væri auðveldara fyrir ríkisstjórn Íslands að fylgjast með íslenska hagkerfinu og þið fengjuð meiri raunhagvöxt. Eitt vandamál í peningamálasögu Íslands er að hún hefur haldið hagvexti niðri. Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin,“ segir Jonung.Ásdís Kristjánsdóttir fór yfir mikilvægustu tillögur starfshópsins í viðtali á Stöð 2 7. júní 2018.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira