Nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. júní 2018 12:02 Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segir að flokkarnir í meirihluta stefni á að undirrita málefnasamning á þriðjudag. Vísir/Auðunn Níelsson Samfylking, Framsóknarflokkur og L-listi hafa náð saman um myndun meirihluta á Akureyri en málefnasamningur verður um helgina lagður fyrir bakland flokkanna til samþykktar. Að því gefnu að félagsmenn ljái samningnum samþykki sitt koma talsmenn meirihlutasamstarfsins til með að kynna efni nýs málefnasamnings fyrir bæjarbúum á þriðjudag, áður en bæjarstjórnarfundur er settur. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að félagsmenn Samfylkingarinnar hefðu á undanförnum dögum komið að málefnavinnu meirihlutans en um helgina verður farið yfir málefnasamninginn á breiðari og formlegri grundvelli. Oddvitar flokkanna þriggja sögðu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga að þeir vildu faglega ráðinn bæjarstjóra en Hilda Jana segir að flokkarnir séu enn sömu skoðunar. Áframhaldandi meirihluti kemur því til að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra því Eiríkur Björn Björgvinsson, núverandi bæjarstjóri á Akureyri, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa.Hér má sjá bæjarfulltrúa á Akureyri á komandi kjörtímabili.vísir/GvendurEn hvaða eiginleikum þarf nýr bæjarstjóri á Akureyri að búa yfir og eftir hverju leitið þið?„Við erum að leita að hinni fullkomnu mannveru,“ segir Hilda Jana og skellir upp úr. „Nei nei, við erum að leita að einhverjum sem annars vegar leiðir stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma getur bætt við þann hóp sem er í meirihluta; er með aðra styrkleika sem eru mikilvægir. Þetta er ennþá ekkert ákveðið en ég held að það yrði líka mikilvægt að viðkomandi þekkti til stjórnsýslunnar hjá ríkisvaldinu af því það eru stór mál sem eru framundan: Millilandaflug, tengsl við Isavia, raforkuflutningsgjöld, stofnsamningar vegna öldrunarmála, menningarmál og fleira. Það er þetta sem ég hef á bakvið eyrað en við eigum eftir að setja þetta niður,“ segir Hilda Jana sem bætir við að nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu. Í málefnasamningi, sem verður kynntur ítarlega á þriðjudag, eru leikskólamálin í brennidepli: „Það gefur augaleið að það sem við töluðum öll mest um í kosningabaráttunni eru leikskólamálin. Það verður mikil áhersla á þau. Það er eitthvað sem allir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Það er stóra málið.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Viðræður um myndun meirihluta ganga vel á Akureyri Flokkarnir hafa gefið sér tiltekinn tímaramma fyrir viðræðurnar og ætla að láta á það reyna hvort flokkarnir nái ekki saman fyrir mánaðamót. 29. maí 2018 16:42 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Samfylking, Framsóknarflokkur og L-listi hafa náð saman um myndun meirihluta á Akureyri en málefnasamningur verður um helgina lagður fyrir bakland flokkanna til samþykktar. Að því gefnu að félagsmenn ljái samningnum samþykki sitt koma talsmenn meirihlutasamstarfsins til með að kynna efni nýs málefnasamnings fyrir bæjarbúum á þriðjudag, áður en bæjarstjórnarfundur er settur. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að félagsmenn Samfylkingarinnar hefðu á undanförnum dögum komið að málefnavinnu meirihlutans en um helgina verður farið yfir málefnasamninginn á breiðari og formlegri grundvelli. Oddvitar flokkanna þriggja sögðu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga að þeir vildu faglega ráðinn bæjarstjóra en Hilda Jana segir að flokkarnir séu enn sömu skoðunar. Áframhaldandi meirihluti kemur því til að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra því Eiríkur Björn Björgvinsson, núverandi bæjarstjóri á Akureyri, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa.Hér má sjá bæjarfulltrúa á Akureyri á komandi kjörtímabili.vísir/GvendurEn hvaða eiginleikum þarf nýr bæjarstjóri á Akureyri að búa yfir og eftir hverju leitið þið?„Við erum að leita að hinni fullkomnu mannveru,“ segir Hilda Jana og skellir upp úr. „Nei nei, við erum að leita að einhverjum sem annars vegar leiðir stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma getur bætt við þann hóp sem er í meirihluta; er með aðra styrkleika sem eru mikilvægir. Þetta er ennþá ekkert ákveðið en ég held að það yrði líka mikilvægt að viðkomandi þekkti til stjórnsýslunnar hjá ríkisvaldinu af því það eru stór mál sem eru framundan: Millilandaflug, tengsl við Isavia, raforkuflutningsgjöld, stofnsamningar vegna öldrunarmála, menningarmál og fleira. Það er þetta sem ég hef á bakvið eyrað en við eigum eftir að setja þetta niður,“ segir Hilda Jana sem bætir við að nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu. Í málefnasamningi, sem verður kynntur ítarlega á þriðjudag, eru leikskólamálin í brennidepli: „Það gefur augaleið að það sem við töluðum öll mest um í kosningabaráttunni eru leikskólamálin. Það verður mikil áhersla á þau. Það er eitthvað sem allir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Það er stóra málið.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Viðræður um myndun meirihluta ganga vel á Akureyri Flokkarnir hafa gefið sér tiltekinn tímaramma fyrir viðræðurnar og ætla að láta á það reyna hvort flokkarnir nái ekki saman fyrir mánaðamót. 29. maí 2018 16:42 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36
Viðræður um myndun meirihluta ganga vel á Akureyri Flokkarnir hafa gefið sér tiltekinn tímaramma fyrir viðræðurnar og ætla að láta á það reyna hvort flokkarnir nái ekki saman fyrir mánaðamót. 29. maí 2018 16:42
L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03