Farþegum WOW air fjölgaði um 60 prósent í maí Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2018 10:30 Í tilkynningunni kemur fram að flugfélagið hafi flutt um 1,2 milljónir farþega það sem af er ári. Vísir/Getty WOW air flutti 328 þúsund farþega til og frá landinu í maí eða um 60 prósentum fleiri farþega en í maí árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en þar segir að sætanýting WOW air hafi verið 90 prósent í maí í ár en var 86 prósent í fyrra. Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 59 prósenta aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra. Í tilkynningunni kemur fram að flugfélagið hafi flutt um 1,2 milljónir farþega það sem af er ári. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu þá er 13 prósenta vöxtur ferðamanna til Íslands í maí mánuði drifinn áfram einna helst af ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Komufarþegum WOW air fjölgaði um 25 prósent á milli ára samanborið við 13 prósenta vöxt heildarmarkaðarins til Íslands. „Það er verulega jákvætt að sjá áframhaldandi aukningu á ferðamönnum til Íslands. Vissulega má sjá að hægst hefur á vexti enda ekki við öðru að búast eftir 45% vöxt í fyrra. Við ættum öll að líta á þetta sem tækifæri til þess að styrkja innviðina og bæta þjónustuna. Þá er bókunarstaða WOW air í sumar mjög góð og við horfum björtum augum fram á við,“ er haft eftir Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air í þessari tilkynningu. WOW air flýgur nú til hátt í fjörutíu áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku en nýlega bættist Indland við leiðarkerfi WOW air en flug til Nýju Delí hefst í desember á þessu ári. Þá bættust á dögunum við fimm nýir áfangastaðir í Bandaríkjunum; Dallas, Cleveland, Cincinnati, St. Louis og Detroit. Einnig bættust við leiðakerfi félagsins JFK flugvöllur í New York og Stansted flugvöllur í London. Fréttir af flugi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
WOW air flutti 328 þúsund farþega til og frá landinu í maí eða um 60 prósentum fleiri farþega en í maí árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en þar segir að sætanýting WOW air hafi verið 90 prósent í maí í ár en var 86 prósent í fyrra. Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 59 prósenta aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra. Í tilkynningunni kemur fram að flugfélagið hafi flutt um 1,2 milljónir farþega það sem af er ári. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu þá er 13 prósenta vöxtur ferðamanna til Íslands í maí mánuði drifinn áfram einna helst af ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Komufarþegum WOW air fjölgaði um 25 prósent á milli ára samanborið við 13 prósenta vöxt heildarmarkaðarins til Íslands. „Það er verulega jákvætt að sjá áframhaldandi aukningu á ferðamönnum til Íslands. Vissulega má sjá að hægst hefur á vexti enda ekki við öðru að búast eftir 45% vöxt í fyrra. Við ættum öll að líta á þetta sem tækifæri til þess að styrkja innviðina og bæta þjónustuna. Þá er bókunarstaða WOW air í sumar mjög góð og við horfum björtum augum fram á við,“ er haft eftir Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air í þessari tilkynningu. WOW air flýgur nú til hátt í fjörutíu áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku en nýlega bættist Indland við leiðarkerfi WOW air en flug til Nýju Delí hefst í desember á þessu ári. Þá bættust á dögunum við fimm nýir áfangastaðir í Bandaríkjunum; Dallas, Cleveland, Cincinnati, St. Louis og Detroit. Einnig bættust við leiðakerfi félagsins JFK flugvöllur í New York og Stansted flugvöllur í London.
Fréttir af flugi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira