Erlent

Lögleiðing kannabis nálgast

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Kanadíski grasreykingamenn sjást hér fagna niðurstöðunni.
Kanadíski grasreykingamenn sjást hér fagna niðurstöðunni. Vísir/getty
Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gær með fimmtíu atkvæðum gegn þrjátíu, frumvarp um lögleiðingu Kannabis þar í landi.

Frumvarpið verður nú sent aftur í neðri deild þingsins þar sem breytingar öldungadeildarinnar verða teknar til atkvæðagreiðslu.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada hefur heitið því að lögleiða kannabis í sumar.

Notkun kannabisefna í læknisskyni hefur verið lögleg þar í landi frá árinu 2001 en verði frumvarpið samþykkt mun Kanada verða fyrst G7 ríkjanna til að lögleiða efnin að fullu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×