Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. júní 2018 22:10 Gylfi Þór fagnar í leiknum gegn Noregi. vísir/vilhelm Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. Einu sinni sem oftar er Gylfi Þór Sigurðsson besti maður íslenska liðsins en það var frábært að sjá hvað hann lítur vel út þó svo hann sé búinn að vera lengi frá vegna meiðsla. Hálfleikarnir í leiknum voru auðvitað eins og svart og hvítt og fáir áberandi góðir í seinni hálfleik.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson - 7 Reyndi lítið á hann framan af. Gat lítið gert við mörkunum.Hólmar Örn Eyjólfsson - 6 Í nýrri stöðu. Stóð sína plikt varnarlega vel en gerði lítið fram á við. Þekkti sín takmörk.Kári Árnason - 7 Traustur lengstum og skoraði fínt mark. Svaf aðeins á verðinum í seinna marki Ganverja.Ragnar Sigurðsson - 7 Svolítið kærulaus á stundum og tefldi á tæpasta vað. Slapp þó allt fyrir horn.Ari Freyr Skúlason - 7 Mjög traustur í vörninni og reyndi sitt fram á við. Minnti þjálfarann á að honum er enn treystandi í liðið.Jóhann Berg Guðmundsson - 7 Virkilega sprækur í fyrri hálfleik og mikill kraftur í honum. Gaf svo eftir líkt og aðrir.Gylfi Þór Sigurðsson - 9 Gylfi var eins og kóngur í ríki sínu í fyrri hálfleik. Gæðin hreinlega láku af honum og ljóst að hann er miklu meira en til í slaginn fyrir HM.Emil Hallfreðsson - 6 Þekkir sín takmörk vel á miðjunni og reynir að gera hlutina einfalt. Gerði ein slæm mistök sem gefðu getað kostað mark.Birkir Bjarnason - 7 Virkilega líflegur framan af, sterkur á öllum sviðum og með góð hlaup í svæði. Virkar í fínu standi fyrir HM.Björn Bergmann Sigurðarson - 7 Hrikalega duglegur og veður af krafti í alla bolta. Vantar aðeins upp á að gera meira með boltann.Alfreð Finnbogason - 7 Duglegur frammi og skoraði flott framherjamark. Nákvæmlega það sem hann þurfti á að halda fyrir HM.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) - 6 Djöflaðist eins og honum einum var lagið en vorkunn að koma inn í þennan lélega seinni hálfleik.Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 67. mínútu) - 6 Hafði úr litlu að moða enda Ísland lítið með boltann.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 76. mínútu)Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 88. mínútu)Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 90. mínútu) HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband Glæsilegur hópur kvenna frá Gana dansaði og söng fyrir utan Laugardalsvöllinn. 7. júní 2018 19:27 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. Einu sinni sem oftar er Gylfi Þór Sigurðsson besti maður íslenska liðsins en það var frábært að sjá hvað hann lítur vel út þó svo hann sé búinn að vera lengi frá vegna meiðsla. Hálfleikarnir í leiknum voru auðvitað eins og svart og hvítt og fáir áberandi góðir í seinni hálfleik.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson - 7 Reyndi lítið á hann framan af. Gat lítið gert við mörkunum.Hólmar Örn Eyjólfsson - 6 Í nýrri stöðu. Stóð sína plikt varnarlega vel en gerði lítið fram á við. Þekkti sín takmörk.Kári Árnason - 7 Traustur lengstum og skoraði fínt mark. Svaf aðeins á verðinum í seinna marki Ganverja.Ragnar Sigurðsson - 7 Svolítið kærulaus á stundum og tefldi á tæpasta vað. Slapp þó allt fyrir horn.Ari Freyr Skúlason - 7 Mjög traustur í vörninni og reyndi sitt fram á við. Minnti þjálfarann á að honum er enn treystandi í liðið.Jóhann Berg Guðmundsson - 7 Virkilega sprækur í fyrri hálfleik og mikill kraftur í honum. Gaf svo eftir líkt og aðrir.Gylfi Þór Sigurðsson - 9 Gylfi var eins og kóngur í ríki sínu í fyrri hálfleik. Gæðin hreinlega láku af honum og ljóst að hann er miklu meira en til í slaginn fyrir HM.Emil Hallfreðsson - 6 Þekkir sín takmörk vel á miðjunni og reynir að gera hlutina einfalt. Gerði ein slæm mistök sem gefðu getað kostað mark.Birkir Bjarnason - 7 Virkilega líflegur framan af, sterkur á öllum sviðum og með góð hlaup í svæði. Virkar í fínu standi fyrir HM.Björn Bergmann Sigurðarson - 7 Hrikalega duglegur og veður af krafti í alla bolta. Vantar aðeins upp á að gera meira með boltann.Alfreð Finnbogason - 7 Duglegur frammi og skoraði flott framherjamark. Nákvæmlega það sem hann þurfti á að halda fyrir HM.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) - 6 Djöflaðist eins og honum einum var lagið en vorkunn að koma inn í þennan lélega seinni hálfleik.Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 67. mínútu) - 6 Hafði úr litlu að moða enda Ísland lítið með boltann.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 76. mínútu)Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 88. mínútu)Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 90. mínútu)
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband Glæsilegur hópur kvenna frá Gana dansaði og söng fyrir utan Laugardalsvöllinn. 7. júní 2018 19:27 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50
Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband Glæsilegur hópur kvenna frá Gana dansaði og söng fyrir utan Laugardalsvöllinn. 7. júní 2018 19:27