JóiPé og Króli „handteknir“ á Blönduósi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 18:45 JóiPé og Króli hitta hér Emmsjé Gauta eftir að löggan var búin að stoppa þá. Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá áttunda þáttinn. Í gærkvöldi var komið að tónleikum á Blönduósi en þar komu þeir JóiPé og Króli fram með Gauta, þrátt fyrir að hann hefði „handtekið“ þá fyrr um daginn. „Allir bæir eru þekktir fyrir eitthvað eitt og það sem Blönduós er lang þekktastur fyrir er lögreglan á svæðinu. Svo það var ekkert annað í stöðunni en að kíkja á strákana á stöðinni. Höskuldur varðstjóri dressaði mig upp í búning og sendi mig út á þjóðveg eitt. Það var gaman að fá að fylgjast með þeim og taka þátt í alvöru steak out-i. Það var síðan heiður að fá að taka þátt í líklegast fyrstu og síðustu handtöku á JóaPé og Króla,“ segir Gauti sem var búinn að vera í sambandi við Henný sem var að skutla JóaPé og Króla norður. „Hún vissi að við ætluðum að láta stoppa bílinn. En þrátt fyrir það fór hún í kerfi þegar hún var stoppuð og Höskuldur varðstjóri fór að spyrja hvort hún væri undir áhrifum. Ef öll Blönduósarlöggan er eins og þeir Höskuldur og Svanur sem við tókum vaktina með, þá hefur einhver verið að ljúga að mér í öll þessi ár að löggan á Blönduósi sé eitthvað rugluð. Þeir voru þvílíkt hressir og liðlegir,“ segir Gauti. Hann segir giggið um kvöldið í félagsheimilinu á Blönduósi síðan hafa verið frábært. „Ég hef aldrei spilað hérna áður og húsið er ógeðslega skemmtilegt. Við ætluðum síðan að tjalda á tjaldsvæðinu um kvöldið en Björn Valur neitaði að sofa utandyra svo við enduðum á að tjalda á sviðinu á sýningarsal félagsheimilisinsi. Það gaf okkur smá svona tilfinningu eins og við værum allavega smá útivistartýpur.“ Gauti segir að mestu vonbrigði dagsins hafi verið þau að hann þurfti að skila lögregluskyrtunni eftir tökur. „Ég var farinn að kunna vel við mig í henni. Ef einhverju lögregluumdæmi vantar mann í afleysingar þá er ég klár. Ég get bara alls ekki lofað því að ég muni festast á einhverju power trippi.Næst eru það æskuslóðir Úlfur Úlfur, Sauðárkrókur, þar sem þeir ætla að vera með okkur um kvöldið. Hlökkum til að sjá alla þar og við lofum rugluðu kvöldi. Keli kemur endurnærður og úthvíldur úr grínpásunni sinni,“ segir Gauti en tónleikarnir á Sauðárkróki eru í kvöld. Blönduós Tengdar fréttir Emmsjé Gauti gerði allt vitlaust í Jarðböðunum á Mývatni Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í síðustu viku en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. 6. júní 2018 11:15 Flughræddum rappara flogið til Egilsstaða: „Ég hélt ég myndi deyja“ Fjórði þátturinn af 13/13 er kominn í loftið. Gauti, Björn Valur og Keli lentu á Egilsstöðum á laugardaginn. GKR kom inn sem leynigestur. 4. júní 2018 10:30 Gauti og félagar í danskennslu hjá suður-amerískum gjörningalistahóp HB Grandi, sveitasælan og suður-amerísk gjörningalist er meðal þess sem bar hæst á Vopnafirði, en Gauti spilaði þar í gær á hringferð sinni um landið. 4. júní 2018 21:53 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá áttunda þáttinn. Í gærkvöldi var komið að tónleikum á Blönduósi en þar komu þeir JóiPé og Króli fram með Gauta, þrátt fyrir að hann hefði „handtekið“ þá fyrr um daginn. „Allir bæir eru þekktir fyrir eitthvað eitt og það sem Blönduós er lang þekktastur fyrir er lögreglan á svæðinu. Svo það var ekkert annað í stöðunni en að kíkja á strákana á stöðinni. Höskuldur varðstjóri dressaði mig upp í búning og sendi mig út á þjóðveg eitt. Það var gaman að fá að fylgjast með þeim og taka þátt í alvöru steak out-i. Það var síðan heiður að fá að taka þátt í líklegast fyrstu og síðustu handtöku á JóaPé og Króla,“ segir Gauti sem var búinn að vera í sambandi við Henný sem var að skutla JóaPé og Króla norður. „Hún vissi að við ætluðum að láta stoppa bílinn. En þrátt fyrir það fór hún í kerfi þegar hún var stoppuð og Höskuldur varðstjóri fór að spyrja hvort hún væri undir áhrifum. Ef öll Blönduósarlöggan er eins og þeir Höskuldur og Svanur sem við tókum vaktina með, þá hefur einhver verið að ljúga að mér í öll þessi ár að löggan á Blönduósi sé eitthvað rugluð. Þeir voru þvílíkt hressir og liðlegir,“ segir Gauti. Hann segir giggið um kvöldið í félagsheimilinu á Blönduósi síðan hafa verið frábært. „Ég hef aldrei spilað hérna áður og húsið er ógeðslega skemmtilegt. Við ætluðum síðan að tjalda á tjaldsvæðinu um kvöldið en Björn Valur neitaði að sofa utandyra svo við enduðum á að tjalda á sviðinu á sýningarsal félagsheimilisinsi. Það gaf okkur smá svona tilfinningu eins og við værum allavega smá útivistartýpur.“ Gauti segir að mestu vonbrigði dagsins hafi verið þau að hann þurfti að skila lögregluskyrtunni eftir tökur. „Ég var farinn að kunna vel við mig í henni. Ef einhverju lögregluumdæmi vantar mann í afleysingar þá er ég klár. Ég get bara alls ekki lofað því að ég muni festast á einhverju power trippi.Næst eru það æskuslóðir Úlfur Úlfur, Sauðárkrókur, þar sem þeir ætla að vera með okkur um kvöldið. Hlökkum til að sjá alla þar og við lofum rugluðu kvöldi. Keli kemur endurnærður og úthvíldur úr grínpásunni sinni,“ segir Gauti en tónleikarnir á Sauðárkróki eru í kvöld.
Blönduós Tengdar fréttir Emmsjé Gauti gerði allt vitlaust í Jarðböðunum á Mývatni Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í síðustu viku en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. 6. júní 2018 11:15 Flughræddum rappara flogið til Egilsstaða: „Ég hélt ég myndi deyja“ Fjórði þátturinn af 13/13 er kominn í loftið. Gauti, Björn Valur og Keli lentu á Egilsstöðum á laugardaginn. GKR kom inn sem leynigestur. 4. júní 2018 10:30 Gauti og félagar í danskennslu hjá suður-amerískum gjörningalistahóp HB Grandi, sveitasælan og suður-amerísk gjörningalist er meðal þess sem bar hæst á Vopnafirði, en Gauti spilaði þar í gær á hringferð sinni um landið. 4. júní 2018 21:53 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Emmsjé Gauti gerði allt vitlaust í Jarðböðunum á Mývatni Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í síðustu viku en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. 6. júní 2018 11:15
Flughræddum rappara flogið til Egilsstaða: „Ég hélt ég myndi deyja“ Fjórði þátturinn af 13/13 er kominn í loftið. Gauti, Björn Valur og Keli lentu á Egilsstöðum á laugardaginn. GKR kom inn sem leynigestur. 4. júní 2018 10:30
Gauti og félagar í danskennslu hjá suður-amerískum gjörningalistahóp HB Grandi, sveitasælan og suður-amerísk gjörningalist er meðal þess sem bar hæst á Vopnafirði, en Gauti spilaði þar í gær á hringferð sinni um landið. 4. júní 2018 21:53