Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2018 10:15 Jordan Peterson er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Bók hans 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos trónir á toppi metsölulista á Vesturlöndum en hún kom nýlega út í íslenskri þýðingu. Peterson er einn eftirsóttasti fyrirlesari í heimi í augnablikinu en uppselt var á báða fyrirlestra hans í Hörpu fyrr í þessari viku. Vísir/Vilhelm Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. Í kaflanum um sannsögli fjallar Peterson meðal annars um lífslygina en kenningar um hana voru settar fram af austurríska sálfræðingnum Alfred Adler á fyrri hluta 20. aldar. Peterson skrifar: „Sá sem lifir lífslygi blekkir sýn sína á raunveruleikann.“ Peterson segir að það að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér krefjist þess að standa vörð um eigin langanir og þrár og lifa ekki í sjálfsblekkingu um eigin getu, hæfni og takmarkanir. Má ekki fullyrða að margir íbúar Vesturlanda á 21. öldinni lifi hagi lífi sínu eins og þeir lifi lífslygi því fólk forðast deilur og gerir mökum og yfirmönnum sínum til hæfis í stað þess að segja sannleikann og það sem þeim finnst? Fólk hagræðir hegðun sinni til að forðast sannsögli. „Já, kannski ekki alltaf en fólk freistast til að losna við deilur. Sálfræðingar fást við ýmis konar vandamál en þau algengustu eru kvíði og þunglyndi og skortur á ákveðni sem ýtir undir þann vanda sem um ræðir. Fólk stendur ekki fyrir sínu og því sem það þráir. Fólk forðast deilur og tekur ekki á vandanum. Vandamálin hrannast upp umhverfis viðkomandi sem leiðir síðan til skilnaða. Fólk þraukar í hjónabandi þangað til annar makinn lýsir því yfir að hann hafi verið óhamingjusamur undanfarin átta ár. Við hefðum getað tekið á þeim vanda með vikulegum eða daglegum aðgerðum áður en vandinn varð það slæmur að skilnaður sé eina lausnin. Lagfæring á sambandi veldur deilum. Þið verðið að koma hreint fram og það leiðir deilur af sér. Þið deilið um mikilvægi starfs ykkar, frítíma ykkar, uppeldi barna ykkar, fjárhag heimilisins, agareglur, hvert þið ætlið í frí og hvað verður í matinn. Þið verðið að semja um alla slíka þætti. Sannsögli er lykilatriði því þið verðið að vita hvers báðir aðilar þarfnast. Það veldur deilum. Það eina sem er meira þreytandi en að segja sannleikann og semja við maka þinn er að láta það óátalið og bíða skilnaðarins,“ segir Jordan Peterson í viðtalinu.Sjá má viðtal við Jordan Peterson sem sýnt var í Íslandi í dag hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Jordan Peterson Jordan Peterson er prófessor í sálfræði við Háskólann í Toronto, en hann er á leið til Íslands og mun halda fyrirlestra í Hörpu. 4. júní 2018 11:20 Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. Í kaflanum um sannsögli fjallar Peterson meðal annars um lífslygina en kenningar um hana voru settar fram af austurríska sálfræðingnum Alfred Adler á fyrri hluta 20. aldar. Peterson skrifar: „Sá sem lifir lífslygi blekkir sýn sína á raunveruleikann.“ Peterson segir að það að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér krefjist þess að standa vörð um eigin langanir og þrár og lifa ekki í sjálfsblekkingu um eigin getu, hæfni og takmarkanir. Má ekki fullyrða að margir íbúar Vesturlanda á 21. öldinni lifi hagi lífi sínu eins og þeir lifi lífslygi því fólk forðast deilur og gerir mökum og yfirmönnum sínum til hæfis í stað þess að segja sannleikann og það sem þeim finnst? Fólk hagræðir hegðun sinni til að forðast sannsögli. „Já, kannski ekki alltaf en fólk freistast til að losna við deilur. Sálfræðingar fást við ýmis konar vandamál en þau algengustu eru kvíði og þunglyndi og skortur á ákveðni sem ýtir undir þann vanda sem um ræðir. Fólk stendur ekki fyrir sínu og því sem það þráir. Fólk forðast deilur og tekur ekki á vandanum. Vandamálin hrannast upp umhverfis viðkomandi sem leiðir síðan til skilnaða. Fólk þraukar í hjónabandi þangað til annar makinn lýsir því yfir að hann hafi verið óhamingjusamur undanfarin átta ár. Við hefðum getað tekið á þeim vanda með vikulegum eða daglegum aðgerðum áður en vandinn varð það slæmur að skilnaður sé eina lausnin. Lagfæring á sambandi veldur deilum. Þið verðið að koma hreint fram og það leiðir deilur af sér. Þið deilið um mikilvægi starfs ykkar, frítíma ykkar, uppeldi barna ykkar, fjárhag heimilisins, agareglur, hvert þið ætlið í frí og hvað verður í matinn. Þið verðið að semja um alla slíka þætti. Sannsögli er lykilatriði því þið verðið að vita hvers báðir aðilar þarfnast. Það veldur deilum. Það eina sem er meira þreytandi en að segja sannleikann og semja við maka þinn er að láta það óátalið og bíða skilnaðarins,“ segir Jordan Peterson í viðtalinu.Sjá má viðtal við Jordan Peterson sem sýnt var í Íslandi í dag hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Jordan Peterson Jordan Peterson er prófessor í sálfræði við Háskólann í Toronto, en hann er á leið til Íslands og mun halda fyrirlestra í Hörpu. 4. júní 2018 11:20 Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Jordan Peterson Jordan Peterson er prófessor í sálfræði við Háskólann í Toronto, en hann er á leið til Íslands og mun halda fyrirlestra í Hörpu. 4. júní 2018 11:20
Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15
Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30