Hvers virði er íslenska? Jurgita Milleriene skrifar 7. júní 2018 07:00 Íslendingar eru heimsþekktir fyrir að vera ansi stoltir af landinu sínu, vatninu, loftinu, fótboltanum eða í stuttu máli öllu sem kemur frá Íslandi. Þeir sameinast um að standa saman til að styðja og hvetja hver annan. En hvað um íslenskt tungumál? Er hægt að segja sömu sögu um það? Ég flutti til Íslands árið 2001. Eins og margir aðrir ætlaði ég að vera aðeins í sex mánuði og fara svo aftur heim til Litháens. Þó að ég ætlaði að stoppa stutt fór ég strax á íslenskunámskeið. Mér fannst það mjög merkilegt að læra tungumál sem aðeins 300.000 manns geta talað í heiminum öllum, einnig fannst mér sjálfsagt að byrja strax að læra, jafnvel þó að ég ætlaði ekki að búa hér á landi. Ég vildi bera virðingu fyrir íslenskri þjóð og íslensku tungumáli. Það er ansi góð tilfinning að geta boðið góðan dag á íslensku og geta átt smá spjall á þeirra tungumáli. Með því að læra íslenskt tungumál og sækja íslenskunámskeið er hægt að læra um venjur, hátíðir, óskrifaðar reglur, menningu, bókmenntir og margt annað í leiðinni. Þar opnast nýr heimur sem hvetur mann til að kynnast íslenskri menningu enn betur og taka þátt í samfélaginu. Að tilheyra hópnum og vera einn af þeim. Eins og margir aðrir sem voru í sömu sporum og ég, erum við hér ennþá 17 árum seinna á Íslandi. En ég kann tungumálið og ég tek virkan þátt í samfélaginu. Ég get valið mér starf, ég get gert allt sem ég vil og verið stolt af því sem ég geri. Ég byggi brýr milli Litháens og Íslands og er bæði Lithái og Íslendingur. Við eigum 3 börn sem tala bæði góða íslensku og litháísku. Það eru allt of margir sem hugsa að það sé nóg að kunna aðeins ensku af því að þeir ætli ekki að búa hér lengi. Kannski eitt, tvö ár eða kannski þangað til þau hafa safnað nógu miklu af peningum til að geta flutt aftur heim. Því miður er raunin oft þannig að fólk ílengist hér á Íslandi, tekur ekki þátt í íslensku samfélagi og sorglegast af öllu að börnin finna mest fyrir því. Það er mjög óþægileg tilfinning að bíða og bíða og bíða aðeins meira því fólk er ekki að lifa lífinu heldur er í einhvers konar biðstöðu. Það er alltaf á leiðinni heim en svo líða kannski eitt, tvö?… fimm eða fleiri ár og það er enn að bíða, enn að safna, enn að hugsa. Börnum reynist það afar erfitt að meðhöndla svona aðstæður og oft vilja þau ekki læra íslensku því þau sjá engan tilgang því þau eru alveg að fara heim aftur. Ég vinn sem grunnskólakennari í Háaleitisskóla uppi á Ásbrú og vann svo í 9 ár í leikskólanum Hjallatúni og sú þróun sem ég sé á hverjum einasta degi veldur mér áhyggjum hvað verður um íslenskt tungumál í náinni framtíð. Það sem er að gerast nú þegar er að börnin sem fæðast hér á Íslandi standa oft á tíðum frekar illa í íslensku. Það eru eflaust margar ástæður fyrir því en ein af þeim er að Íslendingar gera ekki nógu miklar kröfur til þess að foreldrar þeirra læri íslensku og beri virðingu fyrir samfélaginu sem þeir búa í. Og ekki nóg með það finnst mér enn meira sláandi að Íslendingum finnst það svo krúttlegt þegar börnin þeirra tala ensku og það er að aukast að foreldrar svara þeim á ensku á móti. Margir skólar eru í vandræðum því nemendur tala ensku sín á milli þrátt fyrir það að oft á tíðum eru þau öll íslensk. Öllum finnst enska svo skemmtileg sem eflaust er líka rétt en hvað um íslensku? Af hverju er það svona krúttlegt að tala ensku en alls ekki krúttlegt að tala góða íslensku? Af hverju erum við ekki stolt af tungumálinu sem aðeins 300.000 manns geta talað? Og hvað um ferðamenn? Margir þeirra eru að koma til Íslands ekki aðeins í þeim tilgangi að skoða landið heldur finnst þeim einnig mjög áhugavert að heyra íslenskt tal. Þeir verða sennilega líka fyrir vonbrigðum ef það verður aðeins töluð krúttleg enska hér á landi. Ég hef mjög mikinn áhuga á tungumálum og mér finnst íslenska persónulega mjög merkilegt tungumál. Vonandi verður eitthvað gert svo það finnist öllum á Íslandi mikilvægt að tala íslensku og að það verði allir mjög stoltir af íslensku tungumáli.Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Íslendingar eru heimsþekktir fyrir að vera ansi stoltir af landinu sínu, vatninu, loftinu, fótboltanum eða í stuttu máli öllu sem kemur frá Íslandi. Þeir sameinast um að standa saman til að styðja og hvetja hver annan. En hvað um íslenskt tungumál? Er hægt að segja sömu sögu um það? Ég flutti til Íslands árið 2001. Eins og margir aðrir ætlaði ég að vera aðeins í sex mánuði og fara svo aftur heim til Litháens. Þó að ég ætlaði að stoppa stutt fór ég strax á íslenskunámskeið. Mér fannst það mjög merkilegt að læra tungumál sem aðeins 300.000 manns geta talað í heiminum öllum, einnig fannst mér sjálfsagt að byrja strax að læra, jafnvel þó að ég ætlaði ekki að búa hér á landi. Ég vildi bera virðingu fyrir íslenskri þjóð og íslensku tungumáli. Það er ansi góð tilfinning að geta boðið góðan dag á íslensku og geta átt smá spjall á þeirra tungumáli. Með því að læra íslenskt tungumál og sækja íslenskunámskeið er hægt að læra um venjur, hátíðir, óskrifaðar reglur, menningu, bókmenntir og margt annað í leiðinni. Þar opnast nýr heimur sem hvetur mann til að kynnast íslenskri menningu enn betur og taka þátt í samfélaginu. Að tilheyra hópnum og vera einn af þeim. Eins og margir aðrir sem voru í sömu sporum og ég, erum við hér ennþá 17 árum seinna á Íslandi. En ég kann tungumálið og ég tek virkan þátt í samfélaginu. Ég get valið mér starf, ég get gert allt sem ég vil og verið stolt af því sem ég geri. Ég byggi brýr milli Litháens og Íslands og er bæði Lithái og Íslendingur. Við eigum 3 börn sem tala bæði góða íslensku og litháísku. Það eru allt of margir sem hugsa að það sé nóg að kunna aðeins ensku af því að þeir ætli ekki að búa hér lengi. Kannski eitt, tvö ár eða kannski þangað til þau hafa safnað nógu miklu af peningum til að geta flutt aftur heim. Því miður er raunin oft þannig að fólk ílengist hér á Íslandi, tekur ekki þátt í íslensku samfélagi og sorglegast af öllu að börnin finna mest fyrir því. Það er mjög óþægileg tilfinning að bíða og bíða og bíða aðeins meira því fólk er ekki að lifa lífinu heldur er í einhvers konar biðstöðu. Það er alltaf á leiðinni heim en svo líða kannski eitt, tvö?… fimm eða fleiri ár og það er enn að bíða, enn að safna, enn að hugsa. Börnum reynist það afar erfitt að meðhöndla svona aðstæður og oft vilja þau ekki læra íslensku því þau sjá engan tilgang því þau eru alveg að fara heim aftur. Ég vinn sem grunnskólakennari í Háaleitisskóla uppi á Ásbrú og vann svo í 9 ár í leikskólanum Hjallatúni og sú þróun sem ég sé á hverjum einasta degi veldur mér áhyggjum hvað verður um íslenskt tungumál í náinni framtíð. Það sem er að gerast nú þegar er að börnin sem fæðast hér á Íslandi standa oft á tíðum frekar illa í íslensku. Það eru eflaust margar ástæður fyrir því en ein af þeim er að Íslendingar gera ekki nógu miklar kröfur til þess að foreldrar þeirra læri íslensku og beri virðingu fyrir samfélaginu sem þeir búa í. Og ekki nóg með það finnst mér enn meira sláandi að Íslendingum finnst það svo krúttlegt þegar börnin þeirra tala ensku og það er að aukast að foreldrar svara þeim á ensku á móti. Margir skólar eru í vandræðum því nemendur tala ensku sín á milli þrátt fyrir það að oft á tíðum eru þau öll íslensk. Öllum finnst enska svo skemmtileg sem eflaust er líka rétt en hvað um íslensku? Af hverju er það svona krúttlegt að tala ensku en alls ekki krúttlegt að tala góða íslensku? Af hverju erum við ekki stolt af tungumálinu sem aðeins 300.000 manns geta talað? Og hvað um ferðamenn? Margir þeirra eru að koma til Íslands ekki aðeins í þeim tilgangi að skoða landið heldur finnst þeim einnig mjög áhugavert að heyra íslenskt tal. Þeir verða sennilega líka fyrir vonbrigðum ef það verður aðeins töluð krúttleg enska hér á landi. Ég hef mjög mikinn áhuga á tungumálum og mér finnst íslenska persónulega mjög merkilegt tungumál. Vonandi verður eitthvað gert svo það finnist öllum á Íslandi mikilvægt að tala íslensku og að það verði allir mjög stoltir af íslensku tungumáli.Höfundur er grunnskólakennari
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar