Erlent

Flugbann og Rodman á fundi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kim og Rodman á körfuboltaleik.
Kim og Rodman á körfuboltaleik. Vísir/AFP/KCNA
Undirbúningur fyrir leiðtogafund Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er á fullu skriði í Singapúr þar sem þeir munu mætast 12. júní.

Í gær greindi Reuters frá því að flugumferð í Singapúr yrði takmörkuð í kringum fundinn.

New York Post greindi svo frá því á þriðjudag að körfuboltamaðurinn Dennis Rodman yrði á svæðinu þegar leiðtogarnir funda. Herma heimildir miðilsins að hann gæti komið við sögu í viðræðunum, en Bandaríkjamaðurinn Rodman á í góðu sambandi við Kim og hefur heimsótt hann oftsinnis til Norður-Kóreu.




Tengdar fréttir

Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli

Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×