Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Jónas Torfason skrifar 7. júní 2018 06:00 Freyja Haraldsdóttir segir að um fordóma sé að ræða. Vísir/Freyja Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. Freyja stefndi Barnaverndarstofu fyrir að hafa synjað henni leyfi til að gerast fósturforeldri. Segir í dómnum að ekki verði annað séð en að mat Barnaverndarstofu hafi verið reist á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum sem miði að því höfuðmarkmiði að gæta öryggis og réttinda fósturbarna, en að engin vægari úrræði en höfnun umsóknar hefðu verið tæk með góðu móti. „Þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði og augljóslega ekki niðurstaðan sem við vildum,“ segir Freyja í samtalið við Fréttablaðið. Aðspurð að því hvort til standi að áfrýja dómnum segir Freyja að ákvörðun hafi ekki verið tekin um það.Sjá einnig: Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega „Fatlað fólk á að hafa fullan aðgang að réttlátri málsmeðferð. Við eigum rétt á friðhelgi frá fordómum sem ákveða fyrir fram að við séum vanhæf bara út frá því hvernig líkaminn okkar er eða lítur út eða hreyfir sig. Þetta mál hefur einkennst af því að það er verið að ákveða fyrir fram að ég sé vanhæf út af því hvernig líkama ég er í. Það er ekki einu sinni vilji til að kanna það frekar. Það eru augljóslega fordómar,“ segir Freyja. Í niðurstöðukafla dómsins segir að óumdeilt sé að Freyja sé vel menntuð og atorkusöm kona sem er virk félagslega og hefur áður komið að störfum með börnum. Jafnframt sé það óumdeilt að Freyja búi í ágætum húsakynnum og við traustar fjölskylduaðstæður. Segir dómurinn að það liggi fyrir að heimilishald Freyju byggi á því að fjórar til sex aðstoðarkonur ganga vaktir, og að það myndi skapa óstöðugleika í tengslamyndun við barn og valda því að nokkur stofnanabragur yrði á umhverfinu. Einnig segir að slíkar aðstæður feli ekki í sér þann langtíma stöðugleika sem ber sérstaklega að stuðla að fyrir fósturbarn. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. 6. júní 2018 19:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. Freyja stefndi Barnaverndarstofu fyrir að hafa synjað henni leyfi til að gerast fósturforeldri. Segir í dómnum að ekki verði annað séð en að mat Barnaverndarstofu hafi verið reist á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum sem miði að því höfuðmarkmiði að gæta öryggis og réttinda fósturbarna, en að engin vægari úrræði en höfnun umsóknar hefðu verið tæk með góðu móti. „Þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði og augljóslega ekki niðurstaðan sem við vildum,“ segir Freyja í samtalið við Fréttablaðið. Aðspurð að því hvort til standi að áfrýja dómnum segir Freyja að ákvörðun hafi ekki verið tekin um það.Sjá einnig: Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega „Fatlað fólk á að hafa fullan aðgang að réttlátri málsmeðferð. Við eigum rétt á friðhelgi frá fordómum sem ákveða fyrir fram að við séum vanhæf bara út frá því hvernig líkaminn okkar er eða lítur út eða hreyfir sig. Þetta mál hefur einkennst af því að það er verið að ákveða fyrir fram að ég sé vanhæf út af því hvernig líkama ég er í. Það er ekki einu sinni vilji til að kanna það frekar. Það eru augljóslega fordómar,“ segir Freyja. Í niðurstöðukafla dómsins segir að óumdeilt sé að Freyja sé vel menntuð og atorkusöm kona sem er virk félagslega og hefur áður komið að störfum með börnum. Jafnframt sé það óumdeilt að Freyja búi í ágætum húsakynnum og við traustar fjölskylduaðstæður. Segir dómurinn að það liggi fyrir að heimilishald Freyju byggi á því að fjórar til sex aðstoðarkonur ganga vaktir, og að það myndi skapa óstöðugleika í tengslamyndun við barn og valda því að nokkur stofnanabragur yrði á umhverfinu. Einnig segir að slíkar aðstæður feli ekki í sér þann langtíma stöðugleika sem ber sérstaklega að stuðla að fyrir fósturbarn.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. 6. júní 2018 19:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. 6. júní 2018 19:30
Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11
Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki. 20. október 2017 06:00