Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júní 2018 08:00 Rúmlega tíu prósent þjóðarinnar hafa skráð sig á lista Landlæknis fyrir líffæragjafa frá 2014. Vísir/Getty Frá og með næstu áramótum verða allir þeir sem ekki hafa hug á að líffæri þeirra, að þeim látnum, verði notuð við læknismeðferð annars einstaklings að gefa andstöðu sína upp meðan þeir lifa. Frumvarp um ætlað samþykki við líffæragjöf, í stað ætlaðrar neitunar, var samþykkt á Alþingi í gær. Lögin taka gildi fyrsta dag ársins 2019. Í upphafi gerði frumvarpið ráð fyrir því að ætlað samþykki lægi fyrir hjá einstaklingum sem væru sjálfráða en sú breyting var felld úr lögunum við meðferð þingsins. Í frumvarpinu felst hins vegar að óheimilt sé að slík aðgerð fari fram leggist nánasti vandamaður hans gegn því. Slíkt gildir óháð því hvort um yfirlýst samþykki er að ræða eða ætlað samþykki.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins„Þetta varð niðurstaðan í nefndinni, að reka þennan varnagla. Almennt er það mikill léttir fyrir aðstandendur að þekkja vilja hins látna og nær undantekningalaust virða þeir afstöðu hans,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, en hún var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Meðan á undirbúningi málsins stóð var meðal annars rætt við líffæragjafarteymi á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Í þeim viðræðum kom fram að aðeins er eitt þekkt tilfelli í Svíþjóð þar sem aðstandendur viku frá vilja hins látna. „Þessi lög eru mjög ánægjulegur áfangi,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Tölur og gögn frá ríkjum heimsins benda til þess að í löndum þar sem ætlað samþykki er lögfest sé gjafatíðni líffæra hærri en í ríkjum sem búa ekki við slík lög. Hingað til hefur sú leið verið farin hér á landi að fólk þurfi að láta vilja sinn til líffæragjafar skýrt í ljós. Stjórnvöld hafa meðal annars ráðist í herferðir til að fjölga á lista líffæragjafa en það hefur skilað sér í því að rétt rúm tíu prósent landsmanna eru á þeim lista. „Staðreyndin er sú að í flestum tilfellum liggur ekkert fyrir um afstöðu mögulegs gefanda. Liggi slíkt ekki fyrir hefur verið leitað til aðstandenda til að kanna hvort afstaða hins látna hafi legið fyrir meðan hann lifði,“ segir Runólfur. Í lögunum er kveðið á um að velferðarráðuneytið þurfi að kynna innihald þeirra fyrir landsmönnum áður en þau taka gildi um næstu áramót. Þeir sem eindregið leggjast gegn því að líffæri þeirra séu notuð verða að gefa þá afstöðu sína upp á þar til gerðu skráningarformi Embættis landlæknis. „Ég vil ítreka við fólk að ræða um afstöðu sína við eldhúsborðið heima. Slíkt getur komið í veg fyrir að fólk lendi í erfiðri stöðu ef slys eða sjúkdóm aðstandanda ber að,“ segir Silja Dögg. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Frá og með næstu áramótum verða allir þeir sem ekki hafa hug á að líffæri þeirra, að þeim látnum, verði notuð við læknismeðferð annars einstaklings að gefa andstöðu sína upp meðan þeir lifa. Frumvarp um ætlað samþykki við líffæragjöf, í stað ætlaðrar neitunar, var samþykkt á Alþingi í gær. Lögin taka gildi fyrsta dag ársins 2019. Í upphafi gerði frumvarpið ráð fyrir því að ætlað samþykki lægi fyrir hjá einstaklingum sem væru sjálfráða en sú breyting var felld úr lögunum við meðferð þingsins. Í frumvarpinu felst hins vegar að óheimilt sé að slík aðgerð fari fram leggist nánasti vandamaður hans gegn því. Slíkt gildir óháð því hvort um yfirlýst samþykki er að ræða eða ætlað samþykki.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins„Þetta varð niðurstaðan í nefndinni, að reka þennan varnagla. Almennt er það mikill léttir fyrir aðstandendur að þekkja vilja hins látna og nær undantekningalaust virða þeir afstöðu hans,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, en hún var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Meðan á undirbúningi málsins stóð var meðal annars rætt við líffæragjafarteymi á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Í þeim viðræðum kom fram að aðeins er eitt þekkt tilfelli í Svíþjóð þar sem aðstandendur viku frá vilja hins látna. „Þessi lög eru mjög ánægjulegur áfangi,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Tölur og gögn frá ríkjum heimsins benda til þess að í löndum þar sem ætlað samþykki er lögfest sé gjafatíðni líffæra hærri en í ríkjum sem búa ekki við slík lög. Hingað til hefur sú leið verið farin hér á landi að fólk þurfi að láta vilja sinn til líffæragjafar skýrt í ljós. Stjórnvöld hafa meðal annars ráðist í herferðir til að fjölga á lista líffæragjafa en það hefur skilað sér í því að rétt rúm tíu prósent landsmanna eru á þeim lista. „Staðreyndin er sú að í flestum tilfellum liggur ekkert fyrir um afstöðu mögulegs gefanda. Liggi slíkt ekki fyrir hefur verið leitað til aðstandenda til að kanna hvort afstaða hins látna hafi legið fyrir meðan hann lifði,“ segir Runólfur. Í lögunum er kveðið á um að velferðarráðuneytið þurfi að kynna innihald þeirra fyrir landsmönnum áður en þau taka gildi um næstu áramót. Þeir sem eindregið leggjast gegn því að líffæri þeirra séu notuð verða að gefa þá afstöðu sína upp á þar til gerðu skráningarformi Embættis landlæknis. „Ég vil ítreka við fólk að ræða um afstöðu sína við eldhúsborðið heima. Slíkt getur komið í veg fyrir að fólk lendi í erfiðri stöðu ef slys eða sjúkdóm aðstandanda ber að,“ segir Silja Dögg.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57
Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15