Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. júní 2018 18:30 Slakað var á öryggisviðmiðum í viðhaldsframkvæmdum hjá Vegagerðinni í kjölfar efnahagshrunsins og hafa þau ekki verið hækkuð aftur. Verkfræðingur segir ástand Vesturlandsvegar, þar sem einn lést og níu slösuðust í fyrrakvöld, ekki vera gott. Tildrög banaslysins á Vesturlandsvegi við Enni í fyrradag eru enn til rannsóknar hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa en samkvæmt síðustu fréttum liggja tveir af þeim níu sem slösuðust í árekstrinum enn á gjörgæsludeild, einn á almennri deild og sex hafa verið útskrifaðir. Slysið í fyrradag var annað banaslysið á nánast sama stað á veginum á fimm mánuðum. Í kjölfar banaslyssins í janúar skapaðist mikil umræða um ástand vegarins um Kjalarnes og þá brýnu nauðsyn að tvöfalda veginn. Síðan þá hefur ekkert gerst. Kjöraðstæður voru þegar slysið varð. Þurrt, bjart og lítill vindur. Við rannsókn umferðarslysa er meðal annars horft til þessara þátta, ástand vegar og fleiri atriða. Að minnsta kosti sex ár síðan viðhaldsframkvæmdir voru gerðar á þessum vegarkafla og hafa íbúar á Kjalarnesi og Akranesi kvartað mikið undan ástandi hans. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru framlög til viðhalds vega og öryggisviðmið lækkuð vegna efnahagshrunsins 2009, þar með talið malbikunarframkvæmdir. Þessi viðmið hafa ekki verið hækkuð aftur. Fyrir hrun var horft til þess að hjólför í malbiki væru ekki dýpri er 35 mm, svo farið væri í viðhaldsframkvæmdir, en var hækkað er 50 mm vegna aðhalds í rekstri. Samkvæmt mælingum á vettvangi slyssins í fyrradag eru voru hjólförin í malbikinu nær 40 mm. Hjá nágrannaþjóð okkar Finnum er viðmiðið 15mm á hraðbrautum, svo farið sé í framkvæmdir.Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá VegagerðinniVísir/Stöð 2„Fyrst núna þegar við erum að fá aukið fjármagn í viðhald getum við farið að vinna markvisst í að útrýma þessum hjólförum,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Hvernig metið þið ástandið á þessum vegi eins og staðan er í dag? „Þær mælingar sem ég hafði voru þrír og hálfur sentimetri (35mm) sem er töluvert mikið og ástandið er ekki gott,“ segir Birkir. Farið verður í viðhaldsframkvæmdir á þessu stað eftir um tvær vikur en framtíðarlausn er þó í sjónmáli þar sem Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar samþykkti í dag nýtt deiliskipulag um tvöföldun vegarins. Málið er nú komið í hendur Borgarráðs sem afgreiðir það svo áfram til Skipulagsstofnunnar sem heimilar framkvæmdir sem gætu hafist á næsta ári. Samgöngur Tengdar fréttir Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Slakað var á öryggisviðmiðum í viðhaldsframkvæmdum hjá Vegagerðinni í kjölfar efnahagshrunsins og hafa þau ekki verið hækkuð aftur. Verkfræðingur segir ástand Vesturlandsvegar, þar sem einn lést og níu slösuðust í fyrrakvöld, ekki vera gott. Tildrög banaslysins á Vesturlandsvegi við Enni í fyrradag eru enn til rannsóknar hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa en samkvæmt síðustu fréttum liggja tveir af þeim níu sem slösuðust í árekstrinum enn á gjörgæsludeild, einn á almennri deild og sex hafa verið útskrifaðir. Slysið í fyrradag var annað banaslysið á nánast sama stað á veginum á fimm mánuðum. Í kjölfar banaslyssins í janúar skapaðist mikil umræða um ástand vegarins um Kjalarnes og þá brýnu nauðsyn að tvöfalda veginn. Síðan þá hefur ekkert gerst. Kjöraðstæður voru þegar slysið varð. Þurrt, bjart og lítill vindur. Við rannsókn umferðarslysa er meðal annars horft til þessara þátta, ástand vegar og fleiri atriða. Að minnsta kosti sex ár síðan viðhaldsframkvæmdir voru gerðar á þessum vegarkafla og hafa íbúar á Kjalarnesi og Akranesi kvartað mikið undan ástandi hans. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru framlög til viðhalds vega og öryggisviðmið lækkuð vegna efnahagshrunsins 2009, þar með talið malbikunarframkvæmdir. Þessi viðmið hafa ekki verið hækkuð aftur. Fyrir hrun var horft til þess að hjólför í malbiki væru ekki dýpri er 35 mm, svo farið væri í viðhaldsframkvæmdir, en var hækkað er 50 mm vegna aðhalds í rekstri. Samkvæmt mælingum á vettvangi slyssins í fyrradag eru voru hjólförin í malbikinu nær 40 mm. Hjá nágrannaþjóð okkar Finnum er viðmiðið 15mm á hraðbrautum, svo farið sé í framkvæmdir.Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá VegagerðinniVísir/Stöð 2„Fyrst núna þegar við erum að fá aukið fjármagn í viðhald getum við farið að vinna markvisst í að útrýma þessum hjólförum,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Hvernig metið þið ástandið á þessum vegi eins og staðan er í dag? „Þær mælingar sem ég hafði voru þrír og hálfur sentimetri (35mm) sem er töluvert mikið og ástandið er ekki gott,“ segir Birkir. Farið verður í viðhaldsframkvæmdir á þessu stað eftir um tvær vikur en framtíðarlausn er þó í sjónmáli þar sem Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar samþykkti í dag nýtt deiliskipulag um tvöföldun vegarins. Málið er nú komið í hendur Borgarráðs sem afgreiðir það svo áfram til Skipulagsstofnunnar sem heimilar framkvæmdir sem gætu hafist á næsta ári.
Samgöngur Tengdar fréttir Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34