Erlent

Losnar úr fangelsi eftir að Kim Kardashian talaði máli hennar við Trump

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kim Kardashian er að vonum ánægð með að Donald Trump og þá ákvörðun hans að milda refsingu Alice Marie Johnson.
Kim Kardashian er að vonum ánægð með að Donald Trump og þá ákvörðun hans að milda refsingu Alice Marie Johnson. vísir/ap
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur mildað lífstíðarfangelsisdóm yfir Alice Marie Johnson og mun hún losna úr fangelsi fljótlega.

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hitti Trump á fundi í Hvíta húsinu í liðinni viku og vakti athygli forsetans á máli Johnson.

Johnson, sem er 62 ára gömul, hlaut árið 1996 lífstíðarfangelsisdóm fyrir ofbeldislausan fíkniefnaglæp.

Í yfirlýsingu Hvíta hússins vegna ákvörðunar Trump um að milda dóm hennar, sem gerir það að verkum að hún losnar fljótlega úr fangelsi, sagði að Johnson hefði tekið ábyrgð á gjörðum sínum og að hún væri fyrirmyndarfangi.

„Þrátt fyrir að hafa fengið lífstíðardóm hefur Alice unnið hörðum höndum að því í fangelsinu að byggja sig upp að nýju og hefur verið öðrum föngum sem lærimóðir,“ sagði í yfirlýsingunni.

Eins og gefur að skilja er Kim Kardashian West í skýjunum með þessar fréttir og tísti frétt Mic af málinu með orðunum „Best news ever!!!“ eða „Bestu fréttir allra tíma!!!“


Tengdar fréttir

Kim Kardashian og Trump ræða fangelsismál

Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×