Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 6. júní 2018 15:30 Sían góða gerir Alþingismönnum kleift að öðlast vinnufrið fyrir veip-póstum sem nú rignir yfir þá í vaxandi gríð og erg. Vísir/Getty Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum. Mikill fjöldi, sem sennilega hleypur á hundruðum, hefur í dag áframsent skilaboð til þingmanna og stjórnmálaflokka þar sem svokölluðu veipfrumvarpi er mótmælt harðlega. Skilaboðin innihalda öll meira og minna sama texta og hafa borist bæði á samfélagsmiðlum og í hefðbundnum tölvupósti það sem af er degi.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir á Facebook það þetta hafi neytt þingmenn til að búa til sérstakar síur í pósthólfum sínum sem útiloki alla pósta sem innihalda orð á borð við „veip“ og „vape“. Segir Helgi að vegna umfangs póstanna geti þingmenn ekki lengur sinnt skyldum sínum nema með því að sía út allt sem þeim berist um rafrettur. Vegna þessarar síu séu allar líkur á að þingmenn missi af því ef einhver sendir þeim efnislegan póst um veipmálið úr þessu. Allt grafist þetta undir endalausum fjölpósti um málið frá rafrettu-vinum. Helgi segir það vissulega skiljanlega hugmynd að reyna að fanga athygli ráðamanna með þessum hætti og efast ekki um að fólki gangi gott eitt til. Hugmyndin sé engu að síður slæm þar sem hún dragi úr getu þingmanna til að kynna sér efnið og afli málefninu sjálfu engan stuðning. Hóp-póstar sem þessir skemmi fyrir öllum, bæði þingmönnum sem séu að reyna að vinna sína vinnu og þeim sem þurfi að koma upplýsingum til þingmanna um málefnið sem póstarnir fjalla um. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur pósturinn um veipfrumvarpið einnig verið sendur ítrekað á Facebook síður allra helstu stjórnmálaflokka í dag. Einn þeirra sem stóð í slíkum sendingum sagðist enn engin svör hafa fengið að Pírötum undanskildum. Píratar lögðu fram sitt eigið frumvarp um rafrettur í fyrra sem er efnislega í mikilli andstöðu við þær takmarkanir sem koma fram í því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. Sem fyrr segir eru bréfin flest eins en með smávægilega breyttu orðalagi, textinn er svohljóðandi:Góðan dag.Ég vil koma því á framfæri við ykkur að þeir flokkar sem kjósa með vape frumvarpinu eiga ekki möguleika á mínu atkvæði í næstu kosningum.Ég get ekki réttlætt það að kjósa flokk sem berst á móti bættri heilsu og skaðaminnkandi leið fyrir reykingarfólk. Hvað þá flokk sem ræðst með þessum hætti að frelsi einstaklingsins og gerir það að engu.Virðingarfyllst, Tengdar fréttir Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 Segir rafrettufrumvarpið ganga of langt Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, telur það óþarfa að banna notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum eins og meirihluti nefndarinnar leggur til. 6. júní 2018 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum. Mikill fjöldi, sem sennilega hleypur á hundruðum, hefur í dag áframsent skilaboð til þingmanna og stjórnmálaflokka þar sem svokölluðu veipfrumvarpi er mótmælt harðlega. Skilaboðin innihalda öll meira og minna sama texta og hafa borist bæði á samfélagsmiðlum og í hefðbundnum tölvupósti það sem af er degi.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir á Facebook það þetta hafi neytt þingmenn til að búa til sérstakar síur í pósthólfum sínum sem útiloki alla pósta sem innihalda orð á borð við „veip“ og „vape“. Segir Helgi að vegna umfangs póstanna geti þingmenn ekki lengur sinnt skyldum sínum nema með því að sía út allt sem þeim berist um rafrettur. Vegna þessarar síu séu allar líkur á að þingmenn missi af því ef einhver sendir þeim efnislegan póst um veipmálið úr þessu. Allt grafist þetta undir endalausum fjölpósti um málið frá rafrettu-vinum. Helgi segir það vissulega skiljanlega hugmynd að reyna að fanga athygli ráðamanna með þessum hætti og efast ekki um að fólki gangi gott eitt til. Hugmyndin sé engu að síður slæm þar sem hún dragi úr getu þingmanna til að kynna sér efnið og afli málefninu sjálfu engan stuðning. Hóp-póstar sem þessir skemmi fyrir öllum, bæði þingmönnum sem séu að reyna að vinna sína vinnu og þeim sem þurfi að koma upplýsingum til þingmanna um málefnið sem póstarnir fjalla um. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur pósturinn um veipfrumvarpið einnig verið sendur ítrekað á Facebook síður allra helstu stjórnmálaflokka í dag. Einn þeirra sem stóð í slíkum sendingum sagðist enn engin svör hafa fengið að Pírötum undanskildum. Píratar lögðu fram sitt eigið frumvarp um rafrettur í fyrra sem er efnislega í mikilli andstöðu við þær takmarkanir sem koma fram í því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. Sem fyrr segir eru bréfin flest eins en með smávægilega breyttu orðalagi, textinn er svohljóðandi:Góðan dag.Ég vil koma því á framfæri við ykkur að þeir flokkar sem kjósa með vape frumvarpinu eiga ekki möguleika á mínu atkvæði í næstu kosningum.Ég get ekki réttlætt það að kjósa flokk sem berst á móti bættri heilsu og skaðaminnkandi leið fyrir reykingarfólk. Hvað þá flokk sem ræðst með þessum hætti að frelsi einstaklingsins og gerir það að engu.Virðingarfyllst,
Tengdar fréttir Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 Segir rafrettufrumvarpið ganga of langt Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, telur það óþarfa að banna notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum eins og meirihluti nefndarinnar leggur til. 6. júní 2018 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00
Segir rafrettufrumvarpið ganga of langt Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, telur það óþarfa að banna notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum eins og meirihluti nefndarinnar leggur til. 6. júní 2018 06:00