Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2018 13:47 Aron Pálmarsson er í hópnum en nafni hans Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur. Vísir/EPA Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV, er ekki með í hópnum en hann er meiddur. Aron Rafn var heldur ekki með í apríl vegna meiðsla. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson kemur aftur inn í landsliðið eftir að hafa fengið frí í apríl og tekur hann sætið af Bjarka Má Elíssyni. Fyrri leikurinn er út í Litháen og fer fram á föstudagskvöldið en seinni leikurinn er í Laugardalshöllinni í næstu viku. Það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum spilar á HM 2019. Þetta eru fyrstu keppnisleikir íslenska landsliðsins eftir að Guðmundur tók við liðinu á nýjan leik en liðið tók þátt í æfingamóti í Noregi í apríl og spilaði þá þrjá leiki. Guðmundur valdi 30 mann æfingahóp um miðjan maí en hefur nú skorið hann niður um fjórtán leikmenn.Sjáðu blaðamannafundinn:Fjórir leikmenn í hópnum voru ekki með í æfingamótinu í Noregi en það eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Ólafur Guðmundsson og Ólafur Gústafsson. Ólafarnir duttu báðir út vegna meiðsla en voru valdir. Guðmundur valdi marga unga leikmenn í apríl en aðeins einn þeirra náði að vinna sér sæti í liðinu með frammistöðu sinni þar og það var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar Örn var einmitt kosinn leikmaður ársins á dögunum. Viktor Gísli Hallgrímsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Teitur Örn Einarsson og Alexander Örn Júlíusson detta sem dæmi allir út. Sex leikmenn í hópnum voru ekki á EM í Króatíu en það eru Stefán Rafn Sigurmannsson, Daníel Þór Ingason, Ólafur Gústafsson, Elvar Örn Jónsson, Ragnar Jóhannsson og Vignir Svavarsson. Það hefur því orðið talsvert breyting á liðinu. Þeir sem voru á EM eru ekki með nú eru þeir Kári Kristjánsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Bjarki Már Elísson, Ýmir Örn Gíslason og Bjarki Már Gunnarsson.Leikmannahópinn má sjá hér fyrir neðan:Markverðir Ágúst Elí Björgvinsson, FH Björgvin Páll Gústavsson, HaukarVinstra hornmenn Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur Aron Pálmarsson, Barcelona Daníel Þór Ingason, Haukar Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad Ólafur Gústafsson, KIF Kolding KøbenhavnMiðjumenn Elvar Örn Jónsson, Selfoss Janus Daði Smárason, Aalborg HåndboldHægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbol Ragnar Jóhannsson, TV 05/07 Huttenberg Rúnar Kárason, TSV Hannover-BurgdorfHægri hornamenn Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCLínumenn Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad Vignir Svavarsson, HC MidtjyllandLeikmennirnir fjórtán sem duttu út úr hópnum voru: Alexander Örn Júlíusson, Valur Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin Einar Sverrisson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Haukur Þrastarson, Selfoss Óðinn Þór Ríkharðsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, West Wien Teitur Einarsson, Selfoss Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV Vignir Stefánsson, Valur Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram Ýmir Örn Gíslason, Valur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV, er ekki með í hópnum en hann er meiddur. Aron Rafn var heldur ekki með í apríl vegna meiðsla. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson kemur aftur inn í landsliðið eftir að hafa fengið frí í apríl og tekur hann sætið af Bjarka Má Elíssyni. Fyrri leikurinn er út í Litháen og fer fram á föstudagskvöldið en seinni leikurinn er í Laugardalshöllinni í næstu viku. Það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum spilar á HM 2019. Þetta eru fyrstu keppnisleikir íslenska landsliðsins eftir að Guðmundur tók við liðinu á nýjan leik en liðið tók þátt í æfingamóti í Noregi í apríl og spilaði þá þrjá leiki. Guðmundur valdi 30 mann æfingahóp um miðjan maí en hefur nú skorið hann niður um fjórtán leikmenn.Sjáðu blaðamannafundinn:Fjórir leikmenn í hópnum voru ekki með í æfingamótinu í Noregi en það eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Ólafur Guðmundsson og Ólafur Gústafsson. Ólafarnir duttu báðir út vegna meiðsla en voru valdir. Guðmundur valdi marga unga leikmenn í apríl en aðeins einn þeirra náði að vinna sér sæti í liðinu með frammistöðu sinni þar og það var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar Örn var einmitt kosinn leikmaður ársins á dögunum. Viktor Gísli Hallgrímsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Teitur Örn Einarsson og Alexander Örn Júlíusson detta sem dæmi allir út. Sex leikmenn í hópnum voru ekki á EM í Króatíu en það eru Stefán Rafn Sigurmannsson, Daníel Þór Ingason, Ólafur Gústafsson, Elvar Örn Jónsson, Ragnar Jóhannsson og Vignir Svavarsson. Það hefur því orðið talsvert breyting á liðinu. Þeir sem voru á EM eru ekki með nú eru þeir Kári Kristjánsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Bjarki Már Elísson, Ýmir Örn Gíslason og Bjarki Már Gunnarsson.Leikmannahópinn má sjá hér fyrir neðan:Markverðir Ágúst Elí Björgvinsson, FH Björgvin Páll Gústavsson, HaukarVinstra hornmenn Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur Aron Pálmarsson, Barcelona Daníel Þór Ingason, Haukar Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad Ólafur Gústafsson, KIF Kolding KøbenhavnMiðjumenn Elvar Örn Jónsson, Selfoss Janus Daði Smárason, Aalborg HåndboldHægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbol Ragnar Jóhannsson, TV 05/07 Huttenberg Rúnar Kárason, TSV Hannover-BurgdorfHægri hornamenn Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCLínumenn Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad Vignir Svavarsson, HC MidtjyllandLeikmennirnir fjórtán sem duttu út úr hópnum voru: Alexander Örn Júlíusson, Valur Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin Einar Sverrisson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Haukur Þrastarson, Selfoss Óðinn Þór Ríkharðsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, West Wien Teitur Einarsson, Selfoss Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV Vignir Stefánsson, Valur Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram Ýmir Örn Gíslason, Valur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða